GL: Arnar Freyr á besta skorinu á Opna Skemmumótinu
Stóra Opna Skemmumótið, sem er árlegt opið golfmót á Garðavelli í boði Verkalýðsfélags Akraness, fór fram nú á laugardaginn s.l., 24. apríl 2016. Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið 18 holu punktakeppni með forgjöf, þar sem hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna 28. Keppt var í tveim forgjafaflokkum: 0 – 9 og 9,1 – 24 / 28 og í boð vegleg verðlaun: Punktakeppni: 1.sæti í hvorum flokki kr. 100.000 ferðavinningur. 2.sæti í hvorum flokki kr. 20.000 gjafabréf. 3.sæti í hvorum flokki kr. 15.000 gjafabréf. Besta skor án forgjafar kr. 100.000 ferðavinningur. Þátttakendur í mótinu voru 142 og 138 luku keppni, þar af 15 kvenkylfingar. Af konunum stóð sig best Nanna Björg Lúðvíksdóttir, GÚ, en Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Derek Ernst (9/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 42. sætinu er Derek Ernst. Derek Ernst fæddist í Woodland, Kaliforníu 16. maí 1990 og er því 25 ára. Hann útskrifaðist frá University of Nevada-Las-Vegas í hótelstjórnun. Ernst býr í Fresno, Kaliforníu. Nokkrar einskis staðreyndir um Ernst: Ef hann væri ekki kylfingur væri hann rokkstjarna. Honum finnst gaman að spila á trommur. Enst er mikill aðdáandi Denver Broncos og the Chicago Bears. Í draumaholli Ernst eru hann sjálfur….Tim Tebow, Arnold Palmer og Lesa meira
Valdísi Þóru gengur vel í endurhæfingunni
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er á góðum batavegi eftir aðgerð á þumalfingri. Valdís fór í nokkuð viðamikla aðgerð í byrjun febrúar s.l. Hún stefnir á að keppa á sínu fyrsta móti á LET Access atvinnumótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, sem fram fer á Spáni 11.-13. maí n.k. Valdís er að hefja sitt þriðja keppnistímabil á LET Access mótaröðinni. Hún endaði í 23. sæti á styrkleikalista LET Access mótaraðarinnar í fyrra en þar lék hún á alls 13 mótum. Á keppnistímabilinu árið 2014 lék Valdís einnig á 13 mótum og þar endaði hún í 38. sæti stigalistans. Valdís skrifar eftirfarandi á fésbókarsíðu sína um stöðu mála hjá Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Charley Hoffman?
Charley Hoffman sigraði á Valero Texas Open, sem var mót s.l. viku á PGA Tour. Eftirfarandi verkfæri voru í poka hans: Dræver: Titleist 915D4 (Matriz Ozik TP7HDE X skaft), 9.5 ° 3-tré: Titleist 915F (UST Mamiya Elements Chrome 8F5T X skaft), 13.5 ° Blendingur: Titleist 915Hd (Fujikura Motore Speeder HB 8.8X TS skaft), 17.5 ° Járn: Titleist 716 T-MB (3-járn; Nippon N.S. Pro Modus3 Prototype X skaft), Titleist 716 MB (5-9; Nippon N.S. Pro Modus3 Prototype X sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM5 (46 and 50 °; Nippon N.S. Pro Modus3 Prototype X sköft), Titleist Vokey Design SM5 (56 °; Nippon N.S. Pro WV125 Tour skaft), Titleist Vokey Design SM5 (58 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst T-11 e. 2. dag SoCon svæðamótsins
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, ETSU taka nú þátt í SoCon svæðamótinu á Pinehurst nr. 9 í Norður-Karólínu. Guðmundur Ágúst hefir spila á samtals 1 yfir pari, 145höggum (74 71) og er T-11. Á hringnum í gær fékk Guðmundur Ágúst 3 fugla, 2 skolla og 13 pör. ETSU er í 2. sæti í liðakeppninni aðeins 1 höggi á eftir toppliðinu. Í dag verður lokahringurinn leikinn og má fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR:
Schwartzel ekki með á Ólympíuleikunum
Fyrrum Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel frá Suður-Afriku er nýjasti risamótssigurvegarinn sem tilkynnt hefir verið um að muni ekki taka þátt í Ólympíuleikunum, sem fara fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu í sumar. Þessi listi vex hratt en meðal annarra sem ekki taka þátt er landi Schwartzel, Louis Oosthuizen. Það var liðsstjóri Ólympíuliðs S-Afríku í golfi, Gary Player sem tilkynnti um ákvörðun Schwartzel og sagði jafnframt að þessi ákvörðun veikti verulega líkur S-Afríku á að vinna medalíu í Brasilíu. „Ég er hryggur og hef orðið fyrir vonbrigðum að þó nokkrir topp kylfingar hafa dregið sig úr Ólympíuleikunum í Ríó,“ sagði Player í yfirlýsingu. „Mér þykir leitt að Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur og Ragnar Már T-19 e. 2. dag Sun Belt Championship
Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG eru jafnir í 19. sæti eftir 2. hring Sun Belt Championship. Báðir eru búnir að spila á 3 yfir pari, 145 höggum; Ragnar Már (75 70) og Haraldur Franklín (73 72). The Sun Belt Championship fer fram á Raven GC í San Destin, Flórída. Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum og er háskólalið þeirra Haralds Franklín og Ragnars Más, Louisiana Lafayette í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á Sun Belt Championship e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Myndasería – 30 ára Afmælismót GSG
Viðtalið: Dónald Jóhannesson GHD
Dónald Jóhannesson er eðalkylfingur og frábær spilafélagi. Hann kom frá Dalvík til þess að taka þátt í 30 ára afmælismóti Golfklúbbs Sandgerðis og var tekið viðtal við hann þar. Fullt nafn: Dónald Jóhannesson. Klúbbur: Golfklúbburinn Hamar Dalvík (GHD). Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 10. febrúar 1945. Hvar ertu alinn upp? Fyrstu 8 árin bjó ég í New Jersey í Ameríku, svo bjó ég í Reykjavík og var síðan í Kópavogi í 20 ár. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er fv. skólastjóri í Kópavogi (9 ár) og Grímsey (15 ár). Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er tvígiftur og á 6 börn og 23 barnabörn. – Lesa meira
GSG: Þór Ríkharðsson á besta skorinu í 30 ára afmælismóti GSG!
Í dag fór fram 30 ára afmælismót Golfklúbbs Sandgerðis, en um 70 manns tóku þátt og 67 luku leik, þar af 8 kvenkylfingar. Á besta skori dagsins var heimamaðurinn Þór Ríkharðsson, en hann lék Kirkjubólsvöll á 1 undir pari, 71 höggi. Þór fékk 1 örn (á par-5 3. holuna) og auk þess 3 fugla, 10 pör og 4 skolla. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir 4 efstu sætin í punktakeppninni, en í þeim sætum voru eftirfarandi: 1 Benedikt Gunnarsson, GSG, 38 punktar (22 16). 2 Halldór Einarsson, GSG, 37 punktar (17 20). 3 Magnús Sigfús Magnússon, GSG, 37 punktar (17 20). 4 Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 36 punktar (16 20). Heimamenn Lesa meira










