Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Krisztina Batta —– 31. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Krisztina Batta.  Krisztina Batta er tvöfaldur ungverskur meistari áhugamanna í golfi, fædd 31. október 1968 og er hún því 47 ára í dag. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Krisztinu með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Krisztinu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Krisztina Batta (47 ára – Boldog születésnapot!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rives McBee, 31. október 1938 (77 ára); Toru Nakamura (中村 通Nakamura Tōru 31. október 1950) (65 ára); Mardan Mamat, 31. október 1967 frá Singapore (48 ára); Mark Wilson, 31. október 1974 (41 árs); Jim Renner, 31. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 18:00

Golfgrín á laugardegi

Golfgrín á laugardegi hefur nú aftur göngu sína í vetur. Og við byrjum á eftirfarandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 16:00

Evróputúrinn: Dubuisson búinn að jafna við Van Zyl á 3. degi TAO – Myndskeið

Franska kylfingnum Victor Dubuisson tókst í dag að jafna við Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku á Turkish Airlines Open (skammst. TAO). Báðir eru þeir búnir að spila á 16 undir pari, 200 höggum; Dubuisson (69 64 67) og Van Zyl (61 69 70) og eru því í efsta sæti á TAO. Og það eru ekki minni menn en Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi og sjálfur Rory McIlroy sem eru á hælunum á toppmönnunum en þeir eru báðir búnir að spila á 15 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir Van Zyl og Dubuisson. Til þess að sjá hápunkta frá Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 14:00

PGA: Steele og Thomas efstir á CIMB Classic e. 3. dag

Það eru þeir Brendan Steele og Justin Thomas sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA Tour í hálfleik, þ.e. CIMB Classic. Þeir Steele og Thomas eru báðir búnir að spila á samtals 20 undir pari, 196 höggum; Steele (67 63 66) og Thomas (68 61 67). Einn í 3. sæti er bandaríski kylfingurinn, sem þekktur er fyrir öll vöggin sín, Kevin Na, aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á CIMB Classic fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR.   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 13:00

PGA: Yips að hrjá Els á CIMB Classic

Stórkylfingurinn og risamótsmeistarinn Ernie Els hrjáist af YIPS, sem er titringur í höndum sem veldur því að jafnvel stystu pútt fara forgörðum. Svo var einmitt í gær á móti vikunnar á PGA, CIMB Classic. Þar missti Ernie gimmie pútt, þ.e. pútt sem hefðu undir venjulegum kringumstæðum verið gefin hefðu vinir verið að spila og ekki um keppni að ræða. Aumingja Els, ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá honum og slæmt að þjást af YIPS. Sjá má myndskeið af óförum Ernie Els á púttflötinni á CIMB Classic í gær og í fyrri mótum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 12:00

Saga stigameistari stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og efnilegasti kvenkylfingur Íslands!

Saga Traustadóttir, GR, varð stigameistari stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni og var heiðruð á Uppskeruhátíð GSÍ sem fram fór í s.l. viku, nánar tiltekið 28. október sl.  Saga sigraði tvívegis í stúlknaflokki en varð hvorki Íslandsmeistari í höggleik né holukeppni stúlkna. Það voru klúbbfélagar hennar Ragnhildur Kristinsdóttir (Íslandsmeistari í höggleik) og Eva Karen Björnsdóttir (Íslandsmeistari í holukeppni) sem náðu þeim titlum. Jafnframt varð Saga tvívegis í 2. sæti. Á uppskeruhátíðinni var Saga jafnframt kosin efnilegasti kvenkylfingur Íslands. Efstu kylfingar í stúlknaflokki 17-18 ára á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi: 1. Saga Traustadóttir, GR, 8100.00 stig. 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR, 6787.50 stig. 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, 6300.00 stig. Saga er búin að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk leik T-14 og Haraldur Franklín T-31 á The Grove Intercollegiate

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku báðir þátt í The Grove Intercollegiate með liði sínu The Ragin Cajuns, sem er golflið Louisiana Lafayette háskólans. Keppendur voru 66 frá 12 háskólaliðum. Mótið fór fram The Grove Club 25.-27. október s.l. og varð að fella niður 3. og síðasta hringinn vegna veðurs. The Grove í Tennessee er glæsilegur golfvöllur hannaður af Greg Norman – Sjá um völlinn með því að SMELLA HÉR:  Ragnar Már lauk keppni T-14 (77 72) en Haraldur Franklín T-31 (78 74). The Ragin Cajuns urðu í 7. sæti af 12. Til þess að sjá lokastöðuna í The Grove Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Ragnars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mayumi Hirase —- 30. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Mayumi Hirase frá Japan (jap: 平瀬真由美). Hún fæddist í dag fyrir 46 árum, þ.e. 30. október 1969, í Kumamoto, í Japan. Mayumi er atvinnumaður í golfi, sem m.a. hefir sigrað 18 sinnum á japanska LPGA. Sigra sína í Japan vann hún á árunum 1989-2000. Mayumi hefir jafnframt sigrað 1 sinni á bandaríska LPGA; það var 1996 á Toray Japan Queens Cup. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sesselja Björnsdóttir (58 ára); Guðjón Smári Guðmundsson (54 ára); Anton Þór, 30. október 1976 (39 ára); … og …  Samskipti Ehf Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 17:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (32/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 16:30

GM: Hlíðavöllur opinn inn á sumarflatir um helgina!!!

Hlíðavöllur í Mosfellsbæ verður opinn inn á sumarflatir nú um helgina. Vallarstarfsmenn GM hafa opnað Hlíðavöll inn á sumarflatir fram á sunnudag. Á morgun fer fram Vetrarmót nr. 4 þetta haustið og er frábær skráning í mótið en enn er hægt að skrá sig á golf.is. Nú er um að gera að nýta tækifærið og skella sér í golf um helgina!