Afmæliskylfingur dagsins: Anna Grezebien – 29. apríl 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Grzebien. Hún er fædd 29. apríl 1985 og á því 31 árs afmæli í dag!!! Anna var eitt af hinum svokölluðu W-7 módelum, sem voru 7 atvinnukylfingar sem þar að auki voru með módelvöxt og unnu fyrir Wilhelmínu módel- skrifstofuna í New York. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Miller, 29. apríl 1947 (69 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (44 ára); …. og …… Gauti Geirsson, GÍ (23 ára) Jóhannes Óli Ragnarsson (34 ára) Golf 1 óskar Lesa meira
Spieth og Fowler í fríi á Bahamas
Mikið af golffréttum undanfarna daga hefir verið af einhverjum bestu kylfingum heims í fríi. Nr. 2 (Jordan Spieth) og Nr. 5 (Rickie Fowler) á heimslistanum eru þar engin undantekning. Þeir, ásamt félögum sínum af PGA Tour Justin Thomas og Smylie Kaufman voru í fríi í síðustu viku á Bahamas og skemmtu sér konunglega ef marka má allskyns myndir, tvít og myndskeið sem þeir félagar sendu frá sér. Nú eru þeir komnir heim heilu á höldnu og endurhlaðnir orku, öllum til mikillar gleði! Eitt uppátæki þeirra vakti ekki mikla hrifningu umboðsmanna þeirra en það var þegar Jordan, Rickie og Justin stukku niður af svölum hótelsins síns og beint í sundlaugina. Ekki hægt að Lesa meira
GÖ: Flogið yfir brautir Öndverðarness – Myndskeið
Fyrir nokkrum dögum (nánar tiltekið 23. apríl 2016) birti Golfklúbbur Öndverðarness nýtt myndskeið þar sem flogið er yfir allar brautir vallarins. Frábært tæki til þess að átta sig á vellinum áður en hann er spilaður. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Challenge Tour: Minnsta glompan
Í gær hófst á Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour) The Madrid Challenge en það er mót sem fer fram á Real Club de Golf La Herreria 28. apríl – 1. maí 2016. Það sem vakið hefir athygli leikmanna á vellinum er pínulítil glompa sem eflaust er sú minnsta á öllum völlum mótaraðarinnar. Hún er við 7. holu sem við fyrstu sín virðist bara venjuleg par-3 159 yarda (145 metra) hola með fimm sandglompum í kring. En þarna er pínulitla glompan, sem vakið hefir athygli allra. Hún er bara 1 – 1 1/2 metri í þvermál og er mjög vinsælt umræðuefni meðal leikmanna og áhorfanda í spænsku höfuðborginni. En af hverju Lesa meira
Evróputúrinn: Aguilar leiðir e. 2. dag á Volvo China Open
Það er Argentínumaðurinn Felipe Aguilar sem leiðir eftir að leik var frestað enn einu sinni á Volvo China Open. Mótið fer fram í Topwin Golf & CC í höfuðborg Kína, Peking. Aguilar hefir lokið báðum fyrstu hringjunum, öfugt við fjölmarga sem eftir eiga að ljúka leik, en það tókst ekki vegna myrkurs og verður lokið við 2. hring snemma á morgun. Aguilar hefir leikið á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:
PGA: Stuard efstur e. 1. dag Zurich Classic
Það er Brian Stuard sem er efstur eftir 1. dag á Zurich Classic of New Orleans mótinu, en mótinu var frestað vegna myrkurs og verður lokið við 1. hring í dag. Stuard er á 8 undir pari 64 höggum, en margir eiga eftir að ljúka leik. Sem stendur er Retief Goosen í 2. sæti á 7 undir pari, 65 höggum. Að venju er keppt á TPC Louisiana í Avondale, Louisiana. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 4. og Bjarki í 5. sæti e. 1. dag á MAC Championship
Þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB eru aldeilis að standa sig vel á MAC Championship mótinu, en það hófst í gær og stendur dagana 28.-30. apríl 2016. Mótið fer fram í Highland Meadows, Sylvania, í Ohio. Þátttakendur eru 45 sterkust kylfingarnir á svæðinu frá 9 háskólum. Eftir 1. keppnisdag er Gísli í 4. sæti búinn að spila fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari, 143 höggum (71 72). Bjarki er í 5. sæti búinn að spila á 2 yfir pari, 144 höggum. Hann átti frábæran 1. hring 69 glæsihögg en fylgdi því ekki nægilega vel eftir með hring upp á 75 högg. Glæsilegt hjá þeim báðum!!! Kent Lesa meira
LET Access: Ólafía Þórunn T-27 e. 1. dag á ASGI mótinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR er T-27 þ.e. deilir 27. sætinu ásamt 11 öðrum á ASGI Ladies Open. Lítill munur er á keppendum þannig að einungis 2 högg aðskilja t.a.m. 27. og 10. sætið. Ólafía Þórunn byrjaði á 10. teig, 1. keppnisdag. Hún lék 1. hring á sléttu pari, fékk 1 skolla og 1 fugl en að öðru leyti stöðug. Sú sem er í efsta sæti eftir 1. dag er í nokkrum sérflokki en hún lék 1. hring á 9 undir pari, 63 höggum, en þetta er Carolina Gonzalez Garcia frá Spáni. Leikið er í Gams-Werdenberg Golf Club, Gams, Sviss, dagana 28.-30. apríl 2016. Til þess að sjá stöðuna á ASGI Lesa meira
GK: Golfkylfur.is og Keilir skrifa undir samning
Keilir og Golfkylfur.is hafa ákveðið að framlengja farsælu samstarfi sínu, en Golfkylfur.is hafa boðið upp á viðgerðir og mælingar fyrir kylfinga í aðstöðu Hraunkots. Við undirritun samningsins verður aðstaða Golfkylfur.is stækkuð og nýjum mælitækjum komið fyrir. Aðstaðan færist jafnframt upp á aðra hæð í Hraunkoti. Þessar breytingar munu auka til muna gæði þeirrar þjónustu sem Hraunkot býður uppá og er leitandi að annarri eins aðstöðu hér á landi. Birgir Vestmar, eigandi Golfkylfur.is: “Ég er gríðarlega glaður að geta framlengt farsælu samstarfi mínu með Hraunkoti og Keili, og hlakka til að geta boðið uppá bestu hugsanlegu fitting aðstöðu með nýjustu tækni fyrir allra kylfinga”. Ólafur Þór, framkvæmdastjóri Keilis: “Birgir og hans Lesa meira
Konan eða golfið? „Ég mun hennar sakna“ með Bronz – Myndskeið
Gaman að rifja upp skemmtiatriði á herrakvöldum – sérstaklega þegar við konurnar höfum ekki aðgang að þeim heimi! Hér má rifja upp eitt lag sem heyrðist á skemmtikvöldi Tuddana, sem blása árlega til gríðarlega veglegs herrakvölds. Í laginu, sem hljómsveitin Bronz flytur, er fjallað um grundvallarspurninguna, sem sérhver karlkylfingur stendur frammi fyrir einhvern tímann á ævinni hvort fremur eigi að eiga forgang í lífi hans: golfíþróttin eða konan. Sumir þeir heppnari eiga konur sem spila golf og aðrir beinlínis konur sem hvetja þá og styðja í golfinu, hvernig sem á það er litið, þannig að konur þurfa ekkert að vera alslæmar. Titill lagsins svarar í raun hvað varð fyrir valinu Lesa meira










