Evróputúrinn: Wei-Chih Lu og Andrea Pavan efstir snemma 1. dag á UBS Hong Kong Open
Nú stendur yfir 1. hringur UBS Hong Kong Open, en mótið er hluti og mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Tveir kylfingar deila sem stendur efsta sætinu þeir Wei-Chih Lu og Andrea Pavan. Báðir eru búnir að spila á 6 undir pari, 64 höggum. Aðeins 1. höggi á eftir, á 5 undir pari er CT Pan frá Tapei. Til þess að fylgjast með stöðunni á UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2015
Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012 og 2014 og spilar sem stendur í bandaríska háskólagolfinu með Faulkner háskóla. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (25 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. 25. október 1910 – Lesa meira
44 fyndnustu augnablik golfsins (28/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
GOG: Mynd dagsins – Ásbyrgisvöllur
Einn af ástsælustu áfangastöðum Íslendinga innanlands er Ásbyrgi norður í landi. Tjaldsvæðin í Ásbyrgi. Botnstjörn. Ægifagurt umhverfi. Kyrrð …. Ásbyrgi er eitt af undrum náttúrunnar, með björg sem rísa 100 m í hestaskeifulögun. Hamrarnir eru 3,5 km langir og yfir 1 km á breidd. Fyrir botni liggur Botnstjörn, lítil tjörn þar sem er mikil gróðursæld. Áberandi klettamyndun rís upp frá miðju Ásbyrgi, allt að 250 m breið, þekkt sem Eyjan. Á svæðinu er skóglendi sem samanstendur aðallega af birik, víði og reynitrjám. Nokkur þúsund nýlega gróðursett grenitré dafna einnig. Fýllinn verpir í bröttum klettunum, en margir aðrir fuglar kjósa að verpa í skóginum eða engjunum. Ásbyrgi myndaðist úr tveimur eða fleiri hamfarahlaupum, af Lesa meira
Poulter heldur Ryderdraumnum vakandi þökk sé Rich Beem
Ian Poulter getur þökk sé atvinnukylfingnum Rich Beem haldið í drauma um að spila í Ryder Cup fyrir lið Evrópu 2016. Þegar heimslistinn var birtur á sunnudagskvöldið s.l. hafði Poulter fallið úr topp-50 í fyrsta sinn frá árinu 2016. Þetta þýddi að Poulter var ekki lengur með undanþágu til að spila í WGC-HSBC Champions, sem fram fer eftir 2 vikur. Það að hann gat ekki spilað í því móti, því öðru af 4 í Race to Duabi Final Series, hefði leitt til þess að hann fullnægði ekki skilyrðunum um að spila í 13 mótum, sem Evrópumótaröðin gerir kröfu um, þ.e. lágmarksþátttaka í mótum, til þess að hann haldi korti sínu. Eina leiðin til Lesa meira
27 atriði sem þið vissuð ekki um atvinnumennina í golfi
Golf Digest hefir tekið saman lista þar sem fram koma ýmis atriði um atvinnukylfingana. Sumt ættu lesendur Golf 1 að kannast við, þar sem fjallað hefir verið um það hér á Golf 1. Annað ekki. Til að sjá atriðin 27 í máli og myndum SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2015
Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór fæddist 20. október 1967 og á því 48 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er kvæntur Helgu Loftsdóttur. Komast má á facebooksíðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristján Þór Kristjánsson (48 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (61 árs); David Lynn, 20. október 1973 (42 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (35 ára); Danielle Kang, 20. október 1992 (23 ára) (Sjá grein Golf 1 um Danielle Kang með Lesa meira
44 fyndnustu augnablik golfsins (27/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
Jordan Spieth tekur þátt í Singapore Open
Jordan Spieth, leikmaður ársins á PGA Tour tekur þátt í Singapore Open n.k. janúar þegar mótið fer fram að nýju eftir 3 ára hlé. Spieth sem sigrað hefir í 5 mótum á árinu, þá.m. Masters og Opna bandaríska sagði að „hann hlakkaði virkilega til.“ „Ég er mjög heppinn að vera að spila golf um allan heim og get ekki beðið eftir að fara að komast til Singpúr í fyrsta sinn,“ sagði Spieth. Spieth var í bandarísku sveitinni sem sigraði forsetabikarinn í Suður-Kóreu fyrr í mánuðnum. Japanski Sumitomo Mitsui Banking Corporation mun styrkja mótið m.a. með því að reiða fram vinningsupphæðina sem verður $1 milljón. Mótið fer fram í Sentosa golfklúbbnum 28-31.janúar 2016. Hætt var Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Lexi Thompson?
Alexis „Lexi” Thompson sigraði í gær á KEB Hana Bank Championship. Þar með eru sigrar hennar á LPGA orðnir 6. Árið 2011 nánar tiltekið 30. september 2011 fékk Lexi aldursundanþágu til þess að mega spila á LPGA. Lexi var þá aðeins 16 ára og sú yngsta þá sem unnið hafði á þeim tíma mót á LPGA þ.e. Navistar Classic, sem fram fór í Alabama. Þá var Lexi 16 ára, 7 mánaða og 8 daga gömul. Aldursmet Lexi var síðar slegið af Lydiu Ko í Canadian Open. Í dag er Lexi 20 ára. En hver er þessi glæsilegi 20 ára kylfingur Lexi Thompson? Lexi fæddist 10. febrúar 1995 í Coral Springs Lesa meira










