Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 15:15

The Lava Challenge – Nýtt miðnæturgolfmót f. erlenda kylfinga á höfuðborgarsvæðinu

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbburinn Oddur hafa tekið höndum saman og munu standa fyrir The Lava Challenge miðnæturgolfmótinu sem fram fer á golfvöllum klúbbanna í sumar. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði og Urriðavöllur í Garðabæ hafa á undanfarin ár verið í hópi fremstu golfvalla landsins. The Lava Challenge er 36 holu golfmót og munu kylfingar fá tækifæri til að leika í miðnætursólinni en gert ráð fyrir að kylfingar ljúki leik vel eftir miðnætti. Leikinn er einn hringur á hvorum velli og er mótið sérstaklega ætlað erlendum kylfingum sem hafa hug á því heimsækja Ísland og leika golf. Mótið er einnig opið íslenskum kylfingum. Mótið fer fram 20. – 21. júní og er von á fjölda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Benyapa Niphatsophon (30/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 28 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær 3 sem deildu 19. sætinu en það eru: Benyapa Niphatsophon frá Thaílandi; Jing Yan, frá Kína og Christine Song frá Bandaríkjunum. Þessar þrjár Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 09:30

Jimenez slær af Kínamúrnum!

Spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jimenez er með áhugaverðari kylfingum, já reyndar einn sá svalasti! T.a.m. eru upphitunaræfingar hans vægast sagt mjög sérstæðar. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Nú þegar Evróputúrinn er í samstarfsverkefnum með Asíutúrnum og hvert mótið á fætur öðru fer fram þar, nýtti Jimenez tækifærið og lét gamlan draum rætast. Hann sló kúlu af sjálfum Kínamúrnum – nokkuð sem ekki margir hafa gert! Sjá má Jimenez slá golfbolta af Kínamúrnum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 09:15

Tökuvélar staðsettar við „Frímerkið“

Komið hefir verið fyrir tökuvélum við Frímerkið (ens.: The Postage Stamp), sem er ein af goðsagnakenndum holum golfsins. Frímerkið er á The Royal Troon þar sem 145. Opna breska fer fram 14.-17. júlí á þessu ári. Brautin er eins og nafnið gefur til kynna með styttri holum í öllu keppnisgolfi, aðeins 133 yardar og spilast oft ekki nema 99 yardar eða 90,5 metrar. Hún er svo sannarlega stysta holan í Opna breska risamótinu. Holan var valin til sýninga í samráði R&A við Sky Sports, sem keypt hefir sýningarréttinn á mótinu. Tökuvélar verða í öllum 5 bönkerum sem eru í kringum flötina til þess að sýna fram á hversu erfið hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 07:55

Sveifla Tiger er ekkert eins og þegar hann réði lögum og lofum í golfheiminum!

Tiger Woods er að koma aftur í keppnisgolfið … en hann er langt frá því að koma aftur tilbaka eins og hann var fyrir u.þ.b. 10 árum eða 20 árum þegar hann var næsta einráður á helstu keppnisvöllum heims. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að sveifla hans er langt frá því að vera tilbúin fyrir keppni á PGA Tour. Hins vegar leggur hann sig 100% fram að ná nægum keppnisstyrk, en enn vantar mikið á lengd og hraða hjá honum. Tiger sagði m.a. í nýlegu viðtali: „Ég verð að verða sterkari og hraðari. Ég slæ ekki langt núna. Ég á mikið inni á tanknum hvað varðar hraða, sem er frábært.“ Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 06:59

Erica og Rory á Barbados

Fyrir viku síðan voru Rory McIlroy og kærasta hans, Erica Stoll í strandgöngutúr á Barbados. S.s. allir kylfingar vita er afar mikilvægt að geta slakað á í golfi og ef eitthvað stress er í gangi kemur það niður á golfleiknum! Rory var greinilega að slaka á. Mikið hefir verið rætt um blómamynstrað, svart bikini Ericu, stráhattinn hennar og Tom Ford sólgleraugu hennar, sem hafa selst eins og heitar lummur eftir að myndin birtist. En ekki hefir síður verið rætt um fallegan, grannan vöxt Ericu og hversu vel hún og Rory samsvara sér. Fallegt strandpar á ferðinni þarna.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 06:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU sigruðu á SoCon!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU höfðu sigur á SoCon Championships, urðu í 1. sæti af 8 háskólaliðum. ETSU tekur því þátt í NCAA Regionals 16. maí n.k. Guðmundur Ágúst varð T-10 í einstaklingskeppninni, lék á 4 yfir pari, 220 höggum (74 71 75). Liðsfélagi Guðmundar Ágústs, Adrian Meronk sigraði í einstaklingskeppninni í mótinu og enn annar liðsfélagi hans Mateusz Gradecki varð T-5. Stórglæsilegt hjá Guðmundi Ágústi og félögum!!! Til þess að sjá lokastöðuna á SoCon Championships SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik T-15 á Sun Belt Championships

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG luku leik í gær á Sun Belt Championship. Haraldur Franklín lauk keppni í topp-15 þ.e. varð T-15, jafn öðrum í 15. sæti í einstaklingskeppninni. Hann lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (73 72 71). Ragnar Már lauk keppni í 48. sæti (75 70 84) með óvenjuhátt skor á 3. og síðasta hring! The Sun Belt Championship fór fram á Raven GC í San Destin, Flórída. Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum og varð háskólalið þeirra Haralds Franklín og Ragnars Más, Louisiana Lafayette í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir- 26. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 49 ára afmæli í dag Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Hún er í stjórn Golfklúbbsins Odds. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Laufey Sigurðardóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (65 ára); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (55 árs); Clodomiro Carranza, 26. apríl 1982 (Argentínumaðurinn á 34 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2016 | 14:00

Hvernig á að gera við boltaför? Myndskeið

Nú, í þvílíku dýrðarinnar veðri eins og var hér sunnanlands í dag eru menn byrjaðir a.m.k. að dusta rykið af golfsettunum og koma öllu í gírinn fyrir komandi golfsumar. Þá er líka gott að rifja upp golfreglurnar og nokkrar grundvallarreglur, sem gilda á golfvöllum og gott er að kunna skil á. T.a.m. hvernig eigi að gera við boltaför. Hér er ágætis myndskeið þar sem sýnt er hvernig eigi að gera við boltaför. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: