Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ———– 11. október 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 58 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour og Lesa meira
44 fyndnustu augnablik í golfinu (18/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
GKS: Golfsumarið 2015 hjá Golfklúbbi Siglufjarðar e. Ingvar Kr. Hreinsson
Golfsumarið 2015 byrjaði á svipuðum nótum og síðasta sumar. Völlurinn var blautur og veður kalt framan af sumri (sumarið kom reyndar ekki fyrr en í ágúst). fella varð niður tvö fyrstu mótin í Rauðkumótaröðinni og var fyrsta mót sumarsins ekki haldið fyrr en 17. júní, en það var þjóðhátíðarmót Everbuild í boði SR-Bygg. Á dagskrá sumarsins voru 18 mót. Rauðkumótaröðin var að vanda mjög vegleg, 10 mót voru haldin á miðvikudagskvöldum í sumar og veitt Rauðka glæsileg verðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í hverju móti; sigurvegari mótaraðarinnar þ.e. stigameistari sumarsins varð Sævar Kárason, í öðru sæti varð Ingvar Hreinsson og í þriðja sæti hafnaði Þorsteinn Jóhannsson. Meistaramót fór fram helgina Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-24 e. 2. hring í Texas
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs golflið Fresno State eru sem stendur að keppa á stóru háskólamóti í Texas, þar sem gestgjafinn er University of Denver í Colorado. Alls eru þátttakendur 99 frá 18 háskólum. Mótið stendur 9.-11. október 2015 og lýkur því í dag. Eftir 2. keppnisdag er Guðrún Brá T-24; hefir leikið á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (70 76). Fresno State er í T-11 í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá og Fresno State á lokahringnum í dag með því að SMELLA HÉR:
Nordic Golf League: Ólafur Björn lauk keppni T-44 í lokaúrtökumótinu
Ólafur Björn Loftsson, GKG lauk keppni á lokaúrtökumóti Nordic Golf League á Skjoldenæshom golfvellinuml T-44, þ.e. deildi 44. sætinu eftir að hafa hrapað niður skortöfluna um 29 sæti eftir fremur óvenjulegan hring fyrir hann upp á 75 högg. Ólafur Björn lék á samtals 217 höggum (71 71 75). Um þátttöku sína í lokaúrtökumóti NGL sagði Ólafur Björn eftirfarandi: „Búinn að tryggja mér fullan þátttökurétt á Nordic League á næsta ári með því að enda jafn í 44. sæti í lokaúrtökumótinu í Danmörku. Það er mikill léttir því ég hef verið í vandræðum með minn leik að undanförnu. Ég leysti vel úr stöðunni í vikunni, barðist eins og ljón og komst Lesa meira
Jordan Spieth kallar Reed „fyrrum kærustu sína“
Reed og Spieth spiluðu vel saman í Ryder Cup á síðasta ári og búist var við að þeir myndu spila aftur saman í Forsetabikarnum. Það gekk þó ekki eftir. Spieth var paraður með Dustin Johnson í fyrstu þremur leikjunum og gekk vel 2-1 var árangurinn. Reed á hinn bóginn var paraður með Rickie Fowler og Matt Kuchar og það var ekki að virka báðir leikir töpuðust. Þannig að fyrirliðinn Jay Haas decided ákvað að endurvekja töfrana og Reed og Spieth unnu verðmætt stig gegn Alþjóðaliðinu í tvímenningsleikjum sunnudagsins. Eftir hringinn djókaði Spieth með að hann hefði aftur komið saman með „fyrrum kærustu sinni“ Reed. Sjá má myndskeið með Spieth sem fylgdi grein USA Lesa meira
Forsetabikarinn: Bandaríska liðið sigraði 15 1/2 – 14 1/2
Forsetabikarnum lauk í nótt í Incheon í Suður-Kóreu, með sigri bandaríska liðsins 15 1/2 – 14 1/2. Keppnin var hnífjöfn og spennandi. Sjá má úrslitin í tvímenningsleikjunum með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Fitzpatrick og Aphibarnrat efstir f. lokahring British Masters
Það eru enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick og thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat sem eru efstir fyrir 4. og síðasta hring British Masters, sem leikinn verður í dag. Það eru ekki margir sem kannast við þessa tvo þannig að hér má sjá kynningu Golf 1 á Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR: og kynningu á Aphibarnrat með því að SMELLA HÉR: Aphibarnrat og Fitzpatrick eru báðir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi; Aphibarnrat (67 67 67) og Fitzpatrick (64 69 68). Hinn danski Sören Kjeldsen og Fabrizio Zanotti frá Paraguay deila 3. sætinu aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að fylgjast með lokahring British Lesa meira
Nordic Golf League: Axel með fullan keppnisrétt á mótaröðinni!!!
Axel Bóasson, GK náði þeim glæsilega árangri að hljóta fullan keppnisrétt á Nordic Golf League (NGL) mótaröðinni. Frábært hjá Axel því NGL eru ágætar æfingabúðir fyrir Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Axel varð T-20 þ.e. deildi 20. sætinu á lokaúrtökumótinu, en þeir sem voru jafnir í 25. sæti á lokaúrtökumótinu hlutu fullan þátttökurétt. Axle lék samtals á 3 undir pari, 213 höggum (71 74 68). Glæsilegt hjá Axel!!! Sigurvegari lokaúrtökumótsins varð Martin Amtkjær á samtals 12 undir pari (68 67 69). Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti fyrir NGL með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951. Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Galleri Ozone Selfossi (105 ára) Bruce Devlin, 10. október 1937 (78 ára); Craig Marseilles, 10. október 1957 (58 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (53 árs) ; Bryn Parry, 10. október 1971 (44 árs); Golfara Sumar (40 ára stórafmæli!!!); Johan Edfors, 10. október 1975 (40 ára); Haukur Dór, 10. október 1976 (39 ára)Mika Miyazato, 10. október 1989 (26 ára) – vann sinn fyrsta Lesa meira










