Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad — 7. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og er því 37 ára í dag. Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005. Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour. Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 14:00

Hlið Rory á af hverju áhorfanda var vikið af velli á Wells Fargo

Sá sem á titil að verja á Wells Fargo móti PGA Tour mótaraðarinnar, Rory McIlroy, hafði rétt tíað upp á par-3 6. teig  Quail Hollow, sem var 15. hola hans þann daginn, þegar golfbolta var hent á teiginn til hans með  áföstum eyrnartappa. Rory sem var nálægt því að fá ás á holunni og setti síðan niður fyrir glæsifugli af 1 1/2 metra færi (á hring upp á 73) sagði við blaðamenn um þetta atvik: „Þetta var svolítð skrítið. Þetta hefur í raun aldrei komið fyrir mig áður.“ Nr. 3 á heimslistanum (Rory) var að spila við Rickie Fowler, sem var að undirbúa sig að slá teighögg sitt þegar boltinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 12:00

Í golfi: Kurteisi kostar ekkert!

Nú þegar golfsumarið er handan við hornið er ekki úr vegi að rifja upp siðareglur golfsins. Fyrir 5 árum fékk R&A írska kylfinginn Pádraig Harrington til þess að vera kynnir góðra siðareglna í u.þ.b. 10 mínútna löngu myndskeiði, sem nefnist “The Etiquette of Golf.” Í myndinni fjalla ýmsir aðrir atvinnumenn, s.s. Tiger Woods, Lee Westwood, Paul Casey um helstu siðareglur golfsins. Það að vera tillitssamur og góður félagi er það sem gerir golfhring ánægjulegan. Virðing, heiður og hefð eru nátengdar golfíþróttinni og það sem gerir hana svo einstaka. Sjá má myndskeiðið hér að neðan:  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 10:00

10 ráð þegar leikið er á linksara

Á morgun 8. maí 2016 hefst hið árlega Lancôme mót hjá kvenkylfingum og margar eflaust farið að hlakka til. Að venju er leikið á Strandarvelli á Hellu hjá GHR.  Þó Strandarvöllur sé ekki hefðbundinn linksari þá er mikið af sandhólum og ýmislegt þar er líkt því og þegar spilað er á strandvöllum. Þegar golf er spilað á strandvelli (ens.: links) eru aðstæður nokkuð aðrar en þegar spilað er á völlum inn í landi. T.a.m. koma vindur og sandur meira við sögu. Hér á eftir fara 10 ráð Söruh Clinton, fyrrum leikmanns á LET, sem gott er að hafa í huga þegar spilað er á linksara: 1 Spilað í vindi Að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 09:00

Adam Scott gagnrýndur f. að sleppa Ólympíuleikum

Árum saman hefir Ástralinn Adam Scott verið brunnur vonar fyrir þjóð sem þráð hefir nýja golfhetju á borð við Greg Norman. Þrátt fyrir alla pressuna og auknar væntingar hefir Scott aldrei misst cool-ið eða taugarnar og hefir verið fulltrúi þjóðar sinnar með klassa og þokka.  Alls staðar í Forsetabikarnum og í öllum risamótum hefir Scott verið fulltrúi Ástralíu. Þegar Scott vann Masters öskraði hinn venjulega stóíski Scott ‘C’mon Aussie’ eftir að hann sökkti úrslitapúttinu á 72. holu árið 2013. Svo þegar hann fór í græna jakkann geislaði sólin á hann og þjóð hans ….. Ástali. Nú hafa sumir landa hans snúið baki við honum og hann er gagnrýndur harðlega fyrir að sleppa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 07:00

5 ár frá dánardægri Severiano Ballesteros (f. 9. apríl 1957 – d. 7. maí 2011)

Spænska golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í dag fyrir 5 árum síðan og var jarðsettur 4 dögum síðar, þ.e. 11. maí 2011 í heimabæ sínum Pedreña á Spáni. Hann hefði orðið 59 ára 9. apríl í síðasta mánuði. Mitchell Platts skrifaði fallega minningargrein á dánardægri Seve, sem birtist á europeantour.com og fer hluti af henni hér í lauslegri þýðingu: „Seve, bóndasonurinn, sem heillaði golfheiminn frá því augnabliki, sem hann neitaði að gefast upp á Royal Birkdale 1976 hefur tapað þeirri baráttu, sem jafnvel afburða hugrekki hans náði ekki að sigrast á. Severiano Ballesteros Sota frá Spáni dó í dag (fyrir 5 árum síðan, þ.e. 7. maí 2011) eftir hetjulega baráttu við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 04:30

LPGA: Ryu leiðir í hálfleik á Yokohama Tire Classic

Það er So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem er efst eftir 2 spilaða hringi á Yokohama Tire LPGA Classic mótinu, sem fram fer í Prattville, Alabama. Ryu hefir leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65). Í 2. sæti eru Minjee Lee frá Ástralíu og bandarísku kylfingarnir Ryann O´Toole og Morgan Pressel 2 höggum á eftir Ryu. Til þess að sjá stöðuna á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 04:00

PGA: Loupe efstur í hálfleik Wells Fargo

Bandaríski kylfingurinn Andrew Loupe er í efsta sæti í hálfleik Wells Fargo mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer venju skv. fram á golfvelli Quail Hollow Club í Charlotte Norður-Karólínu, sem er mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunnur. Loupe leitast við að vinna fyrsta sigur sinn á PGA Tour og er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur mótaraðarinnar. Hann hefir leikið fyrstu 2 hringi mótsins á samtals 8 undir pari, 136 höggum (65 71). Í 2. sæti er landi hans Roberto Castro, sem er aðeins 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 137 höggum (71 66). Sjá má stöðuna í hálfleik á Wells Fargo mótinu með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2016 | 18:00

Evróputúrinn: Laporta leiðir í hálfleik

Það er ítalski kylfingurinn Francesco Laporta sem leiðir eftir 2 hringi á Trophée Hassan II í Marokkó. Hann er búinn að spila á samtals 6 undir pari (68 70). Þrír deila 2. sætinu aðeins 1 höggi á eftir, á samtals  5 undir pari,: Borja Virto Astudillo,  Jason Scirvener og  Jeunghun Wang. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2016 | 17:00

LET: Ólafía Þórunn og Laura Davies náðu m.a. ekki niðurskurði á Lalla Meryem

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, spilaði í sínu fyrsta LET móti á þessu keppnistímabili, Lalla Meryem í Marokkó, móti öllum sterkustu kvenkylfingum Evrópu. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð; lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76). Niðurskurðarlínan var miðuð við 6 yfir pari. Enska golfdrottningin Laura Davies, sem einnig tók þátt í mótinu, komst heldur ekki í gegnum niðurskurð. Efst eftir 2 hringi er enski snillingurinn Florentyna Parker í efsta sæti, en hún hefir spilað á 6 undir pari, 138 höggum. (67 71). Til þess að sjá stöðuna a Lalla Meryem SMELLIÐ HÉR: