Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartarson, sem fæddur er 18. febrúar 1978 og á því 38 ára afmæli í dag. Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á Lesa meira
Evróputúrinn: Holman efstur snemma dags í Malasíu
Það er Nathan Holman frá Ástralíu sem er efstur snemma dags á Maybank Championship mótinu sem er mótið á Evrópumótaröðinni þessa vikuna. Holman lék á 7 undir pari, 64 höggum. Leikið er í Royal Selangor golfklúbbnum. Fylgjast má með stöðunni á Maybank Championship með því að SMELLA HÉR:
Bandariska háskólagolfið: Sunna í 16., Guðrún Brá í 36., og Gunnhildur í 63. sæti á háskólamótum
Sunna Víðisdóttir endaði í 16. sæti á háskólamóti með sem fram fór á Stoneybrook vellinum í Bandaríkjunum. Sunna, sem leikur fyrir ELON háskólaliðið, endaði í þriðja sæti í liðakeppninni og var Sunna með næst besta skorið í sínu liði á (77-76-75–228) +12. Sunna varð Íslandsmeistari í golfi á heimavelli sínum í Korpu árið 2013. Gunnhildur Kristjánsdóttir keppti sem einstaklingur í þessu móti og endaði hún í 63. sæti (84-82-79–245) +29 en hún var ekki í ELON liðinu að þessu sinni. Gunnhildur er úr GKG. Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 36. sæti á Peg Barnard Invitational háskólamótinu í Bandaríkjunum. Guðrún Brá, sem er úr Keili, leikur fyrir Fresno State háskólaliðið sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Þór Bjarkason – 17. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Þór Bjarkason. Hann er fæddur 17. febrúar 1964 og á því 52 ára afmæli í dag. Bjarki er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og er með 22,1 í forgjöf. Bjarki er trúlofaður Ingibjörgu Magneu og þau eiga 4 syni. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bjarki Bjarkason (52 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (53 árs); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (29 ára) ….. og ….. Aron Bragason Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Thomas Aiken (5/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 46. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Thomas Aiken. Thomas Edward Aiken fæddist 16. júlí 1983 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og verður því 30 ára á árinu. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar en þeir Adam Scott og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG. Eftir árangursríkan áhugamannsferil, þar sem hann var m.a. áhugamaður ársins í Suður-Afríku 2001 gerðist Aiken atvinnumaður í golfi í byrjun árs 2002. Árið 2004 vann Lesa meira
5 ráð Jordan Spieth í drævum
Golf Digest birti ágætis grein þar sem nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth gefur 5 góð ráð um hvernig eigi að bera sig að við drævin. Sjá má grein Golf Digest með því að SMELLA HÉR:
Woods verður að treysta á sjálfa sig
Cheyenne Woods fer gjarnan eftir einföldu ráði sem frændi hennar Tiger Woods gaf henni áður en hún fór í mót. Hún sagðist að treysta á hæfileika sjálfrar sín og fara þarna út og rassskella hina eða eins og segir á engilsaxnesku: “to trust my ability and just go out there and kick butt.” Ef Woods, 25 ára, er orðin þreytt á spurningum um frændan fræga þá faldi hún það vel á blaðamannafundi sem fram fór fyrir h$1.85 milljóna ISPS Handa Women’s Australian Open sem fram fer í Grange Golf Club í Adelaide, og hefst á morgun. Aðspurð hvort hún fengi ráð frá Tiger og hún sagði að það væri lúxus forréttindi Lesa meira
18 holur Riviera CC
Northern Trust mótið er mót vikunnar á PGA Tour og hefst það á morgun. Það fer venju skv. fram í Riviera Country Club. Tími: Hefðbundið – fimmtudag-sunnudags. Völlur: Riviera Country Club (7,322 yardar par 71), Pacific Palisades, Kaliforníu Verðlaunafé: $6.8 milljónir.Hlutur sigurvegara: $1,224,000. Sjónvarpað frá mótinu á: Golf Channel og Channel 2 Á síðasta ári: James Hahn sigraði á sínu fyrsta PGA Tour móti. Hann náði að setja niður 25-feta fuglapútt á 3. holu eftir 3.manna bráðabana við Dustin Johnson. Paul Casey datt út á 2. holu Stjörnuþátttakendur í mótinu : Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth og nr. 3 Rory McIlroy. Nr. 6 Bubba Watson sigraði í mótinu 2014; tvöfaldur sigurvegari Fred Couples tekur þátt í nýrri metþátttöku eða í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ana Belén Sanchez – 16. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ana Belén Sánchez. Ana Belén er fædd 16. febrúar 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hún spilar á Evrópumótaröð kvenna. Ana var m.a. í liði Spánar á Espirito Santo Trophy 1996 og gerðist atvinnumaður í golfi árið eftir. Hún hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröð kvenna (LET) þ.e. á BMW Ladies Italian Open og var í liði Evrópu í Solheim Cup 2003. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955; Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 – d. 20. janúar 2006; Marlene Hagge. f. 16. febrúar 1934 (82 ára); Stephen McAllister, Lesa meira
GA: Hægt að velja um 2 golfherma á Akureyri
Nú er nýji golfhermirinn kominn í notkun og nú geta félagar í GA valið á milli tveggja golfherma. Líkt og fyrr þá er hægt að bóka sig í golfhermana á heimasíðu GA. Í valflipanum sem kemur upp þá er Trackman 1 eldri hermirinn og Trackman 2 nýi hermirinn. Það er von að kylfingar á Akureyri nýti sér þessa glæsilegu aðstöðu sem er í Golfhöllinni.










