Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 07:00

PGA: Justin Thomas sigraði á CIMB Classic – Myndskeið

Það var bandaríski kylfingurinn Justin Thomas, sem sigraði á móti sl. viku á PGA Tour, CIMB Classic, í Kuala Lumpur í Malasíu. Hann er sá yngsti til þess að sigra á móti PGA, í sögu mótaraðarinnar, aðeins 22 ára. Lokaskor Thomas var samtals 26 undir pari, 262 högg (68 61 67 66) – Allt glæsihringir undir 70!!! Í 2. sæti varð fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott aðeins 1 höggi á eftir Thomas og í 3. sæti urðu Kevin Na og Brendan Steele á samtals 24 undir pari, hvor. Sjá má viðtal við Justin Thomas eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á CIMB Classic með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karitas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2015

Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (74 ára) ….. og …… Anna Katrín Sverrisdóttir (23 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2015 | 12:00

Hvað var í sigurpoka Justin Thomas?

Justin Thomas sigraði nú um helgina á CIMB Classic mótinu. Eftirfarandi var í sigurpoka hans: Grip: Golf Pride Tour Velvet BCT Cord Dræver: Titleist Prototype 915 D4, 7.75° 3-tré: Titleist 915 Fd, 13° Blendingur: Titleist 915 Hd STEEL skaft 20.5, eða Blendingur: 712U utility 2 járn Járn (4-9): Titleist MB Forged Fleygjárn (48°, 52°, 56° og  60°): Titleist SM5 Pútter: Scotty Cameron Newport 2 GSS

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2015 | 10:00

Golfmynd dagsins: DJ dressaði sig upp sem drakúla á hrekkjarvöku

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson og kona hans Paulina Gretzky kunna að skemmta sér. Og bæði dressuðu sig upp á Halloween eða hrekkjarvöku, sem var nú um helgina. DJ var drakúla greifi og Paulina  var vampíra. Bræður hennar voru á lífinu með þeim og var annar þeirra eins og Batman; hinn eins og Fireman. Happy Halloween! …. svona eftir á.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player 80 ára – 1. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 80 ára stórafmæli í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972.   Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins. Gary Player var tekinn í frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1974. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 15:00

Yngvi Marinó stigameistari í piltaflokki á Áskorendamótaröðinni

Áskorendamótaröð Íslandsbanka er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en stigið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröð unglinga: Í piltaflokki á Áskorendamótaröðinni varð stigameistari Yngvi Marínó Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss Efstu menn á stigalista Áskorendamótaraðarinnar í piltaflokki voru eftirfarndi: Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS 5137.50 stig. 2. Brynjar Örn Grétarsson, GO 2287.50 stig. 3. Aðalsteinn Leifsson, GA 1500.00 stig. Á 1. mótinu, sem fram fór á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysunni sigraði Brynjar Örn Grétarsson, GO á 21 yfir pari, 93 höggum í flokki pilta.  Í 2. mótinu var sigurvegari Aðalsteinn Leifsson úr Golfklúbbi Akureyrar, en það mót fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi. Brynjar Örn varð í 6. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (33/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 12:00

Fyrrum kaddý Tiger segir hann hafa komið fram við sig eins og þræl

Steve Williams fyrrum kaddý Tiger Woods, segir hann hafa komið fram við sig eins og þræl í nýútkominni sjálfsævisögu. Ævisaga Williams á eflaust eftir að ýfa þegar úfnar fjaðrir Tiger þegar litið er til samskipta þeirra. Sjá má grein þar um með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 12:00

Andrea stigameistari í stelpuflokki á Íslandsbankmótaröðinni – Kinga í 2. sæti – Hulda Clara í 3. sæti!

Það var Andrea Ýr Ásmundsdóttir, úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð stigameistari í stelpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og var heiðruð fyrir það á Uppskeruhátíð GSÍ nú í vikunni. Í 2. sæti varð Kinga Korpak úr GS og í 3. sæti Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG.  Hulda Clara var sú eina sem mætti og tók við viðurkenningu sinni. Hér má sjá efstu 3 á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í golfi 2015 í stelpuflokki: 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 8225.00 stig. 2. Kinga Korpak, GS, 7650.00 stig. 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, 7087.50 stig. Andrea Ýr varð Íslandsmeistari bæði í höggleik og holukeppni 2015. Á fyrsta mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 10:00

Mósaíkmynd af Spieth úr golfboltum

Þetta er búið að vera ágætis golfár hjá Jordan Spieth. Hann sigraði í sínu fyrsta risamóti í apríl á sjálfu Master; strax í júní bætti hann við öðrum risamótssigri á Opna bandaríska. Svo vann hann FedEx Cup og $10 milljóna bónuspottinn sem honum fylgir. Hann er síðan kylfingur ársins á PGA Tour …. og kemur engum á óvart. Svo vann hann sér inn $22 milljónir á einu keppnistímabili á PGA Tour sem er met. Jafnmargar millur og aldur hans en Spieth er aðeins 22 ára. Þetta allt saman er heldur ekki slæmt fyrir styrktaraðila hans, sem ákváðu að heiðra hann a.m.k. einn þeirra AT&T. Og þar sem Spieth er í Lesa meira