Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2015 | 08:00

PGA: Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu

Það var Smylie Kaufman, sem bar sigurorð af keppinautum sínum á Shriners Hospitals for Children Open, sem fram fór á TPC Summerlin í Las Vegas, Nevada. Kaufman lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (67 72 68 61). Það var einkum glæsilokahringurinn upp á 61 högg sem gulltryggði sigurinn. Á hringnum fékk Smylie hvorki fleiri né færri en 8 fugla og 1 stórfínan örn. Sjá má lokastöðuna á Shriners Hospitals for Children Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brynjar Eldon —— 25. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Brynjar Eldon Geirsson. Brynjar er fæddur 25. október 1977 og er því 38 ára í dag. Komast má á facebook síðu Brynjar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Brynjar Eldon Geirsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974; Muffin Spencer-Devlin, f. 25. október 1953 (62 ára); Guan Tian-lang, (kínverskur kylfingur) 25. október 1998 (17 ára – yngstur til að spila á the Masters risamótinu (14 ára) og komast í gegnum niðurskurð) …… og ….. Oddný Rósa Halldórsdóttir, 25. október 1957 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (30/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 12:00

Er Tiger raunsær?

Tiger er meiddur og hann er að verða 40 ára n.k. desember. Hann hefir frestað þátttöku í öllum mótum þar til hann er búinn að ná sér eftir 2. bakuppskurðinn. Ýmsum golffréttariturum finnst Tiger fremur óraunsær að ætla sér að slá 18 risamótamet Jack Nicklaus, eins og hann sagði að væri enn meðal markmiða sinna. Hér má sjá eina ágætist grein Matt Cochran hjá progolfnow með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 10:00

Þórður Rafn með í 2 úrtökumótum til að komast á PGA mót

Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í 2 úrtökumótum, báðum 18 hola, til þess að komast inn á Sanderson Farms Championship og McGladreys Classic mótin, sem eru á bestu golfmótaröð heims, bandaríska PGA. Um þátttöku sína á úrtökumótunum má lesa eftirfarandi á heimasíðu Þórðar Rafns. „Tók skyndiákvörðun í morgun (ritað 22. október) og skráði mig í tvö úrtökumót til að komast á Sanderson Farms Championship og McGladrey Classic mótin á PGA mótaröðinni. Í báðum tilvikum er fyrst pre-qualifying og komast 25 efstu í monday qualifying. Ég er kominn í Sanderson Farms prequalifying en er á biðlista fyrir McGladrey Classic. Það var einnig mjög freistandi að skrá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 09:00

Sigurður Arnar sigraði á German Junior Golf Tour Championship í flokki 13 ára og yngri!!!

Það var Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni í strákaflokki 2015, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem stóð sig hreint með afbrigðum vel á þýsku unglingamóti, German Junior Golf Tour Championship. Hann sigraði í gær 24. október 2015 í sínum aldursflokki 13 ára og yngri.  Stórglæsilegt hjá Sigurði Arnar!!! Sigurður Arnar lék á samtals 28 yfir pari 316 höggum (80 76 81 79) Mótið fór fram á Vesturvelli Berliner Golfclub Stolper Heide, í Þýskalandi, en völlurinn er gríðarlangur og erfiður, 6336 metra af hvítum teigum. Sjá má lokastöðuna í flokki Sigurðar Arnars með því að SMELLA HÉR:  Sjá má frétt Stöðvar 2 þar um sigur Sigurðar Arnars með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 08:05

Evróputúrinn: Rose sigraði í Hong Kong

Það var enski kylfingurinn Justin Rose sem bar sigurorð á UBS Hong Kong Open, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram í Fanling, í Hong Kong, stóð dagana 22. -25. október og lauk því í dag. Sigurskor Rose var 17 undir pari, 263 högg (65 66 64 68). Í 2. sæti varð Daninn Lucas Bjerregaard aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 08:00

LPGA: Ko sigraði í Taíwan

Það var hin ný-sjálenska Lydia Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari á Fubon LPGA Taiwan Championship. Hún lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (69 67 67 65) og bætti sig með hverjum hring. Hún átti hvorki meira né minna en 9 högg á þær sem næstar komu en það voru Eun-Hee Ji og  So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Þær léku á 11 undir pari og áttu ekkert svar við glæsileik Ko. Í 4. og 5. sæti urðu síðan Solheim Cup tvenndin fræga 2015; Charley Hull á samtals 10 undir pari og norska frænka okkar Suzann Pettersen á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Fubon Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker Finch – 24. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 54 ára í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady. Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2015 | 08:37

LPGA: Ko efst f. lokahringinn í Taiwan

Lydia Ko er komin með 4 högga forystu á hina suður-kóreönsku Eun-Hee Ji, sem búin er að leiða allt mótið fyrir lokahring Fubon LPGA Taiwan Championship. Samtals er Ko búin að spila á 13 undir pari (69 67 67). Eun-Hee Ji er í 2. sæti sem segir á samtals 9 undir pari (66 69 72) Í 3. sæti sem stendur er Charley Hull á 8 undir pari (68 69 71). Sjá má stöðuna á með því að SMELLA HÉR: