Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2016
Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ingveldur Ingvarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. Lesa meira
Ecco Tour: Axel lauk keppni T-24
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, tók þátt í Kitchen Joy Championship. Hann lék á samtals 7 undir pari, 212 höggum (72 68 72). Hann lék á 1 undir pari, 72 höggum, fékk 3 fugla og 2 skolla. Axel landaði 24. sætinu, sem hann deildi með 4 öðrum. Til þess að sjá lokastöðuna á Kitchen Joy Championship SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Laetitia Baek leiðir e. 1. hring Yokohama Tire Classic
Það er 1. ísraelski kylfingur á LPGA-mótaröðinni, Laetitia Baek, sem leiðir eftir 1. hring Yokohama Tire Classic. Baek lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Fyrir þá sem ekki þekkja þennan frábæra kylfing má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. hrings Yokohama Tire Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Yokohama Tire Classic SMELLIÐ HÉR.
Sögulegt á Evróputúrnum
Í fyrsta skipti í golfsögunni munu karla- og kvennagolfmót fara fram á sama keppnisstað. Sjá nánar um það með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2016
Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín. Hann er ásamt samhöfundi sínum, landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“ og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson – Lesa meira
Pro Golf: Þórður Rafn úr leik
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurð á Ypsilon Cup. Þórður Rafn lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74) og því miður dugði það ekki til. Aðeins munaði 1 höggi á Þórður Rafn næði niðurskurði. Sá sem er efstur fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun í mótinu er Benedict Staben, en hann hefir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum (73 66). Til þess að sjá stöðuna á Ypsilon Cup SMELLIÐ HÉR:
LET: Ólafía hefur leik í Marokkó í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Lalla Meryam mótið fer fram í Marokkó og er leikið á Royal Dar Es Salam vellinum. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: Þetta er fimmta mótið á keppnistímabilinu 2016 á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía hefur leik kl. 12.25 að íslenskum tíma. Hún verður með tveimur spænskum keppendum í ráshóp fyrstu tvo dagana. Eftir 36 holur, eða tvo keppnisdaga, verður niðurskurður í keppendahópnum fyrir lokakeppnisdagana en alls eru leiknar 72 holur á fjórum dögum á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum á þessu tímabili á Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Halldór Jóhann Sævar Jósefsson og Örvar Samúelsson ——– 4. maí 2016
Þetta er afmælisdagur mikilla kylfinga m.a. á nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy afmæli í dag; er 27 ára og alltaf að verða eldri. Þeir kylfingur sem eru afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1 eru Örvar Samúelsson og Halldór Jóhann Sævar Jósefsson. Örvar er fæddur 4. maí 1991 og á því 25 ára afmæli í dag. Hann er í Goflklúbbi Akureyrar. Komast má á facebook síðu Örvars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Örvar Samúelsson – 25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Halldór Jóhann Sævar Jósefsson. Hann er fæddur 4. maí 1996 og á því 20 ára afmæli í dag. Komast má á facebook Lesa meira
Ilmurinn hennar Anniku
Annika Sörenstam verður fyrirliði liðs Evrópu í næsta Solheim Cup sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári, 2017. Fyrir utan að vera einn sigursælasti kvenkylfingur allra tíma (með 89 sigra þar af 10 risamótssigra í kvennagolfinu) þá sneri Annika sér að viðskiptum og setti m.a. á markað ilmvatnið Annika 2009. Því miður var samstarf Anniku við ilmvatnsframleiðandann ekki farsælt og er í dag ekki hægt að nálgast ilmvatnsglas af „Anniku“ ilminum nema í gegnum Anniku. Sjá með því að SMELLA HÉR: Ilmvatnið virðist þó enn vera hægt að kaupa m.a. á ýmsum netverslunum. Þann 9. febrúar 2010 skrifaði ritstjóri Golf 1 grein á iGolf vefinn sem bar heitið „Ilmurinn Lesa meira
Evróputúrinn: Westy með á Bro Hof Slott
Lee Westwood (oft nefndur Westy) hefir gefið út að hann muni spila í móti á Evrópumótaröðinni, þ.e. Nordea Masters mótinu, sem fram fer á velli Bro Hof Slott GC í Stokkhómi, Svíþjóð, 2. -5. júní n.k. Hann vann mótið síðast 2012, en hann hefir sigrað þrívegis í þessu móti. Westy, sem tekið hefir 9 sinnum þátt í Ryder Cup hefir náð frábærum árangri í þessu sögulega móti, sem fyrst fór fram árið 1991, en þá vann Colin Montgomerie sigur í því. Westy átti 5 högg á landa sinn, Ross Fisher í Stokkhólmi fyrir 4 árum og innsiglaði þar með 22. sigur sinn á Evrópumótaröðinni. Síðast sigraði Westy fyrir 2 árum, þ.e. 2014, Lesa meira










