Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Jóhannsson – 13. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Kristján Ingibjörn Jóhannsson. Kristján er fæddur 13. október 1945 og er því 70 ára í dag. Komast má á facebooksíðu Kristjáns til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristján Jóhannsson · Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (71 árs); Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (70 ára stórafmæli!!!); Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (70 ára); Páll Pálsson, 13. október 1972 (43 ára); Gonzalo Fernández-Castaño, 13. október 1980 (35 ára); Cassandra Elaine Kirkland, 13. október 1984 (31 árs); Kristín Inga, f. 13. október 1986 (29 ára); Kristófer Orri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (20/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 11:00

Stríðni við vin sem er að taka fyrsta arnarpúttið sitt! – Myndskeið

Spennan er yfirleitt óbærileg þegar verið er að gera tilraun til að sökkva fyrsta arnarpúttinu. Í meðfylgjgandi myndskeiði stríðir einn spilafélaginn vini sínum sem einmitt er að taka fyrsta arnarpúttið sitt. Hvernig hann gerir það má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 09:00

Rory heimsótti írska rugbyliðið – hló að einum leikmanna á teig!

Rory McIlroy heimsótti írska landsliðið í rugby í gær, þar sem það var að slaka á, á einu golfæfingasvæðinu. Rory var að gefa liðinu góð ráð. Eftir að hafa verið á æfingasvæðinu um stund var farið á æfingateig og þar sló „einn fyrsti nemanda Rory“, Luke Fitzgerald, teighögg, sem vakti mikla kátínu viðstaddra. Boltinn fór nokkra sentímetra en kylfan flaug 25-30 yarda. Hér má sjá myndskeið af uppákomunni SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-58 e. fyrri dag Pinehurst Challenge

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í Elon taka þessa dagana þátt í Pinehurst Challenge háskólamótinu í Norður-Karólínu. Mótið fer fram á Pinehurst nr. 1 og stendur dagana 12.-13. október. Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 104 frá 19 háskólum. Eftir fyrri keppnisdag er Sunna T-58; búin að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (77 73). Til þess að sjá stöðuna á Pinehurst Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk keppni T-12, Guðmundur Ágúst T-52 og Gísli í 56. sæti í Tennessee

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Bank of Tennessee mótinu í bandaríska háskólagolfinu, en mótið fór fram 9.-11. október s.l. Þetta eru þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU og Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State. Í mótinu tóku þátt 84 keppendur frá 15 háskólum. Best af Íslendingunum í mótinu stóð sig Bjarki Pétursson, GB en hann varð T-12 með skor upp á 3 undir pari, 213 högg (73 71 69). Guðmundur Ágúst, GR varð T-52 á 7 yfir pari, 223 höggum (79 71 73) og Gísli Sveinbergs, GK  hafnaði í 56. sæti á 8 yfir pari, 224 höggu (73 77 74). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cristie Kerr ———– 12. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Cristie Kerr. Cristie er fædd 12. október 1977 og því 38 ára í dag. Hún er nr. 14 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir (58 ára);  Freydís Ágústa Halldórsdóttir (54 ára); Todd Gibson (47 ára); Dóróthea Jóhannesdóttir (21 árs); …. og … Reynir Línberg Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (19/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-30 í Texas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State luku í gær keppni á Ron Moore mótinu í Texas. Alls voru þátttakendur 99 frá 18 háskólum. Mótið stóð 9.-11. október 2015 og lauk í gær. Guðrún Brá lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum, (70 76 76) og varð T-30. Golflið Fresno State, The Bulldogs hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 25. október, í Las Vegas, Nevada.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði á British Masters

Það var ungi, enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem sigraði á British Masters. Þetta er fyrsti sigur hins 21 ára Fitzpatrick á Evrópumótaröðinni. Fitzpatrick lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (64  69 68 68). Sjá má kynningu Golf 1 á Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á British Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: