Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2015 | 08:30

PGA: Stegmaier er efstur þegar 2. hring er frestað vegna myrkurs á Shriners

Bandaríkjamaðurinn Brett Stegmaier er efstur eftir 2. dag á samtals 11 undir pari á Shriners mótinu. Hann á þó eftir að spila 3 holur og klárar þær nú í dag. Þrír deila 2. sætinu á 10 undir pari þeir: Tyler Aldridge, Chad Campell og Morgan Hoffman. Stóru nöfnin eru einnig á hreyfingu upp á við og má sjá pistil Amöndu Balleonis um þá með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Shriners e. 2. dag með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Bergsson – 23. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Bergsson, GKG.  Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 17 ára í dag. Hlynur er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015. Hann tók m.a. þátt í Duke of York mótinu nú í ár og landaði 25. sætinu, sem er góður árangur. Komast má á facebook síðu Hlyns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hlynur Bergsson 23. október 1998 (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harvey Morrison Penick, f. 23. október 1904 – d. 2. apríl 1995; Chi Chi Rodriguez, 23. október 1935 (80 ára); Sigrun G Henriksen; 23. október 1961 (54 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 15:00

GSÍ: Uppskeruhátíð verður haldin miðvikud. 28. október n.k.

Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands fer fram miðvikudaginn 28. október í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar verða stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar krýndir í karla – og kvennaflokki. Stigameistarar á unglingamótaröð Íslandsbanka og Áskorendamótaröðinni verða einnig heiðraðir. Einnig verða siigameistarar á LEK mótaröðinni krýndir. Á þriðja hundrað kylfingar tóku þátt á þeim sex mótum sem fram fóru á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári. Tæplega 200 kylfingar léku á Íslandsbankamótaröðinni á þeim sex mótum sem fram fóru sumarið 2015. Og til viðbótar tóku rúmlega 100 keppendur þátt á þeim sex mótum sem voru í boði á Áskorendamótaröðinni. GSÍ, Eimskip og Íslandsbanki vonast til þess að sjá sem flesta á uppskeruhátíðinni og eru allir velkomnir, kylfingar, keppendur, foreldrar og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (29/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 12:00

Kristján Þór T-6 á Evrópumóti golfklúbba!!!

Karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) er í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn af alls þremur á Evrópumóti golfklúbba sem fram fer á Kýpur. GM er í öðru sæti á -2 samtals í liðakeppninni eftir fyrsta hringinn en tvö bestu skorin hjá hverri sveit telur í liðakeppninni. Sveit GM er þannig skipuð: Björn Óskar Guðjónsson, Kristján Þór Einarsson og Theodór Emil Karlsson. Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri GM er með í för. Kristján Þór og Theodór Emil léku báðir á 70 höggum í gær eða -1 en Björn Óskar var á 73 höggum eða +2. Í dag, 2. keppnisdegi lék Kristján Þór á 71 höggi og er því á samtals 1 undir pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 08:00

LPGA: Ji í forystu – Ko skammt á eftir e. 2. dag í Taiwan

Það er suður-kóreanska stúlkan Eun-Hee Ji sem er í forystu á Fubon LPGA Taíwan Championship e. 2. dag. Eun-Hee Ji er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69). Í 2. sæti, fast á hæla Ji er hin unga ný-sjálenska Lydia Ko, aðeins 1 höggi á eftir. Xi Yu Lin og Charley Hull deila síðan 3. sætinu á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Fubon LPGA Taíwan Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 07:00

PGA: 4 deila forystunni á Shriners e. 1. dag þegar móti er frestað vegna myrkurs

Það eru 4 forystumenn á Shriners Hospitals For Children, móti vikunnar á PGA, þegar leik var frestað vegna myrkurs. Þetta er þeir David Hearn frá Kanada og Bandaríkjamennirnir Michael Thompson, Mark Hubbard og Tyler Aldridge. Allir hafa þeir kumpánar spilað 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti, sem stendur er 11 manna hópur kylfinga sem allir hafa spilað á 6 undir pari og eru því aðeins 1 höggi á eftir. Meðal þeirra eru Ryo Ishikawa og Henrik Norlander. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Shriners með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins, 22. október 2015 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og því 19 ára í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann hefir m.a. spilað á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristinn Reyr Sigurðsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Adam Gee, 22. október 1980 (35 ára); Peter Tomasulo, 22. október 1981 (34 ára); Þórður Ingi Jónsson, 22. október 1988 (27 ára) ….. og ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2015 | 12:00

Tiger trúir því að endurkoma hans verði sú stærsta til þessa

Tiger varð að gangast undir óáætlaða skurðaðgerð á baki í síðasta mánuði og sagði að bata plönin útheimtu mikinn tíma og erfiði. Hann sagði nýlega í viðtali: „Endurhæfingin byrjar fljótlega og verður erfið og tímafrek.“ „Síðast tók það mig langan tíma að ná mér aftur. Sumir leikmenn á túrnum hafa gengist undir það sama og það tók þá meira en 1 ár að ná sér.“ Eftir fyrri bakaðgerð Tiger var hann aðeins 3 mánuði að jafna sig, þ.e. í fyrra og vonandi að hann taki sér lengri tíma nú. Hann var nefnilega langt frá sínu venjulega góða formi þegar hann sneri aftur. „Á þessu ári reyndi ég að spila eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2015 | 10:00

LPGA: Eun-Hee Ji efst e. 1. dag á Fubon LPGA Taiwan Championship

Það er Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu, sem er efst eftir 1. keppnisdag á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fer í Taipei í Taíwan. Ji spilaði fyrsta hring á 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er kínverska stúlkan Xi Yu Lin aðeins 1 höggi á eftir. Fjórir betur þekktir kvenkylfingar deila síðan 3. sætinu en það eru W-7 módelið þýska og Solheim Cup stjarnan Sandra Gal, liðsfélagi hennar í Solheim Charley Hull og bandaríska stúlkan Morgan Pressel, sem tók þátt í Solheim f.h. Bandaríkjanna og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu.  Allar léku þær á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Fubon LPGA Taiwan Championship Lesa meira