Forseti GSÍ í viðtali Akraborgarinnar: „Framtíðin björt í íslensku golfi.“
Í góðu viðtali þátttarstjórnanda Akraborgarinnar á X-inu við forseta GSÍ, Hauk Örn Birgisson, s.l. mánudag 11. janúar 2016 kom m.a. fram að framtíðin í íslensku golfi væri björt. Umfjöllunarefni þáttarins var grein stjórnarmanns Golfklúbbs Reykjavíkur, Margeirs Vilhjálmssonar, sem staðhæfði í fyrirsögn á Kylfingi.is deginum áður að Haukur Örn, forseti GSÍ væri að segja af sér vegna skoðana forsetans í Markaðnum, blaði, sem er inni í Fréttablaðinu. Svo sem flestir, sem koma nálægt golfi, vita var Haukur Örn nýlega endurkjörinn til tveggja ára og staðfestir í viðtali Akraborgarinnar að hann sé auðvitað ekkert að segja af sér – en fyrir þá sem eru ekki í miðju og hringiðu íslensks golfs eru Lesa meira
EvrAsíubikarinn: Evrópa 18 1/2 – Asía 5 1/2 – Lokastaða
Lið Evrópu rótburstaði lið Asíu í EvrAsíubikarnum og má með sanni segja að keppnin í ár, sem byggð er upp með svipuðu sniði og Ryder bikarskeppnin milli liðs Evrópu og Bandaríkjanna, hafi verið lítið spennandi í ár. Hetjurnar í liði Asíu í tvímenningsleikjunum voru Jeunghun Wang sem náði að halda jöfnu gegn Ross Fisher og KT Kim sem vann sinn leik gegn Austurríkismanninum Bernd Wiesberger 3&2 og svo Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi, sem vann sinn leik gegn Shane Lowry 2&1. Sjá má lokastöðuna í tvímenningsleikjunum með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokadags EvrAsíubikarsins með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi
Tveir menn spiluðu golf saman reglulega. Sá með hærri forgjöfina var mjög stoltur og vildi ekki að verið væri að gefa sér neitt, til þess að jafna leikinn. Einn laugardaginn mætir hann með górillu á fyrsta teig. Hann segir við vin sinn: „Ég hef reynt að vinna þig í svo langan tíma að ég er við það að gefast upp. En ég heyrði af þessari golfgórillu og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri í lagi að hún spilaði hringinn fyrir mig í dag. Ef þú ert game myndi ég vilja setja undir allan peninginn sem ég hef tapað fyrir þér í ár. Það eru u.þ.b. 1000 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Tveir menn spiluðu golf saman reglulega. Sá með hærri forgjöfina var mjög stoltur og vildi ekki að verið væri að gefa sér neitt, til þess að jafna leikinn. Einn laugardaginn mætir hann með górillu á fyrsta teig. Hann segir við vin sinn: „Ég hef reynt að vinna þig í svo langan tíma að ég er við það að gefast upp. En ég heyrði af þessari golfgórillu og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri í lagi að hún spilaði hringinn fyrir mig í dag. Ef þú ert game myndi ég vilja setja undir allan peninginn sem ég hef tapað fyrir þér í ár. Það eru u.þ.b. 1000 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 28 ára afmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og er því 58 ára. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (28 ára – Lesa meira
GB: Púttmótaröðin hefst á morgun!
Frá Golfklúbbi Borgarness berast eftirfarandi fréttir: „Það verður pútt- innimótaraðaþrenna fram til páska. Með alls konar ívafi. En við hefjum mótastarfið 2016 með fyrsta púttmótinu, á morgun 17. janúar 2016 í Eyjunni. Heitt á könnunni og landsleikurinn (Ísland-Hvíta Rússland) á stóra skjánum.„
Nýtt ár – ný kærasta Rickie Fowler?
Hinn 27 ára bandaríski kylfingur, Rickie Fowler, hefir skv. slúðurblöðum á borð við New York Post hætt við kærustu sína til nokkurs tíma, Alexis Randock. Það sem þykir renna stoðum undir það er að Rickie hefir ekki minnst á Alexis mestallan hluta s.l. 6 mánaða á Instagram síðu sinni. Þó Rickie eigi eftir að kynna meinta nýju kærustu sína fyrir 716.000 fylgjendum sínum á Instagram þá hefir stúlkan sú „Bachelor“ þátttakandinn Lauren Barr (kölluð LB) þegar birt nokkrar myndir af þeim saman, t.a.m. þegar tökur hófust á Bachelor þáttunum og síðan á fótboltaleik Oklahoma State, en Fowler er fv. nemandi við háskolann. Svo þótti það renna stoðum undir samband þeirra að Lesa meira
GA: Fjármögnun á nýjum Trackman
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar (GA) má lesa eftirfarandi: „Eins og flestir kylfingar í GA vita vonandi þá hefur stefnan verið sett á að kaupa nýjan Trackman í Golfhöllina okkar. Trackmaninn sem fyrir er er mikið notaður í kennslu og því ekki mikið um lausa tíma til þess að leika sér í golfherminum. Í hinu rýminu okkar stendur svo Protee golfhermirinn alveg ónotaður. Fyrir nokkrum vikum fórum við af stað með söfnun og hefur hún gengið alveg ágætlega en enn vantar nokkuð upp á, eða ca 1. milljón. Langar okkur því að hvetja þá kylfinga sem hafa verið að velta þessu fyrir sér að láta slag standa og við getum þá Lesa meira
PGA: Brandt Snedeker efstur á Sony Open – Hápunktar 2. dags
Það er Brandt Snedeker sem leiðir á Sony Open á Hawaii eftir 2. keppnisdag. Snedeker er búinn að spila samtals á 12 undir pari 128 höggum (63 65) og hefir 1 höggs forystu á landa sinn Kevin Kisner. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar: gaman að sjá Luke Donald þar (gott að fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Donald) er ekki hættur í golfi, sbr. frétt Golf 1 SMELLIÐ HÉR: ); Zach Johnson, Zac Blair og Chez Reavie, en þeir allir hafa spilað á samtals 10 undir pari, 130 höggum. Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Sony Open eftir 2. dag með Lesa meira
Evróputúrinn: McGowan leiðir á Joburg Open – Hápunktar 2. dags
Það er Ross McGowan frá Englandi sem leiðir í hálfleik á Joburg Open. McGowan er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 129 höggum (67 62). Það var einkum glæsiskor hans á 2. hring upp á 10 undir pari, 62 högg! sem skilaði McGowan toppsætinu í hálfleik. Sjá má hápunkta 2. keppnisdags á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Joburg Open eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:









