Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2015 | 07:00

GA: Jón Gunnar og Sigurjón sigruðu á 1. haustmótinu

Laugardaginn s.l. fór fram fyrsta haustmót GA. Aðstæður voru fínar, 12 stiga hiti, sól en nokkur vindur sem gerði kylfingum erfitt fyrir. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:  1. sæti í höggleik. Jón Gunnar Traustason. 79 högg. 1. sæti í punktakeppni. Sigurjón Sigurðsson. 36 punktar 2. sæti í punktakeppni. Eiríkur Páll Aðalsteinsson. 35 punktar 3. sæti í punktakeppni. Anton Ingi Þorsteinsson. 34 punktar. Næstu holu á 18 braut. Skúli Ágústsson. 4,09 metrar. Einnig var keppt í því hver lagar flest boltaför á flötum á meðan að hring stendur. Tóku kylfingur vel til hendinni þar og löguðu fjölmörg boltaför. Það var Rúnar Tavsen sem lagaði flest eða rétt um 60 stykki. Áætla má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Svanhvít Anna og Árni Már – 19. október 2015

Það eru Svanhvít Anna Elínardóttir E og Atli Már Torfason  sem eru afmæliskylfingar dagsins. Svanhvít  er fædd 19. október 1965 og er því 50 ára í dag.  Komast má á facebooksíðu Svanhvítar Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Svanhvít Anna Elínardóttir E (50  ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Ari Már Torfason. Hann er fæddur 19. október 1955 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Árni Már Torfason (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Már Stefánsson, prófessor, 19. október 1938 (77 ára); Hjörtur Sigurðsson 19. október 1956 (59 ára); Dawn Coe-Jones, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (26/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 12:00

Sigurpoki Grillo

Emiliano Grillo sigraði á fyrsta móti PGA Tour, Frys.com Það voru eftirfarandi verkfæri sem hann notaði til að knýjaði fram sigurinn: Dræver: Callaway Big Bertha Alpha 815 (8.5°, Aldila RIP Alpha 60X skaft) 3-tré: Callaway Big Bertha Pro (14 degrees, Aldila Tour Blue 65TX skaft) 5-tré: Callaway Big Bertha Alpha 815 (18°, Aldila Rogue Black 80TX skaft) Járn: Callaway Apex MB (3-9, True Temper Project X Flighted 6.5 sköft) Fleygjárn: Callaway Apex MB (48°, True Temper Project X Flighted 6.5 skaft), Callaway Mack Daddy 2 (52° and 60°, True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft) Pútter: Odyssey Metal-X Milled #1 Bolti: Titleist Pro V1x

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 09:45

Hver er kylfingurinn: Emiliano Grillo?

Emiliano Grillo sigraði í gær á Frys.com mótinu eftir bráðabanann við Kevin Na. Þetta er fyrsti sigur Grillo á PGA mótaröðinni og í raun aðeins 8. mótið sem hann spilar í á mótaröðinni. En hver er kylfingurinn? Emiliano Grillo er frá Argentínu og fæddist 14. september 1992. Hann er því 23 ára. Ákvörðun hans að flytjast að heiman 14 ára frá heimabæ sínum til argentínsku höfuðborgarinnar Buenos Aires, þannig að hann gæti spilað golf hefir borið ávexti þegar hann hlaut 9. sætið á Q-school Evrópuraðarinnar. Hann sagði síðar í viðtali að val hans hefði verið „afgerandi þáttur í því að verða atvinnukylfingur.“ Besti hringur Grillo eru 65 högg á 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 07:00

Púttstroka Rory krufin – Myndskeið

Hér má sjá myndskeið þar sem pútt Rory McIlroy eru krufin. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 05:30

Rory rétt slapp við að fá golfbolta í sig – Myndskeið

Rory rétt slapp við það að fá golfbolta í sig frá sigurvegara mótsins Emiliano Grillo. Sjá má myndskeið frá atvikinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 01:30

PGA: Emiliano Grillo sigraði á Frys.com

Það var Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, sem stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com. Grillo lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum í 72 holu hefðbundnum leik, líkt og Kevin Na og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Þar sigraði Grillo í 2. skiptið sem 18. holan var spiluð – fékk fugl meðan Na va á parinu. Þrír deildu með sér .3 sætinu: Suður-Afríkumaðurinn Tyrone Van Aswegen og Bandaríkjamennirnir Jason Bohn og Justin Thomas – allir á 14 undir pari … aðeins 1 höggi frá því að komast í bráðabanann. Sjá má lokastöðuna á Frys.com með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hanna Fanney Proppé – 18. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Hanna Fanney Proppé.  Hún er fædd 18. október 1965 og á því stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hanna Fanney Proppé  (50 ára –  Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arsaell Steinmodsson, 18. október 1961 (54 ára);  Aðalsteinn Aðalsteinsson, 18. október 1964  (51 árs); Nick O´Hern, 18. október 1971 (44 ára); Stephen Douglas Allan, 18. október 1973 (42 ára); Riko Higashio (東尾 理子 Higashio Riko), 18. nóvember 1975 (40 ára stórafmæli!!!); Rafa Echenique, 18. október 1980 (35 ára); Arnór Þorri Sigurðsson, 18. október 1994 (21 árs); Amber Ratcliffe, ensk – spilar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2015 | 15:00

Evróputúrinn: Sullivan sigraði

Það var enski kylfingurinn Andy Sullivan sem sigraði á Portugal Masters í dag. Leikið var venju samkvæmt í Oceânico Victoria GC í Vilamoura, í Portúgal. Sullivan lék á samtals 23 undir pari, 261 höggum (64 64 67 66). Hann átti 9 högg á þann sem var í 2. sæti, landi hans Chris Wood – í 3. sæti varð síðan Eduardo de la Riva. Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins SMELLIÐ HÉR: