Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 18:45

10 atriði um stórafmæliskylfing dagsins John Daly

„The Wild Thing“ John Daly , sem búið hefir til ógleymanlega frasa á við „grip-it and rip-it“ innan golfsins er 50 ára í dag. Daly hefir sigrað í 2 risamótum, þ.á.m. Opna breska árið 1995 á St. Andrews, en hann er betur þekktur fyrir spilamennsku sína utan vallar þ.á.m  fjárhættuspil, en einnig fyrir áfengisvanda sinn og 4 hjónabönd, sem öll hafa farið í súginn með mismunandi miklu braki og brestum. Hér eru 10 atriði sem vert er að vita um þennan merkiskylfing, sem John Daly er: 1 Daly varð heimsfrægur svo að segja yfir nótt þegar hann sigraði US PGA risamótið árið 1991 á Crooked Stick. Hann keyrði nóttina áður til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Ríkharðsson – 28. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Ríkharðsson, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og á því 31 árs afmæli í dag. Þór er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Þór var nú nýverið á besta skorinu (71 glæsihöggi) í afmælismóti Golfklúbbs Sandgerðis, sem fagnaði 30 ára merkisafmæli sínu … en Þór er 1 ári eldri en klúbburinn!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið, hér fyrir neðan: Þór Ríkharðsson 28. apríl 1985 (31 árs afmæli – Innilega til hamingju Þór!!!) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Johannsson, f, 28. ágúst 1931 – d. 1. október 2011); Þorsteinn R. Þórsson, 28. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 16:00

Jaye Marie Green óskar Daly til hamingju með afmælið m/ því að slá bolta af bjórdós!

John Daly fæddist í dag fyrir 50 árum og golfheimurinn allur hamast við að óska þessum mest elskaða vandræða- og geðluðrukasta gemlingi golfsins til hamingju með daginn. Enginn hefir vafalaust gert það á frumlegri hátt en LPGA kylfingurinn Jaye Maríe Green. Í tilefni dagsins sló hún bolta af bjórdós til að heiðra meistarann, og má sjá hana gera svo með því að SMELLA HÉR: Ef þið vissuð það ekki þá er það að slá bolta af bjórdós sérstök sérfræðiiðja Daly og má sjá hann gera svo í samanburði við Green með því að SMELLA HÉR:  Það lítur út fyrir að Daly hafi hitt boltann meira „sólíd“ en Green var svo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 11:00

12 efnilegustu kylfingarnir valdir í Norðurlandsúrvalshóp

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari GSÍ heimsótti Golfklúbb Akureyrar, miðvikudaginn 27. Apríl, og hitti þar bestu og efnilegustu kylfinga Norðurlands. Tilefnið var stofnun Norðurlandsúrvalshóps, sem Sturla Höskuldsson, golfkennari GA, mun hafa umsjón með. Valdir voru 12 kylfingar í hópinn og munu þau æfa saman á um tveggja vikna fresti út tímabilið. Kylfingarnir koma úr þremur klúbbum á norðurlandi, GSS, GHD og GA. Skilyrði með þátttöku í hópnum eru m.a. að hafa mikinn áhuga á golfi, hafa háleit markmið til framtíðar og vera tilbúinn til að leggja mikið á sig til að ná þeim. Forgjöf einstaklinga skal ná að lágmarki viðmiðum afreksefna samkvæmt viðmiðum GSÍ, en þó er hægt að gera undantekningu frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 10:25

Evróputúrinn: Otto efstur e. 1. dag á Volvo China Open

Það er Hennie Otto frá Suður-Afríku sem leiðir eftir 1. dag Hann lék 1. hringinn í mótinu á 9 undir pari 63 höggum. Hinn 39 ára Hennie Otto hefir ekki verið meðal 10 efstu í móti síðan hann sigraði á 71° OPEN D’ITALIA Presented by DAMIANI árið 2014 og hefir ekki átt hring undir  70 á Evrópumótaröðinni frá því á The BMW SA Open þar sem gestgjafi var City of Ekurhuleni, en mótið fór fram í janúar sl. Otto hefir sigrað þrívegis áður á Evrópumótaröðinni og hann sýndi í þvílíkum eðalklassa hann er í dag, þegar hann skilaði lýtalausu skorkorti með 1 erni, 7 fuglum og 10 pörum. Hann hefir 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 09:55

