GM: Kvennapúttmóti frestað um viku
Vegna landsleiks Íslands og Króatíu hefur Kvennanefnd GM ákveðið að fresta Kvennapúttinu sem fara átti fram í kvöld um viku. Fyrsta púttkvöldið verður því þriðjudagskvöldið 26. janúar milli klukkan 19:30 og 21:30. Kvennapúttið fer fram á þriðjudagskvöldum milli klukkan 19:30 og 21:30 og fer fyrsta púttkvöldið fram þriðjudaginn 26. janúar Alls verða 10 púttkvöld í vetur, 9 púttmót og 1 kvöld þar sem golfkennari kemur og fer yfir grunnatriðin í púttunum. Mótsgjald fyrir alla púttmótaröðina (9 skipti) er 2.500 kr og innifalið í mótsgjaldi er kaffi og bakkelsi að loknu móti. Að lokum gilda 4 bestu mótin af 9 í heildarkeppninni. Hvetjum allar áhugasamar GM konur að vera með frá Lesa meira
EPD: Þórður Rafn hefur keppni í Egyptalandi í dag!
Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefur keppni á Red Sea Egyptian Classic mótinu í dag. Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni og stendur 19.-21. janúar 2016. Keppt er í Sokkhna golfklúbbnum í Ain Sokkhna í Egyptalandi. Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: (sjáið m.a. fallegar myndir af vellinum) Fylgjast má með gengi Þórðar Rafns með því að SMELLA HÉR:
GO: Góðar undirtektir hjá félagsmönnum í Oddi við fyrirhugaðri stækkun Urriðavallar
Um 80 manns mættu á félagsfund í golfskálanum á Urriðarvelli þann 13. janúar 2016 s.l., þar sem kynntar voru hugmyndir landeigenda um frekari nýtingu á Urriðakotslandi. Heiða Aðalsteinsdóttir frá ráðgjafastofunni Alta kynnti fyrir hönd landeigenda hugmyndir að frekara útivistarsvæði í Urriðakotslandi og hlutu þær góðar undirtektir fundargesta. Samkvæmt þeirri hugmynd sem kynnt var í kvöld er áformað að Urriðarvöllur verði stækkaður í 27 holur. Heiða ræddi einnig aðra útvistamöguleika og má þar nefna nýjar gönguleiðir, náttúruskoðun í tengslum við Náttúrufræðistofnun og skóla í Urriðarholti o.fl. Stefnt er að fjölþættri nýtingu á svæðinu. Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar voru í kvöld eiga nýjar golfbrautir að geta fallið vel að umhverfinu í Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Orri Bergmann Valtýsson og Rúnar Pálsson – 18. janúar 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Orri Bergmann Valtýsson og Rúnar Pálsson. Rúnar er fæddur 18. janúar 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Orri er í GK og fæddur 18. janúar 1995 og á 20 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Rúnar Pálsson, Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Orri Bergmann Valtýsson, Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (104 ára fæðingarafmæli í dag!); Anna Sigríður Carlsdóttir, 18. janúar 1948 (68 ára) Guðný María Guðmundsdóttir,18. janúar Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Fabian Gomez?
Fabian Gomez fæddist í Chaco, Argentínu 27. október 1978 og er því 37 ára. Fabian hefir sigrað þrívegis á Tour de las Americas, og eins 3 sinnum á argentínsku TPG Tour. Hann varð í 2. sæti á Chaco Open árið 2006, á TLA Players Championship árið 2006 og Venezuela Open árið 2007. Hann varð í efsta sæti á stigalista TPG Tour árið 2009. Gómez vann fyrsta og eina Nationwide Tour sigru sinn árið 2010 en það var Chitimacha Louisiana Open. Hann varð í 12. sæti það ár á peningalistanum og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á PGA Tour árið 2011. Það ár var besti árangur hans 7. sætið á Lesa meira
PGA: Fabian Gomez sigraði á Sony Open e. bráðabana – Hápunktar lokahrings
Það var Fabian Gomez frá Argentínu sem sigraði á Sony Open eftir bráðabana við Brandt Snedeker. Báðir voru þeir Gomez og Snedeker efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik; þ.e. á 20 undir pari, 260 höggum. Því var hin fræga par-5 18. hola á Waialae CC leikin aftur í bráðabana milli þeirra tveggja til að skera úr um hvor yrði sigurvegari. Leika þurfti holuna tvisvar, því báðir fengu þeir Gomez og Snedeker par eftir fyrri umferð en Gomez vann með fugli seinna skiptið. Þetta er 2. sigur Gomez á PGA Tour, en í fyrra sigraði hann þ.e. 14. júní 2015 á FedEx St. Jude Classic. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
Rory við æfingar í Dubai
Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, er nú kominn til Dubaí og er þar við æfingar. Á heimasíðu sína birti hann meðfylgjandi mynd og skrifaði: „My office for the past week. Got some great work done! Loving the new Trackman with dual radar too! Ready to start the 2016 season next week.“ Lausleg þýðing: Þetta (æfingasvæðið) hefir verið skrifstofa mín s.l. viku. Kom frábæru í verk! Elska nýja Trackman-inn með tvöfalda radarnum! Er reiðubúinn að hefja 2016 keppnistímabilið í næstu viku.“ Næsta mót á Evróputúrnum hefst n.k. fimmtudag en það er Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Spennandi að sjá hvort Trackman-inn hefir hjálpað leik Rory þannig að hann vermi eitthvað Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Birnir Valur Lárusson. Birnir Valur er fæddur 17. janúar 2001 og á því 15 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birnir Valur Lárusson (DJ Binni) – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (81 árs); Unnur Pétursdóttir, 17. janúar 1957 (59 ára); Sólrún Viðarsdóttir, 17. janúar 1962 (54 ára); Nina Muehl, 17. janúar 1987 (29 ára – austurrísk – LET); Lucie Andrè, 17. janúar 1988 (28 ára) …. og ….. Golf 1 Lesa meira
Evróputúrinn: Haydn Porteous sigraði á Joburg Open
Það var heimamaðurinn og Íslandsvinurinn Haydn Porteous, sem sigraði á Joburg Open nú rétt í þessu. Porteous spilaði á samtals 18 undir pari, 269 höggum (66 66 68 69). Þetta er fyrsti sigur Porteous á Evrópumótaröðinni. Í 2. sæti varð landi Porteous, Zander Lombard á samtals 16 undir pari eða 2 höggum á eftir Porteous. Til þess að sjá lokastöðuna á Joburg Open SMELLIÐ HÉR:
Hvernig hinn 17 ára Ryan Ruffles hafði $ 5000 af Phil Mickelson
Ryan Ruffles, er 17 ára ástralskur kylfingur, sem gerðist atvinnumaður nú nýlega. Nafn sem e.t.v. er gott að leggja á minnið! Hann hafði $5,000 af Phil Mickelson og hérna er hvernig hann fór að því: „Við fórum á 1. teig og það er ansi snemmt þennan morgun. Phil segir: „ég vil ekki þurfa að vakna svona snemma að morgni til til þess að spila fyrir minna en $2500.’” Ruffles sagði blaðamanninum Matt Murnane hjá Sydney Morning Herald þessa sögu. Mickelson bauð Ruffles „díl“ sem Ruffles vann síðan en díllinn var þannig að Mickelson myndi gefa Ruffles $5,000, ef hann ynni en Ruffles myndi skulda honum $2,500 þar til hann gerðist atvinnumaður. Þeir fóru sem sagt í Lesa meira










