Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 07:45

LPGA: O´Toole og Stanford efstar e. 1. dag í Japan

Toto Japan Classic er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Eftir 1. dag leiða bandarísku kylfingarnir Ryann O´Toole og Angela Stanford, en báðar spiluðu 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Hin 37 ára Stanford var með 8 fugla og 1 skolla á Kintetsu Kashikojima, en mótið er jafnframt hluti á japanska LPGA.  Stanford hefir sigrað 5 sinnum á LPGA og var í lykilhlutverki í síðasta Solheim Cup fyrir lið Bandaríkjanna er hún bar sigurorð af Suzann Pettersen í tvímenningsleik sunnudagsins. Hin 28 ára O´Toole var með skolla á loka- par-4 holunni eftir að hafa spilað fyrri 7 holurnar á 6 undir pari, en þar fékk hún örn og 4 fugla. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 07:39

PGA: Castro leiðir e. 1. dag á Sanderson Farms mótinu

Það er Roberto Castro sem er efstur eftir 1. dag Sanderson Farms Championship. Mótið fer fram á Jackson CC í Mississippi. Castro átti stórglæsilegan hring upp á 10 undir pari, 62 högg. Í 2. sæti eru Aaron Baddley og Brice Moulder2 höggum á eftir Castro. Til þess að sjá hápunkta frá 1. degi Sanderson Farms Championship SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bubba Watson ——- 5. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Bubba Watson. Bubba er fæddur 5. nóvember 1978 og á því 37 ára afmæli í dag!!!  Hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á bandaríska kylfingnum Bubba Watson SMELLIÐ HÉR:  Aðrir frægir kylfingar eru: Jón Vilberg Guðjónsson, 5. nóvember 1962 (53 ára);  Marco Crespi, 5. nóvember 1978 (37 ára); Valþór Andreasson, 5. nóvember 1980 (35 ára); Einar Haukur Óskarsson, 5. nóvember 1982 (33 ára) … og … Helga Braga Jonsdottir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (35/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Branden Grace efstur e. 1. dag í Shanghai – Myndskeið

Það er Branden Grace frá Suður-Afríku sem leiðir eftir 1. dag á HSBC Champions. Grace lék á 9 undir pari, 63 höggum – skilaði „hreinu“ skorkorti með 9 fuglum og 9 pörum. Í 2. sæti eru Kevin Kisner frá Bandaríkjunum, Ástralinn Steven Bowditch og Thorbjörn Olesen frá Danmörku, allir á 64 höggum, aðeins 1 höggi á eftir. Sjá má hápunkta 1. dags á HSBC Champions með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á HSBC Champions e. 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 08:00

Hefir þú áhuga að kenna golf í skólanum þínum?

Námskeið fyrir íþróttakennara og annað áhugafólk um golfkennslu í skólum verður haldið í Vættaskóla í Grafarvogi dagana 12. og 13. nóvember nk. Námskeiðið er í boði Golfsambands Íslands og stendur frá 16-18.30 báða dagana. Leiðbeinandi verður Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi. Skráning og nánari upplýsingar í síma 514-4050 og info@golf.is: Meira um námskeiðið: Kennt er með Starting New At Golf (SNAG) sem er margverðlaunuð leið við golfkennslu og gerir golfkennslu og golfnámið auðveldara og skemmtilegra. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Hægt er að kenna nemendum á öllum aldri frá ungum börnum til fullorðinna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 07:30

Mickelson hættir hjá Butch Harmon

Leiðir fimmfalda risamótsmeistarans Phil Mickelson og hins goðsagnakennda sveifluþjálfara Butch Harmon hafa skilið. „Ég hef lært mikið af honum á þessum átta árum okkar saman,“ sagði Mickelson í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum. „Það er bara að í augnablikinu þarf ég á nýjum hugmyndum að halda frá öðru sjónarhorni.“ Mickelson sigraði síðast árið 2013 á Opna breska í  Muirfield og síðasti sigur hans á bandarískri grundu var líka 2013 á Waste Management Phoenix Open fyrr það árið. Á TPC Scottsdale, var Lefty (Phil Mickelson) með hring upp á 60, og náði næstum draumaskori allri kylfinga 59, en það var púttið á síðustu holunni sem kom í veg fyrir það. Mickelson segir að s.l. tvö ár hafi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður er fædd 4. nóvember 1964 og á því afmæli í dag! Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur. Aðalheiður er gift og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Benson, 4. nóvember 1986 (29 ára) …. og …… Snyrti Og Nuddstofan Paradís (34 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (34/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 13:00

Kim að ná sér eftir allt umstangið kringum kylfubera hennar

Í júlí á þessu ári, 2015, komst í hámæli að kylfuberi Sei Young Kim, Fusco,  hefði orðið uppvís að svindli og því verið rekinn af mótsstaö LPGA. Rifja má upp grein Golf 1 um Fusco með því að SMELLA HÉR:  Nú um helgina sigraði Sei Young Kim á Blue Bay mótinu og virðist nú vera að jafna sig eftir áfallið í kringum kaddýmál hennar. Sem stendur er Kim í 7. sæti Rolex-heimslistans.