Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Li Haotong?

Síðastliðna helgi sigraði kínverskur kylfingur á Volvo China Open og skrifaði Kína í sögubækurnar sem þá þjóð sem ein hefir tekist að sigra á mótinu ár eftir ár. En hver er þessi Haotong? Li Haotong (á kínversku: 李昊桐) fæddist 3. ágúst 1995 og er því 20 ára. Li gerðist atvinnumaður árið 2011 og hefir spilað á  OneAsia Tour og Ástralasíu túrnum (á ensku: PGA Tour of Australasia). Hann hefir líka tekið þátt í nokkrum mótum Evrópumótaraðarinnar, þannig að Volvo China Open er ekki fyrsta mót hans á Evrópumótaröðinni. Li komst á nýja PGA Tour í Kína 2014, þar sem hann hefir sigrað 3 sinnum og hann var efstur á peningalista mótaraðarinnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 09:30

GA: Vel heppnuð æfingaferð GA-unglinga í Leiruna

Hann Sturla Höskuldsson, golfkennari hjá GA skrifar eftirfarandi á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar um æfingaferð unglinga frá Akureyri á Hólmsvöll í Leiru í Keflavík: „Alls voru 14 krakkar í ferðinni ásamt golkennara GA og tveimur foreldrum. Ferðin var góður undirbúningur fyrir mótaröðina í sumar, en fyrst mótið fer einmitt fram í Keflavík í lok maí. Spilamennskan hjá hópnum var almennt nokkuð góð og náðu nokkrir að lækka forgjöfina sína í ferðinni og margir spiluðu hringi í kringum sína forgjöf. Spilað var mót á laugardeginum þar sem að keppt var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari í höggleik var Eyþór Hrafnar Ketilsson á 75 höggum af hvítum teigum en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 09:00

Pro Golf: Þórður hefur leik í Tékklandi

Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Ypsilon Cup sem er hluti af þýsku mótaröðinni Pro Golf Tour. Þátttakendur eru 133 en einn hefir dregið sig úr mótinu. Mótið fer fram í Liberec, Tékklandi og er fyrsta mót Pro Golf mótaraðarinnar, sem fram fer í Evrópu nú í ár. Þórður Rafn á rástíma kl. 13:40 að staðartíma þ.e. kl. 11:40 hér á Íslandi. Til þess að fylgjast með gengi Þórðar Rafns á Ypsilon Cup SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Theodór, Ari og Arkansas Monticello luku leik í 7. sæti á GAC

Theodór Karlsson, GM og Ari Magnússon, GKG, tóku þátt í Great American Conference Championships (GAC) í síðasta mánuði, en mótið fór fram 23.-26. apríl s.l. Mótið fór fram í Hot Springs CC í Arlington, Arkansas. Þátttakendur voru 55 sterkustu kylfingarnir í 10 háskólum. Theodór varð T-24 með skor upp á 226 högg (77 75 74) og Ari T-34 með skor upp á 229 högg (77 76 76) í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni hafnaði Arkansas Monticello í 7. sæti. Sjá má lokastöðuna á GAC með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 08:00

Skrítnar staðreyndir í golfinu

Golf— er endalaus röð harmleikja, hulið torræðishjúp staks kraftaverks. (Óþekktur) Þessa dagana er hægt að spila golfhring á heimskautaísnum, í stríðshrjáðum löndum Afganistan og Írak og á lendum Afríku. Hin ríka saga íþróttarinnar hefur gefið af sér ríkidæmi af furðulegum og bara hreint skrítnum sögum: ••Golf er leikur sem á rætur sínar að rekja til Skotlands fyrir yfir 500 árum síðan en Kínverjar telja að ræturnar liggi í Kína og vísa í leik svipuðum golfi sem var spilaður í Kína 943 fyrir Krist. •• Innan 3 daga á golfvelli í Wales, fóru móðir, faðir og sonur hölu í höggi; líkurnar á að það gerist eru a.m.k. 10 milljónir á móti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 07:00

PGA: DeChambeau spilar á Dean&DeLuca mótinu

Fyrrum leikmaður SMU Bryson DeChambeau er annar af tveimur sem hlýtur hina eftirsóttu undanþágu til þess að spila á  Dean & DeLuca Invitational á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram 26.-29. maí í Colonial CC í Fort Worth, Texas. Hinn, sem hlýtur undanþáguna mikilvægu er fyrrum herbergisfélagi Jordan Spieth í háskóla þ.e. Kramer Hickok, en bæði hann og DeChambeau eru að reyna að komast inn á PGA Tour með góðu gengi á PGA mótum, sem þeim er boðið á af hálfu styrktaraðila. DeChambeau, er aðeins einn af 5 kylfingum til þess að sigra á  U.S. Amateur og vinna NCAA titil á sama ári og hann gerðist atvinnumaður eftir að hann hlaut silfur medalíuna, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2016 | 16:15

GM: Bekkur Emils

Við par-3 9. teig Hlíðarvallar stendur listilega útskorinn bekkur, þar sem á stendur: Emil. Það var Sigurður Waage, sem skar bekkinn út og 6 félagar í GM gáfu bekkinn Golfklúbbi Mosfellsbæjar að gjöf. Bekkurinn er gefinn til minnis um Emil Brynjar Karlsson félaga í GM sem lést langt um aldur fram, en Emil var fæddur    4. janúar 1949 og lést  laugardaginn 6. febrúar 2016. Emil hafði verði félagsmaður, fyrst í GKJ og síðan GM í fjöldamörg ár. Emil var mikið á Hlíðarvelli og er söknuður að sjá hann ekki þar. Hann spilaði mikið sjálfur, en fylgdist einnig með afrekum barna sinna og barnabarna, sem hann studdi með ráðum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jóhanna Leópolds- dóttir og Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Jóhanna Leópoldsdóttir og Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs. Jóhanna er fædd 3. maí 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á Facebook síðu Jóhönnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Jóhanna Leópoldsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og því 57 ára í dag. Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (82 ára); Peter Oosterhuis, 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2016 | 07:00

GK: Brynja búin að opna – Opnunartími Hraunkots

Allt að gerast þessa dagana, Brynja búin að opna Veitingasöluna og Hraunkot komið á sumaropnunartíma. Minnum á opnunartímann í Hraunkoti sem er núna: Æfingaskýlin eru opin alla daga frá kl. 09:00 . Gamla skýlið er opið allan sólarhringinn, en afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum. Mánudaga til fimmtudags 09:00-22:00 Föstudaga 09:00-20:00 Laugardaga 09:00-20:00 Sunnudaga 09:00-21:00 Þegar mót eru er opnað klukkutíma fyrir fyrsta rástíma.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2016 | 19:00

PGA: Stuard sigraði e. bráðabana á Zurich Classic

Það var Brian Stuard sem stóð uppi sem sigurvegari á Zurich Classic, eftir bráðabana við Byeong-Hun An og Jamie Lovemark. Allir luku þeir leik á samtals 15 undir pari, 201 höggi og þurfti því að koma til bráðabana. Spila þurfti par-5 18. holuna á TPC Louisiana tvisvar en eftir leik á 1. holu féll An út og í hitt skiptið féll Lovemark út eftir að hann fékk par en Stuard sigraði með fugli. Til þess að sjá hápunkta mánudagsins (5. dags) SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Zurich Classic 2016 SMELLIÐ HÉR: