Evróputúrinn: Jaco Van Zyl efstur í hálfleik á Turkish Airlines Open
Það er Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku sem er efstur á Turkish Airlines Open eftir 2 leikna hringi. Jaco Van Zyl er búinn að spila á samtals 14 undir pari. Eftir glæsiopnunarhring upp á 61 högg fylgdi hann þessu eftir með skor upp á 69 högg. Jafnir í 2. sæti eru Englendingarnir Richard Bland og Chris Wood, 2 höggum á eftir Van Zyl. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:
Sigurður Arnar stigameistari í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni!!!
Það var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem hreppi stigameistaratitilinn í strákaflokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og var heiðraður fyrir á Uppskeruhátíð GSÍ 28. október 2015. Efstu menn á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 í strákaflokki voru eftirfarandi: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 8657.50 stig. 2. Kristófer Karl Karlsson, GM, 7412.50 stig. 3. Andri Már Guðmundsson, GM, 6290.00 stig. Óhætt er að segja að Sigurður Arnar ætti að vera öllum golfáhugamönnum á Íslandi a.m.k. kunnur. Og hann er á þessu ári, líkt og á undanförnum árum búinn að gera marga góða hluti á Íslandsbankamótaröðinni. Hann er til að byrja með bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki. Lesa meira
Henning Darri stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni
Það var Henning Darri Þórðarson, GK, sem varð stigameistari í flokki 17-18 ára pilta á Íslandsbankamótaröðinni og var heiðraður fyrir þann árangur á Uppskeruhátíð GSÍ, sem fram fór 28. október s.l. Hann sigraði alls 3 sinnum á Íslandsbankamótaröðinni í ár, en vann engan Íslandsmeistaratitil að þessu sinni. Hlynur Bergsson, GKG er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015 og Tumi Hrafn Kúld, GA er Íslandsmeistari pilta í holukeppni 2015. Efstu menn á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki voru eftirfarandi: 1. Henning Darri Þórðarson, GK 7588.75 stig. 2. Hlynur Bergsson, GKG 7185.00 stig. 3. Björn Óskar Guðjónsson, GM 6260.00 stig. Á fyrsta mótinu sem fram fór upp á Skaga á Garðavelli þeirra Leynismanna sigraði Lesa meira
Gerður Hrönn stigameistari í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni!
Það var Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, sem stóð uppi sem stigameistari í telpnaflokki 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Það er nokkuð athyglivert því hún er hvorki Íslandsmeistari í höggleik né holukeppni telpna. Hún tók hins vegar þátt í öllum 6 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar; sigraði í 2 mótum í sínum flokki, varð 3 sinnum í 2. sæti og lakasti árangurinn var 3. sætið á síðasta mótinu. Baráttan var hörð í telpnaflokki í sumar. Ólöf María Einarsdóttir frá Dalvík varð Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki og sigraði alls í 3 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Hún varð í 2. sæti einu sinni og 3. sæti einu sinni og tók ekki þátt í 3. mótinu í Grindavík. Lesa meira
Haraldur Franklín hlaut Júlíusarbikarinn
Á Uppskeruhátíð GSÍ, sem haldin var 28. október 2015 var það Haraldur Franklín Magnús, sem hlaut Júlíusarbikarinn. Júlíusarbikarinn er veittur þeim kylfingi sem er með lægsta meðalskorið á Eimskipsmótaröðinni og í ár var það Haraldur Franklín Magnús, GR, með 70,3 högg. Ingi Rúnar Gíslason íþróttastjóri GR tók við Júlíusarbikarnum fyrir hönd Haraldar Franklín og Björgvin Sigurbergsson afhenti bikarinn fyrir hönd GK, sem gaf bikarinn á sínum tíma, en bikarinn hefir verið veittur árlega frá árinu 1990 og er þetta því í 25. sinn sem Júlíusarbikarinn er veittur. Bikarinn er gefinn í minningu Júlíusar Ragnars Júlíussonar (f. 17.12.1932 – d. 25.9.1981). Júlíus Ragnar var afbragðs kylfingur og Keilismaður, sem lést langt um Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2015
James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 92 ára í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein Lesa meira
Ingvar Andri bæði efnilegasti karlkylfingurinn og stigameistari í drengjaflokki!!!
Ingvar Andri Magnússon, GR, sópaði til sín bikurum á Uppskeruhátíð GSÍ í gær, en hann var bæði valinn efnilegasti kylfingurinn í karlaflokki og varð auk þess stigameistari í flokki drengja 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Ingvar Andri sigraði í 4 mótum í sínum flokki á keppnistímabilinu, sem er stórglæsilegt!!! Efstu 3 í drengjaflokki á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar urðu: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR, 8262.50 stig. 2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 7972.50 stig. 3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM, 6205.00 stig. Ingvar Andri er búinn að standa sig gríðarlega vel á Íslandsbankamótaröðinni í sumar – hann sigraði strax á 1. mótinu upp á Skaga á Garðavelli og Ragnar Már Ríkharðsson varð í 2. sæti! Lesa meira
GSÍ: Spáin gekk ekki eftir!
Nú í vor bryddaði Golfsamband Íslands upp á skemmtilegri nýjung þar sem menn áttu að geta upp á hverjir stæðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni nú í haust. Athyglivert er að spámenn reyndust ekki sannspáir og spáin um stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar 2015 gekk ekki eftir. Þeim Sunnu Víðisdóttur, GR og Gísla Sveinbergssyni, GK, var spáð stigameistaratitlunum í vor, en þá hlutu sem allir vita Axel Bóasson og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr GK. Axel lenti í 5. sæti þeirra sem spáð var stigameistarartitlinum en Tinna var ekki einu sinni meðal efstu 5. Athyglisvert! 🙂 Sjá má grein Golf 1 frá 20. maí 2015 þar sem fjallað er um spánna SMELLIÐ HÉR:
Þrjár flottar nýjar golfstelpur! – Jóhanna Lea stigameistari stelpna á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015!!!
Þrjár flottar, nýjar golfstelpur, sem við getum öll verið stolt af, komu fram á uppskeruhátíð GSÍ í gær – Þær Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR sem er stigameistari stelpna á Áskorendamótaröðinni 2015; Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, sem varð í 2. sæti og Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR, sem varð í 3. sæti. Hér má sjá stigin sem þær hlutu á Áskorendamótaröðinni 2015: 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, 7571.25 stig. 2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, 6525.00 stig. 3. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR, 5658.75 stig. Jóhanna Lea byrjaði vel á 1. móti Áskorendamótaraðarinnar varð í 2. sæti á 1. móti sumarsins á Kálfatjarnarvelli. Á 2. mótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi varð hún T-3 og Lesa meira
Axel og Tinna stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2015
Í gær 28. október 2015 fór fram uppskeruhátið GSÍ og var keppnistímabilið 2015 gert upp. Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2015 koma bæði úr Golfklúbbnum Keili, Axel Bóasson og Tinna Jóhannsdóttir. Axel Bóasson er m.a. núverandi Íslandsmeistari í holukeppni, en Íslandsmótið í holukeppni fór að þessu sinn fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Jafnframt varð Axel í 2. sæti á sjálfu Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fór nú í ár á Garðavelli á Akranesi, en hann hefir áður orðið Íslandsmeistari í höggleik árið 2011, en þá fór mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Jafnframt er Axel nú nýlega búinn að ávinna sér rétt til að spila á Nordic League mótaröðinni næsta keppnistímabil, sem er Lesa meira