LET Access: Ólafía Þórunn í 2. sæti e. 9 spilaðar holur á ASGI mótinu!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hóf í dag leik á ASGI Ladies Open. Leikið er í Gams-Werdenberg Golf Club, Gams, Sviss, dagana 28.-30. apríl 2016. Ólafía Þórunn byrjaði á 10. teig í mogun. Eftir 9 spilaðar holur (þ.e. á 18. holu) er Ólafía Þórunn á 1 undir pari pari og enn í 2. sæti í mótinu, en margir keppendur eiga þó eftir að fara út – en góð byrjun þetta hjá Ólafíu „okkar“ Þórunni!!! Til þess að sjá stöðuna á ASGI mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 08:15

LET Access: Ólafía Þórunn á parinu e. 3 holur!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hóf í dag leik á ASGI Ladies Open. Leikið er í Gams-Werdenberg Golf Club, Gams, Sviss, dagana 28.-30. apríl 2016. Ólafía Þórunn byrjaði á 10. teig í mogun. Eftir 3 spilaðar holur (þ.e. á 12. holu) er Ólafía Þórunn á sléttu pari og í 2. sæti í mótinu. Til þess að fylgjast með gangi mála í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 07:45

DeChambeau undirritar samning við Cobra/Puma … afturábak!

Nýliðinn Bryson DeChambeau sagði svolítið skrítið eftir undanúrslitin á U.S. Amateur  s.l. sumar, en hann sigraði síðan í mótinu. Þegar hann var í bandaríska háskólagolfinu var hann spurður að því í viðtali hvað honum líkaði að gera þegar hann væri ekki að spila golf. Svar DeChambeau var eftirfarandi: „Mér finnst gaman að skrifa afturábak og með vinstri hendi. Þetta er svolítið skrítið augljóslega, en það er bara ég. Ég er sérstakur og svona hlutir halda huga mínum frá golfi og hjálpa mér með fínhreyfingarnar í höndunum. Þetta skapar meiri næmni og eykur kraft heilastarfseminnar (ens. brainpower).“ Hmmm….. OK, skrítinn, öðruvísi náungi þarna á ferð …. einstakur. DeChambeau: „Ég kann að skrifa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 06:55

Hvernig á að velja sér golfkennara?

Nú fer golfsumarið og golfvertíðin alveg að byrja og þá hugsa margir um að fríska upp á kunnáttuna og leita til golfkennara. Ef vel á að vera ætti auðvitað að vera undir handleiðslu góðs kennara allt árið. En margir leita bara að skyndilausnum og á vorin er gott að láta góðan golfkennara „draga sig í gang.“ Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar John Hughes, varaforseta og stjórnanda golfkennslu hjá Advantage Golf Schools, sem er einn af leiðandi golfskólum Bandaríkjanna, skv. Golf Magazine, um hvaða atriði beri að hafa í huga þegar golfkennari er valinn. Tækninni hefur fleygt fram og þ.a.l. einnig golfkennslunni. Á svipaðan hátt og það er til mikið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Friðmey Jónsdóttir – 27. apríl 2016

Það er Friðmey Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Friðmey er fædd 27. apríl 1987 og því 29 ára í dag! Friðmey er í Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi. Hún er frábær kylfingur, hefir m.a. orðið klúbbmeistari GL 2006 og 2010. Friðmey er af mikilli golffjölskyldu af Skaganum, en hún er eldri systir Valdísar Þóru Jónsdóttur, sem er einn besti kvenkylfingur Íslands og á auk þess 2 bræður, foreldra, afa og ömmu og jafnvel bræður mömmu hennar og einn bróðir pabba hennar spila öll golf. Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Friðmey Jónsdóttir · 29 ára – Innilega til hamingju Lesa meira