Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2015 | 17:00

PGA: Kisner heldur enn forystu í Kína

Bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner er enn í foyrstu eftir 3. keppnisdag á HSBC Champions heimsmótinu. Forysta Kisner er að minnka en hann á aðeins 1 högg á næstu menn. Það eru þeir Russell Knox, Dustin Johnson og heimamaðurinn Hao Tong Li. Auk þess átti Jordan Spieth glæsihring upp á 9-undir pari, 63  högg og er aðeins 3 höggum á eftir forystumanninum nú. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Gunnlaugsson – 7. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð Gunnlaugsson. Davíð er fæddur 7. nóvember 1988 og á því 27  ára afmæli í dag. Davíð er laganemi, golfleiðbeinandi og klúbbmeistari Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, 2014. Hann er með Heiðu Guðnadóttur, klúbbmeistara kvenna í GKJ 2012. Sjá má viðtal Golf 1 við Davíð með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Davíð Gunnlaugsson (27 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Hallgrímur Friðfinnsson, 7. nóvember 1943 (72 ára); Kristín Höskuldsdóttir, 7. nóvember 1960 (55 ára); Sigurður Ragnar Kristjánsson, 7. nóvember 1973 (42 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2015 | 15:00

LPGA: Jenny Shin leiðir í hálfleik á Toto Japan Classic

Það er Jenny Shin frá sem leiðir eftir 2. hring á Toto Japan Classic. Reyndar eru 3 frá Suður-Kóreu sem eru í efstu sætum, því í 2. sæti er Ha Neul Kim og í 3. sæti Sun-Ju Ahn. Shin er búin að spila á samtals 13 undir pari (66 65) Kim er 1 höggi á eftir og 3 deila 3. sætinu á samtals 11 undir pari,Ahn, Angela Sanford frá Bandaríkjunum og Pornanong Phattlum frá Thaílandi. Sjá má stöðuna á Toto Japan Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (36/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 20:32

Rory rétt missti af ás í Kína – Myndskeið

Rory McIlroy rétt missti af ás í nótt á 2. hring HSBC Champions heimsmótsins, sem fram fer í Shanghaí í Kína. Atvikið átti sér stað á par-3 12. holunni. Á 1. hring missti DJ rétt svo af ás og má sjá það atvik með því að SMELLA HÉR:  Rory hins vegar var á sléttum 70 á 2. hring, með 4 fugla og 4 skolla, sem er vel af sér vikið miðað við að hann er að jafna sig eftir matareitrun. Sjá má myndskeið af „næstum því ás“ Rory með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 20:10

Golfvellir á Spáni: Myndasería frá Las Colinas vellinum sem Birgir Leifur keppir á

Golf 1 var á Las Colinas fyrir u.þ.b. 5 árum þegar staðurinn og hinn þá glænýi golfvöllur opnaði. Þetta er sami völlur og úrtökumótið sem Birgir Leifur tekur þátt í fer fram á. Það er varla hægt að hugsa sér betri völl og gaman að Birgir Leifur skuli eftir daginn í dag vera efstur þar! Það var hrein unun að spila völlinn, sem jafnframt er frekar krefjandi. Sjá má myndaseríu frá Las Colinas með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Kisner í forystu í hálfleik í Kína – Myndskeið

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner sem leiðir í hálfleik á heimsmótinu HSBC Champions í Shanghaí í Kína. Kisner er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (64 66) Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Kisner með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti 2 höggum á eftir Kisner er Skotinn Russell Knox og í 3. sæti en 2 höggum á eftir er Branden Grace frá Suður-Afríku. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á HSBC Champions í Shanghaí SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Aron Sigurðsson – 6. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Aron Sigurðsson. Pétur Aron er fæddur 6. nóvember 1994 og á því 21 árs afmæli í dag!!! Pétur Aron er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Pétur Aron Sigurðsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (80 ára); Halldór Bragason, f. 6. nóvember 1956 (59 ára); Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (37 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (29 ára); Juliana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 15:00

Birgir Leifur T-2 e. 1. dag á Las Colinas – Á glæsilegum 66!!!

Birgir Leifur Hafþórsson GKG náði þeim glæsilega árangri að vera í jafn í 2. sæti eftir 1. hring úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Úrtökumótið fer fram á Las Colinas Golf & CC í Alicante, draumavelli allra kylfinga. Birgir Leifur spilaði 1. hringinn á glæsilegum 5 undir pari 66 höggum, fékk 1 örn, 4 fugla og 1 skolla. Þrír aðrir kylfingar deila 2. sætinu með Birgi Leif, en í efsta sæti er Philipp Mejow frá Þýskalandi, en hann lék á 7 undir pari, 64 höggum. Glæsileg frammistaða hjá Birgi Leif og nú er bara að vona að framhald verði á næstu 3 daga!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Las Colinas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 10:00

Birgir Leifur mættur í 17. sinn í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum samtímis á 2. stiginu á Spáni og leikur Birgir á Las Colinas vellinum í Alicante. Birgir þurfti ekki að fara í gegnum 1. stig úrtökumótsins vegna stöðu sinnar á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu. Fylgjast má með Birgi Leif með því að SMELLA HÉR:  Birgir, sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur leik kl. 8.50 að íslenskum tíma en alls eru 72 kylfingar sem keppa á Las Colinas vellinum. Ekki er búið að gefa það út nákvæmlega hve margir kylfingar komast áfram af hverjum velli fyrir sig á 2. stigi úrtökumótsins en Lesa meira