Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (17/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-9 á stóru móti í Texas – lék 1. hring á 2 undir pari!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs golflið Fresno State eru sem stendur að keppa á stóru háskólamóti í Texas, þar sem gestgjafinn er University of Denver. Alls eru þátttakendur 99 frá 18 háskólum.   Mótið stendur 9.-11. október 2015. Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-9; lék á 2 undir pari, 70 höggum. Fresno State er í 9. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá og Fresno State með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 11:00

LET Access: Hörkubyrjun hjá Valdísi Þóru á 3. hring

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í síðasta mótinu á LET Access mótaröðinni í ár, sem fram fer á  Nayland Hotel Golf & Spa í Englandi og ber heitið WPGA International Challenge. Þriðji þ.e. lokahringurinn er hafinn og Valdís Þóra er í augnablikinu að spila hreint ótrúlega flott golf!!! Á fyrstu 5 holunum er hún 5 undir pari, búin að fá 1 örn á par-5 4. holunni og 3 fugla.  Glæsilegt hjá Valdísí Þóru og vonandi að framhald verði á!!! Valdís Þóra er sem stendur í 4. sæti og vonandi að hún verði áfram í fuglasöngnum og fari alla leið á toppinn!!! Sem stendur er Ólafía Þórunn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 10:00

Forsetabikarinn: USA 9 1/2 – Alþjóðaliðið 8 1/2

Nú er fjórmennings og fjórboltaleikjum Forsetabikarsins lokið og einungis tvímenningsleikir sunnudagsins (þ.e. morgundagsins) eftir. Forsetabikarinn er í raun með Ryder bikars fyrirkomulagi og margir spenntir fyrir hvernig tvímenningsviðureignirnar fara. Leikið er á golfvelli Jack Nicklaus golfklúbbnum í Songdo, Incheon í Kóreu. Fjórboltaleikir laugardagsins fóru eftirfarandi (sigurliðið feitletrað):  J.B. Holmes og Bubba Watson g. Louis Oosthuizen og Branden Grace 1&0 Phil Mickelson og Zach Johnson g. Adam Scott og Anirban Lahiri  3&2 Jimmy Walker og Chris Kirk g. Sangmoon Bae og Hideki Matsuyama 6&5  (rassskelling!) Patrick Reed Jordan Spieth g. Jason Day Charl Schwartzel 3 & 2 Munurinn á liðunum er lítill – aðeins 1 vinningur skilur að! Sjá má stöðuna í Forsetabikarnum með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik í dag í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR hóf í dag leik í Bank of Tennessee mótinu í Blackthorn at the Ridges golfvellinum í Tennessee. Fylgjast má með gengi hans og félögum í ETSU Bucs með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 19:15

Forsetabikarinn: USA 5 1/5 – Alþjóðaliðið 4 1/2

Staðan í Forsetabikarnum í gær var 4-1 liði Bandaríkjanna í vil. Í dag mætti Alþjóðliðið ákveðið til leiks og vann 3 leiki og jafnt var á mönnum í einum fjórboltaleikjum föstudagsins. Bandaríkjamenn unnu aðeins einn leik. Hér má sjá úrslit dagsins í dag (sigurliðin feitletruð): Dustin Johnson Jordan Spieth  – Louis Oosthuizen Branden Grace  4 & 3 Rickie Fowler Jimmy Walker –  Danny Lee Sangmoon Bae 1&0 Zach Johnson Phil Mickelson – Adam Scott Jason Day A/S  Allt jafnt J.B. Holmes Bubba Watson  –  Marc Leishman Steven Bowditch  2&0 Bill Haas Chris Kirk  –  Thongchai Jaidee Charl Schwartzel    2&1 Til þess að sjá stöðuna í heild í Forsetabikarnum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 18:00

LET Access: Ólafía T-8 og Valdís í 11. sæti e. 2. dag í Englandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í síðasta mótinu á LET Access mótaröðinni í ár. Mótið fer fram á Nayland Hotel Golf & Spa í Englandi. Ólafía lék á 74 höggum í dag og við það fór hún niður í 8. sætið sem hún deilir með öðrum keppanda, s.s. T-8. Valdís lék aftur á 72 höggum í dag og er ein í 11. sæti. Stórglæsilegur árangur hjá stúlkunum okkar! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring WPGA International Challenge SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og er því 56 ára í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960; Annika Sörenstam, 9. október 1970. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (16/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 12:00

GB: Bændaglíma á morgun

Á vef Golfklúbbs Borgarness mátti sjá eftirfarandi auglýsingu um Bændaglímu golfklúbbsins:  Á morgun (10.10) heldur GB sína Bændaglímu, sem er síðasta mót þessa sumars. Við í GB þökkum öllum þeim sem sóttu okkur heim í sumar fyrir komuna og viðkynninguna. Vonandi sjáumst við næsta sumar. Ómar Örn (GB) tók þessa myndasönnun um að hausti hallar á Hamarsvelli.