Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 09:55

PGA: Hahn sigvegari á Wells Fargo

Það var James Hahn sem stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo Championship. Hahn lék samtals á 9 undir pari, líkt og Roberto Castro og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, sem Hahn sigraði á þegar á 1. holu bráðabanans. Fyrir sigurinn hafði Hahn í 8 skipti mistekist að komast gegnum niðurskurð. Svona er golfið – stundum eru jafnvel bestu kylfingar í lægð … svo ná þeir himinhæðum efsta sætis í móti. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Wells Fargo Championship 2016t SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sja lokastöðuna á Wells Fargo Championship 2016 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 09:00

Stundum gengur allt á afturfótunum í golfi!

Það lenda allir kylfingar í því, á einhverjum tímapunkti, að allt gangi á afturfótunum hjá þeim í hinni göfugu íþrótt golfsins. Það er á þeim tímapunktum, sem mest reynir á karakter viðkomandi kylfings. Hvernig er brugðist við? Með blóti og ragni, með kylfukasti eða með hótunum um að hætta í golf, sem enginn “alvöru” kylfingur getur staðið við? Sumir kylfingar kenna veðrinu um, á Íslandi er það þessi eilífi vindur eða rigningin eða þá hreint og beint snjór eða haglél, sem truflar; í Flórída helvítis hitinn, rakinn og moskítóflugurnar. Þegar svo haft er í huga að jafnvel snillingarnir eins og Rory eða Henrik Stenson, henda frá sér kylfum í bræðiskasti, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 08:45

LPGA: Ariya sigraði í Alabama

Það var thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn sem sigraði á Yokohama Tire LPGA Classic mótinu í Prattville, Alabama. Ariya lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 69 63 72) og vann sér inn vinningstékkann upp á $ 195.000,- Öðru sætinu deildu bandarísku kylfingarnir Stacy Lewis og Morgan Pressel ásamt Amy Yang frá Suður-Kóreu, aðeins 1 höggi á eftir Jutanugarn. Sjá má lokastöðuna í Yokohama Tire LPGA Classic með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahrings Yokohama Tire LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 08:30

Evróputúrinn: Wang sigraði á Trophée Hassan II e. bráðabana v/ Elvira

Það var Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Trophée Hassan II í Marokkó í gær, en mótið var hluti Evrópumótaraðarinnar. Wang var jafn Nacho Elvira frá Spáni eftir hefðbundinn 72 holu leik; léku báðir á samtals 5 undir pari, 283 höggum, hvor. Það varð því að koma til bráðabana milli Wang og Elvira og þar hafði Wang betur  á 2. holu bráðabanans, en par-5 18. hola golfvallar Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó var spiluð tvisvar. Wang fékk í bæði skipti fugl á holuna, meðan Elvira tapaði á pari í seinna skiptið. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Raphaël Jacquelin og Jens Gud – 8. maí 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Raphaël Jacquelin og Jens Gud.  Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og á því 42 ára afmæli í dag! Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi, fyrir 20 árum síðan 1995, eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var fyrir 10 árum, árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2016 | 07:30

PGA: Blair vikið úr móti f. að beygla pútter meðan á leik stendur og nota breytta kylfuna

Golf getur verið pirrandi íþrótt og stundum sýður pirringurinn yfir og einhverjir beygla jafnframt pútterinn sinn með höfðinu á sér og er hent úr móti. Ef þið hafið spilað golfhring þá vitið þið hversu mikil áskorun íþróttin er og hversu pirrandi það getur verið þegar boltinn fer ekki þangað sem þið ætlið honum þrátt fyrir að þið hafið gefið ykkar besta. PGA Tour kylfingurinn Zac Blair veit allt of vel hvernig það er að verða svona pirraður og í fyrradag á 2. hring (þ.e. á föstudeginum) á Wells Fargo Championship missti hann pútt á 5. holu. Blair barði pútternum í höfuð sér, púttaði síðan og púttið datt. Þannig að hvað er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2016 | 00:30

Evróputúrinn: Hanson í 1. sæti f. lokahringinn í Marokkó

Það er Englendingurinn Chris Hanson, sem leiðir á Trophée Hassan II í Marokkó eftir 3. keppnisdag. Hanson er búinn að spila á samtals 6 undir pari, 210 höggum (72 71 67). Í 2. sæti er landi Hanson David Dixon og Frakkinn Clément Fernardo á samtals 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. dag Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 23:59

LPGA: Ariya efst á Yokohama Tire Classic e. 3. dag

Það er hin thaílenska Ariya Jutanugarn, sem er efst á Yokohama Tire LPGA Classic, í Prattville, Alabama. Þriðji hringur Ariyu var einkar glæsilegur en hún lék hann á 63 glæsihöggum; fékk 10 fugla, 7 pör og 1 skolla. Samtals er Ariya búin að spila á 14 undir pari, 202 höggum (70 69 63). Hún hefir 3 högga forystu á þær Minjee Lee frá Ástralíu og Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum, sem deila 2. sætinu fyrir lokahringinn á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. dag Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 23:40

PGA: Fowler í forystu f. lokahring Wells Fargo

Það er Rickie Fowler sem er efstur að loknum 3 hringjum á móti vikunnar á PGA Tour, Wells Fargo mótinu, sem fram fer í Charlotte, Norður-Karólínu. Fowler er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 68 68). Í 2. sæti, fast á hæla honum er Roberto Castro aðeins 1 höggi á eftir eða á 8 undir pari, 208 höggum (71 66 71). Til að sjá hápunkta 3. hrings á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna á Wells Fargo Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 19:55

Golfgrín á laugardegi 2016

Hér kemur einn sem ekki verður þýddur: „Did you know that O.J. Simpson, Monica Lewinsky, Ted Kennedy, and President Bill Clinton are all avid golfers? O.J.’s a slicer, Monica’s a hooker, Ted Kennedy can’t drive over water, and Clinton can’t seem to hit the right hole!“ Og hér koma nokkrar sagnir óþekktra sem þekktra kylfinga, sem heldur verða ekki þýddar, því þá missa þær sín pínulítið: Óþekktir Drive for show, Putt for dough, Shank for comic relief. Golf is a game where the ball lies poorly, and the players well. Real golfers know how to count over five, when they have a bad hole. Real golfers don’t miss putts, they Lesa meira