Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Darron Stiles (10/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 41. sætinu er Darron Stiles. Darron Gary Stiles fæddist í St. Petersburg, Flórída 1. júní 1973 og er því 42 ára. Hann var þrívegis All-America á háskólaárum sínum í Florida Southern College og spilaði árið 1995 í NCAA Division II National Championship liðinu. Stiles gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og hefir því starfað við uppáhaldsíþróttagrein sína í yfir 20 ár. Stiles spilaði á Nationwide Tour árin 1997, 1999–2002, 2004, og 2008 og á Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Herdís Sveinsdóttir og Auður Guðjónsdóttir – 2. maí 2016
Það eru Herdís Sveinsdóttir og Auður Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingar dagsins. Herdís er fædd 2. maí 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Herdís er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebooksíðu Herdísar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Herdís Sveinsdóttir · 60 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Auður er fædd 2. maí 1943 og á því 73 ára afmæli í dag!!! Auður er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebooksíðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Auður Guðjónsdóttir · 73 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira
Myndasería – 1. maí mót GM 2016
Evróputúrinn: Li Haotong m/sögulegan sigur
Kínverski kylfingurinn Li Haotong sigraði á Volvo China Open, sem er samtarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins, við gríðarlegan fagnað heimamanna í Peking í gær. Með sigrinum varð Kína fyrsta þjóðin til að sigra Volvo China Open mótið tvö ár í röð. Þetta er 1. sigur hins 20 ára Haotong á Evrópumótaröðinni, og er hann næstyngsti Asíubúinn til að sigra á Evrópumótaröðinni. Haotong lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum (69 67 66 64). .Sigurtékki Haotong var upp á € 450,176, sem er langhæsta verðlaunafé hans til þessa. Í 2. sæti 3 höggum á eftir Haotong varð Felipe Aguilar frá Chile, á samtals 19 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. Lesa meira
LPGA: Jenny Shin sigraði í Texas
Það var Jenny Shin frá Suður-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á VOA Texas Shootout Presented by JTBC og var þetta fyrsti sigur hennar á LPGA. Shin lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (68 70 65 67). Gerina Piller sem búin var að vera í forystu allt mótið og leiddi m.a. með 2 höggum fyrir lokahringinn varð að láta sér 2. sætið nægja, sem hún deildi auk þess með Mi Jong Hur og Amy Yang frá Suður-Kóreu, en þær léku allar á 12 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4.hrings VOA Texas Shootout Presented by JTBC SMELLIÐ HÉR: Tilþess að sjá lokastöðuna á VOA Texas Shootout Presented Lesa meira
GM: Hákon og Hjörleifur Harðarsynir sigruðu á 1. maí móti GM 2016
Í dag fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar hið árlega 1. maí mót GM, í allrahanda veðri: sólskini, slyddu, rigningu og hagléli. Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið og veitt verðlaun fyrir besta skor og efstu 5 sætin í punktakeppni og nándarverðlaun á öllum par-3 holum. Um 121 var skráður í mótið og 114 luku keppni, þar af 11 kvenkylfingar en af þeim stóð sig best heimakonan Margrét Óskarsdóttir, GM, bæði í höggleik og punktakeppni – var á 87 höggum og með 32 punkta. Á besta skorinu var Hákon Harðarson úr GR, en hann lék Hlíðavöll á 2 undir pari, 70 höggum. Á hringnum fékk Hákon 8 fugla, 6 pör, 2 skolla og 2 skramba. Lesa meira
Myndasería – 1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar 2016
GHR: Einar Long á besta skorinu á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar!
Í dag fór fram 1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar. Í morgun voru 146 skráðir til leiks en 125 luku honum síðan, þar af 8 kvenkylfingar. Að venju var um að ræða höggleikskeppni með og án forgjöf, sem ekki er svo algeng hér á landi, en hér í eftirfarandi frétt verður einnig greint frá þeim sem stóðu sig best hefði mótið verið punktamót.. Best af konunum stóðu sig Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, klúbbmeistari kvenna í GHR í mörg ár, en hún lék Strandavöll á 86 höggum. Best í punktakeppninni af kvenkylfingunum stóð sig Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, var með 31 punkt. Á besta skori var mótshaldarinn sjálfur Einar Long, en hann Lesa meira
Viðtalið: Hulda Magnúsardóttir – GKS
Viðtal Golf 1 á þessum fyrsta sunnudegi maí-mánaðar, Verkalýðsdeginum, er við frábæran kylfing og spilafélaga. Fullt nafn: Hulda Guðveig Magnúsardóttir. Klúbbur: GKS (Golfklúbbur Siglufjarðar). Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík þ. 24.02.1962. Hvar ertu alin upp? Er alin upp í Reykjavík og bjó þar þangað til 1. júní 1988, er ég flutti til Siglufjarðar. Í hvaða starfi/námi ertu? Starfa sem launafulltrúi hjá Fjallabyggð. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Er gift á 3 börn og 2 hunda, en enginn hefur smitast af golfbakteríunni hér í fjölskyldunni, því miður. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Byrjaði að fikta við golfið 2005 og hellti mér út í þetta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2016
Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira










