Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 12:00

Luke Donald „rekinn“ af kaddýnum sínum

S.l. 6 ár hefir  Johnny ‘Long Socks’ McLaren verið með u.þ.b.  £300,000 í árslaun sem kylfuberi Luke Donald og hann segist halda að vinnuveitandi hans (þ.e. Luke Donald) muni brátt verða aftur nr. 1 á heimslistanum. Þrátt fyrir það tilkynnti „Long Socks“ að hann vildi ekki gegna starfi kaddýs lengur fyrir Luke Donald, þrátt fyrir að hafa engan nýjan poka til að bera. Uppsögn „Long Socks“ McLaren er heldr leyndardómsfull.  Sögusagnir voru á kreiki að hann hefði verið ráðinn af Adam Scott en McLaren kæfði þær sögur þegar í fæðingu. Eftir að hafa verið á 67 höggum eftir 1. hring British Masters þá segist Luke Donald sjálfur vera hissa. „Í lok síðasta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 09:00

Nordic Golf League: Ólafur og Axel báðir á 71 e. 1. dag lokaúrtökumótsins í Danmörku

Ólafur Björn Loftsson úr GKG og Axel Bóasson úr Keili léku báðir á 71 höggi eða 1 undir pari,  á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina í golfi. Leikið er á Skjoldenæsholm golfvallasvæðinu í Danmörku. Íslensku kylfingarnir eru í 16.-28. sæti en tveir kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari vallar. Alls komast 70 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdeginum í dag og úrslitin ráðast á morgun, laugardag. Fylgjast má með gengi Ólafs Björns og Axels á skortöflu með því að SMELLA HÉR 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 06:30

Evróputúrinn: Fitzpatrick efstur e. 1. dag British Masters

Það er Englendingurinn Matthew Fitzpatrick sem leiðir eftir 1. dag British Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Fitzpatrick lék á 7 undir pari, 64 höggum – fékk 1 örn, 6 fugla og 1 skolla. Fitzpatrick er e.t.v. ekki sá þekktasti en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  4 deila 2. sætinu: þ.e. landi Fitzpatrick Lee Slattery, Skotinn Marc Warren, Daninn Sören Kjeldsen og Svíinn Robert Karlsson. Sjá má hápunkta frá 1. keppnisdegi með því að SMELLA HÉR Fylgjast má með stöðunni á British Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 17:00

LET Access: Ólafía Þórunn í 1. sæti á WPGA International Challenge – á 68 glæsihöggum!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í síðasta mótinu á LET Access mótaröðinni í ár. Mótið fer fram á Nayland Hotel Golf & Spa í Englandi. Eftir 1. hring er Ólafía Þórunn efst þ.e. T-1, ásamt Natalíu Escuriola, frá Spáni, en báðar hafa leikið á stórglæsilegu skori, 4 undir pari, 68 höggum!!! Valdísi Þóru er líka að ganga vel en hún er í 10. sæti (af 96 keppendum) á 72 höggum eða sléttu pari eftir 1. dag! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring WPGA International Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 23 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilar golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Eeast Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar eru: Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965; Thomas Dickson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (15/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 12:00

Forsetabikarinn 2015: Frábært glompuhögg Lefty

Phil Mickelson (Lefty) leit út eins og gamli Lefty-inn sem við þekkjum í dag, í Forsetabikarnum. Þeir Lefty og Zach Johnson unnu þá Jason Day og Steven Bowditch, 4 & 3, í fjórmenningnum og komu Bandaríkjunum í 4-1 forystu, en einnig stutta spilið hjá Phil virðist vera í frábæru standi. Þannig náði hann að setja niður úr glompu fyrir fugli á par-3 13. holunni. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Auðvitað er það að Phil setti glompuhöggið niður ekki það eina athygliverða við myndskeiðið. Heldur líka hvernig þeir Zach fögnuðu með handabandi. Það er ekki eins villt og þegar þeir Lefty og t.a.m. Keegan Bradley keppa saman eða eins sætt og þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 10:00

Lee Westwood setur börnin í 1. sæti – snýr baki við Bandaríkjunum

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Lee Westwood) segir að lögskilnaður sinn hafi valdið breytingu á einbeitingu sinni og að hann sé að snúa aftur á Evróputúrinn, nú þegar hann sé að reyna að koma lagi á líf sitt. Mót vikunnar á Evróputúrinum, British Masters hófst í dag og þegar það fór síðast fram 2008, þá var Lee Westwood óheppinn að halda ekki titli sínum, en hann tapaði þá fyrir Spánverjanum Gonzalo Fernández-Castaño á 3. holu bráðabana á Belfry, en var þá enn í uppsveiflu, sem leiddi síðar á því ári (2008) til þess að hann varð í 1. sæti heimslistans. Nú 7 árum síðar þegar mótið er aftur á dagskrá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: KP sló næstum í andlit kaddýsins síns

Fyrrum breski landsliðsmaðurinn í krikkett Kevin Pieters (alltaf kallaður KP) var meðal þeirra sem þátt tóku í Pro-Am mótinu fyrir British Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og hefst í dag. Sjá má myndskeið af flubrugangi KP á flötinni með því að SMELLA HÉR:  Svona er bara til minnis um hvernig eigi ekki að gera á flöt! … þ.e. sveifla um sig með pútternum!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki og félagar í Kent State í sigursæti í Ohio!

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State eru að kepptu á Cleveland State Invitational, móti í bandaríska háskólagolfinu. Leikið var í Aurora, Ohio 5.-6. október og gestgjafi var Cleveland State University. Keppendur voru 78 frá 13 háskólum. Gísli lauk keppni T-7; lék á samtals 3 undir pari, 215 höggum  (73 73 69). Bjarki varð T-32; lék á samtals 7 yfir pari 223 höggum (75 71 77) Golflið Kent State, The Golden Flashes varð í 1. sæti fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Til að sjá lokastöðuna á Cleveland State Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Gísla, Bjarka og Kent State er 9. október n.k. þ.e. Bank of Lesa meira