44 fyndnustu augnablik golfsins (25/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
Sögn dagsins: Það er ekki hægt að stytta sér leið…
Hellen Keller sagði það ….. Annika Sörenstam endurtók það. Það er einfaldlega ekki hægt að stytta sér leið að árangri í neinu sem maður tekur sér fyrir hendur …. að þeim stað þar sem maður vill virkilega vera á …. sem virkilega er þess virði að vera á. Í allri baráttunni að komast að staðnum, þarf maður sífellt að hafa markmiðið fyrir augum og gefast ekki upp. Ef t.a.m. á að ná árangri í golfi þarf að æfa og þá er eins gott að hafa eftirfarandi enskar skammstafanir í huga: FAIL þýðir First Attempt in Learning END þýðir ekki END heldur Effort Never Dies NO þýðir New Opportunity Svo eins Lesa meira
LPGA: Lexi sigraði á KEB Hana Bank Championship
Það var hin bandaríska Lexi Thompson sem sigraði á KEB Hana Bank Championship. Mótið fór fram í Incheon, Suður-Kóreu. Lexi lék á samtals 15 undir pari; einu höggi betur en þær Yani Tseng og Sung Hyun Park, sem báðar voru á samtals 14 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á KEB Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els – 17. október 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 46 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (57 ára) ….. og ….. Sigfús Ægir Árnason (61 árs); Stefán S Arnbjörnsson (56 ára) Golf Lesa meira
Bubba ættleiðir stelpuna Dakota
Bandaríski PGA Tour kylfingurinn Bubba Watson og eiginkona hans, Angie, hafa nú ættleitt annað barn sitt, litlu stelpuna, Dakotu. Þau hjónakornin ættleiddu fyrsta barn sitt 2012, þegar Bubba sigraði í fyrra sinn á Masters … soninn Caleb. Bubba sagði í viðtali í Golfweek í júní 2014 að hann og eiginkona hans væru við það að ættleiða annað barn sitt. Á jóladegi í fyrra tilkynnti Bubba að þau hefðu ættleitt annað barn sitt, dótturina Dakota. Bubba sagði hins vegar að ættleiðingin væri ekki formlega gengin í gegn, en nú 10 mánuðum síðar getur hann andað léttar því Dakota er lögformlega orðin dóttur þeirra Angie! Frábært því ekkert er eins mikil blessun Lesa meira
Evróputúrinn: Sullivan efstur f. lokahringinn
Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem er efstur á Portugal Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Leikið er venju samkvæmt í Oceânico Victoria GC í Vilamoura, í Portugal. Sullivan er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 195 höggum (64 64 67). Hann hefir 5 högga forskot á þann sem kemur næstur sem er Spánverjinn Eduardo de la Riva. Til þess að fylgjast með stöðunni á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:
GA: Alþjóðlegt unglingamót fer fram hjá GA næstu 3 árin
Golfklúbbur Akureyrar mun halda alþjóðlegt unglingagolfmót næstu þrjú árin en frá þessu er greint á heimasíðu GA. Mótið er samstarfsverkefni GA, Viðburðastofu Norðurlands og A.R. Events – og er mótið hluti af Global Junior Golf Tour mótaröðinni sem A.R. Events stendur á bak við. Global Junior Golf Tour mótaröðin er haldin á heimsvísu og er ætluð fyrir kylfinga á aldrinum 12–18 ára. Mótið verður haldið í tengslum við Icelandic Summer Games sem verður haldnir á Akureyri um Verslunarmannahelgina. Á þessari mótaröð fá kylfingar tækifæri til þess að keppa sín á milli í umgjörð sem er í takt við atvinnumannamót,“ segir m.a. á heimasíðu GA.
44 fyndnustu augnablik golfsins (24/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
LPGA: Ko og Park efsta á KEB Hana Bank Championship
Það eru þær Lydia Ko og Sung Hyun Park sem eru efstar og jafnar eftir 3. dag KEB Hana Bank Championship. Báðar eru búnar að spila á 13 undir pari, 203 höggum; Ko (69 65 69) og Park (62 74 67). Til þess að fylgjast með stöðunni lokadaginn á KEB Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR:
GEO styður hugmyndir Edwins um holufjölda
Umhverfissamtökin Golf Environment Organization, GEO, hafa lýst yfir stuðningi við hugmyndir íslenska golfvallahönnuðarins Edwins Roalds um að endurheimta þann ótakmarkaða sveigjanleika sem áður var við lýði gagnvart holufjölda á golfvöllum, en Edwin telur að slík breyting muni stórauka möguleika golfleiksins til að höfða betur til kylfinga, sjónarmiða um umhverfisvernd og verða öflugri þátttakandi í samfélaginu. Á vefsvæðinuwhy18holes.com, sem Edwin heldur úti, segir Jonathan Smith, framkvæmdastjóri GEO: „Why18holes-nálgunin er upplífgandi og kærkomin hugmynd sem hvetur til aukins sveigjanleika og aðlögunarhæfni við hönnun golfvalla. Hugmyndin um að landslag og aðrar auðlindir, sem í boði eru, skuli móta allar meiriháttar ákvarðanir sem teknar eru, meira að segja hversu margar holurnar verða, er kraftmikil Lesa meira










