Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Fylgist með Turkish Airlines Open hér!

Turkish Airlines Open er mót vikunnar á Evróputúrnum. Nú snemma dags eru 3 kylfingar efstir og jafnir en eiga mismikið eftir af hringjum sínum. Þetta eru þeir: Rafa Cabrera Bello, Robert Rock og Chris Wood. Margir eiga eftir að hefja hringi sína eða ljúka þeim þannig að staðan getur öll breyst enn. Til þess að fylgjast með Turkish Airlines Open á skortöflu  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þór Ágústsson – 28. október 2015

Það er Ólafur Þór Ágústsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ólafur Þór er fæddur 28. október 1975 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ólafi Þór til hamingju með daginn hér að neðan: Ólafur Þór– Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudmundina Ragnarsdottir, GO 28. október 1959 (56 ára); Atli Ingvars, 28. október 1963 (52 ára); Klaus Richter, 28. október 1966;  Guðmundur Steingrímsson, 28. október 1972 (43 ára); Maren Rós 28. október 1981 (34 ára) Na Yeon Choi, 28. október 1987 (28 ára); Pétur Freyr Pétursson GR, 28. október 1990 (25 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 18:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (31/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 4. sæti; Bjarki T-42 og Gísli T-80 í Georgia

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU náði þeim glæsilega árangri að landa 4. sætinu í US Collegiate Championship, sem fram fór dagana 16.-18. október s.l. í The Golf Club of Georgia í Alpharetta, Georgia. Leiknir voru 2 hringir og var skor Guðmundar Ágústs 5 undir pari, (71 68). Í mótinu léku líka Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, sem báðir léku fyrir Kent State háskólaliðið í Ohio. Bjarki varð T-42, á 4 yfir pari (71 77) en Gísli T-80 á óvenjulegum 10 yfir pari (81 73), en hann byrjaði illa eins og sjá má. Til þess að sjá lokastöðuna á US Collegiate Championship SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Guðmundar Ágústs Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-45 á sterku háskólamóti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Las Vegas Collegiate Showdown, sem fram fór 25.-27. október og lauk því í gær. Spilaðir voru venju skv. 3 hringir og var samtals skor Guðrúnar Brá, 2 undir pari, 214 högg (74 71 69) og spilaði hún eins og sjá má sífellt betra. Guðrún Brá varð T-45 í einstaklingskeppninni af 105 keppendum, en golflið Fresno State í 14. sæti af 19 háskólaliðum sem þátt tóku í mótinu Mótið fór fram í Boulder City, Nevada.  Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er ekki fyrr en á næsta ári en það er Peg Barnard mótið sem fram fer 13. febrúar og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 12:00

Viðtalið: Hörður Davíðsson – „Golfvöllurinn í Efri-Vík fer undir álfastíga og öskubirgi“

Frá árinu 1991 eða í 23 ár var starfræktur golfvöllur að Efri-Vík í Landbroti, sem er um 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Það voru ábúendur Efri-Víkur, sem jafnframt eru eigendur Hótel Laka,  Hörður Davíðsson og eiginkona hans Salóme Ragnarsdóttir og dóttir þeirra hjóna og fjölskylda hennar, Eva Björk Harðardóttir,  sem ráku völlinn í tengslum við golfklúbbinn Laka, GLK. Í Efri-Vík er auk Hótel Laka boðið upp á gistingu í sumarhúsum, alhliða veitingarekstur og veiðileyfi, auk annars spennandi tengdu ferðaþjónustu. Efri-Víkurvöllur var hannaður af Hannesi Þorsteinssyni og var 9 holu, par 35/35 (par-70). Á gulum teigum var völlurinn 2399 m 66,2/106 en 1930 m 65,6/102 á rauðum. Vegna veðursældar í Skaftárhreppi var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Koepka yfirgefur túrinn – Ben Evans kemst inn í hans stað

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefir ákveðið að spila ekki á Evrópumótaröðinni næsta keppnistímabil. Það veldur því að hann strokast út af peningalista mótaraðarinnar.  Koepka var valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 2014 m.a. vegna þess að hann sigraði á Turkish Airlines Open, en hann mun heldur ekki reyna að verja titilinn en TAO er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Þessi ákvörðun Koepka vakti a.m.k. mikla gleði hjá enska kylfingnum Ben Evans. Hann var nefnilega nr. 111 á peningalistanum en færist upp um eitt sæti við það að Koepka yfirgefur túrinn. Hinn 28 ára kylfingur frá Maidstone (Evans) skrifaði á Twitter: „Well @EuropeanTour it’s been a 24hr rollercoaster. Overwhelmed and so happy to be told Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Anna Jódís – 27. október 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigubergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og nýráðinn íþróttastjóri Keilis og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (67 ára); Patty Sheehan, 27. október 1956 (59 ára); Sóley Gyða Jörundsdóttir (55 ára)Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (50 ára merkisafmæli!!!); Sesselja Engilráð Barðdal (45 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2015 | 12:00

Áhugaverðar breytingar á golfreglum taka gildi næstu áramót

R&A í Skotlandi og Golfsamband Bandaríkjanna kynntu í dag þær breytingar sem verða á golfreglunum um næstu áramót. Eftirfarandi breytingar eru sérstaklega áhugaverðar fyrir kylfinga og dómara: 1. Ný undantekning við reglu 6-6d mun fækka frávísunum. Frá næstu áramótum varðar það ekki lengur frávísun þótt leikmaður skili of lágu skori, ef ástæðan er sú að hann sleppti vítahöggum sem hann vissi ekki, þegar hann skilaði skorkortinu, að hann hafði bakað sér. Í staðinn er vítahöggunum bætt á skorkortið og leikmaðurinn fær tvö aukahögg í víti fyrir hverja holu sem var með of lágu skori. 2. Óleyfilegt verður að festa kylfuna við líkamann þegar högg er slegið. Þessi breyting snýr fyrst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Anton Ingi Þorsteinsson og Elísabet Sigurbjarnadóttir – 26. október 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Anton Ingi Þorsteinsson og Elísabet Sigurbjarnardóttir.  Elísabet er fædd 26. október 1965 og er því 50 ára í dag. Anotn Ingi er fæddur 26. október 1975 og á 40 ára stórafmæli. Elísabet Sigurbjarnardóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið) Anton Ingi Þorsteinsson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helga Jóhannsdóttir , g. 26. október 1963 (52 árs); Mark Bucek, f. 26. október 1961 (54 ára); David Miley f. 26. október 1966 (49 ára) Melodie Bourdy, 26. október 1986 (29 ára); Davíð Skarphéðinsson GK, 26. október 1987 (28 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira