Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 09:45

Hver er kylfingurinn: James Hahn?

James Hahn sigraði s.l. sunnudag í 2. sinn á PGA mótaröðinni bandarísku, þ.e. á Wells Fargo Championship, sem venju skv. fer fram í Quail Hollow í Norður-Karólínu. Hitt mótið sem vann Hahn er Northern Trust Open, sem leikið er  í heimaríki hans Kaliforníu, þ.e. í  Riviera golfklúbbnum í Pacific Palisades, í Kaliforníu. Sigurinn vannst í febrúar 2015. Hahn hefir því sigrað tvívegis á PGA Tour. En hver er James Hahn? James Hahn fæddist 2. nóvember 1981 í Seoul, Suður-Kóreu og er því 34 ára . Hann var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði golf með golfliði University of California, Berkeley og þekkti Riviera völlinn, þar sem hann vann fyrsta PGA Tour sigur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 20:30

Myndasería frá Lancôme Open – 8. maí 2016

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 16:39

GHR: Auður Elísabet, Ásgerður Þórey og Hrönn sigruðu á Opna Lancôme

Hið árlega Lancôme kvennamót í golfi fór að venju fram á Strandarvelli, Hellu, í dag, 8. maí 2016, í dýrðarinnar veðri undir vökulu auga Heklu. Það voru 96 kvenkylfingar skráðir í mótið og luku 87 keppni. Sem fyrr voru glæsilegar teiggjafir veittar í boði Lancôme, sem og vinningar að heildarverðmæti kr. 800.000,- og er við hæfi að þakka Termu heildverslun fyrir að styrkja mótið svo veglega á ári hverju með glæsilegum Lancôme snyrtivörum. Leikið var venju samkvæmt í 3 forgjafarflokkum og eru úrslit eftirfarandi: Úrslit í 1. flokki kvenna (fgj. 0-14): 1 sæti  Auður Elísabet Jóhannsdóttir GR (16 21) 37 punktar 2 sæti  Anna Snædís Sigmarsdóttir GK (18 18) 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 16:38

Viðtalið: Sigurveig Þóra Sigurðardóttir – GR

Viðtalið í kvöld er við frábæran kylfing, sem m.a. spilar reglulega golf í Riyadh, Sádí-Arabíu og Dubaí. Hún tók þátt í hinu árlega Lancôme-móti hjá GHR í dag.  Hér fer viðtalið. Fullt nafn:  Sigurveig Þóra Sigurðardóttir. Klúbbur:   GR. Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist í Kastalabrekku, í Ásahrepppi, Rangárvallasýslu 4. febrúar 1957. Hvar ertu alin upp?:  Í Kastalabrekku. Í hvaða starfi/námi ertu?: Ég er barnalæknir. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég byrjaði í golfi vegna þess að systir mín og maðurinn minn spila golf;  ég vildi geta varið einhverjum tíma með honum. Þórunn systir leyfði mér að koma með sér á völlinn af þvílíkri gæsku. Ég tel mig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 16:30

GK: Sissó á 65 á Hreinsunarmótinu!

Sunnudaginn 8. maí 2016 fór fram Hreinsunarmót Keilis, en 24 kylfingar tóku þátt, þar af 3 kvenkylfingar en af þeim stóð Hulda Soffía Hermannsdóttir, GK sig best, en hún lék Hvaleyrina á 88 höggum. Kylfingarnir fengu að spila Hvaleyrina eftir að vera búnir að lagfæra, hreinsa og þrífa völlinn áður fyrir komandi sumar, en á eftir var grillað upp í Golfskála. Sigurþór Jónsson (Sissó), GK var á besta skori keppenda, lék Hvaleyrina á 6 undir pari, stórglæsilegum 65 höggum. Á hringnum flotta fékk Sissó 8 fugla 8 pör og 2 skolla, en skollarnir komu á 9. og 11. braut. Hér að neðan má sjá úrslitin í mótinu að öðru leyti:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Gal ———— 9. maí 2016

Það er W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sandra er fædd 9. maí 1985 og á því 31 árs stórafmæli í dag! Foreldrar Söndru heita Jan og Alexandra Gal og er hún einkabarn þeirra. Sandra er mjög listhneigð og fæst við að mála myndir í frítíma sínum. Hún var við nám í University of Florida 2005-2007 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliðinu The Florida Gators. Sandra hefir 1 sinni sigrað á LPGA og finnst mörgum orðið tímabært að hún bæti öðrum sigri við, en hún hefir verið að standa sig mjög vel á mótum á 2015 og 2016 tímabilunum og var m.a. í Solheim Cup liði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 13:55

Maður sem varð f. bíl á golfvelli kláraði hringinn 7 mánuðum síðar

Kevin Reinert, 61 árs ofursti til 28 ára í Bandaríkjaher, sem kominn er á eftirlaun, var að spila golf á golfvelli Starmount CC í Greensboro, Norður-Karólínu í Bandaríkjunum þegar hann varð fyrir bíl sem keyrt var inn á völlinn við 18. teig, 6. október á s.l. ári. Þetta varð til þess að Reinert átti 1 holu eftir óspilaða. Bíllinn, sem keyrt var inn á golfvöllinn var hluti glæpaöldu, sem reið yfir borgina þennan dag. Reinert hlaut vegna þessarar óviðbúnu atburðarrásar brot á fótlegg, báðar hnéskeljar hans möskuðust og eins löskuðust liðir og taugar í fótleggjum hans. Þetta breytti engu um það að honum langaði til að klára að spila 18. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 12:30

Hver er kylfingurinn: Ariya Jutanugarn?

Ariya Jutanugarn sigraði í gær, 8. maí 2016 á Yokohama Tire LPGA Classic mótinu, sem fram fór í Prattville, Alabama. Ariya Jutanugarn fæddist í Bankok 23. nóvember 1995 og er því 20 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2013. Hún byrjaði í golfi aðeins 5 ára með því að æfa sig á æfingasvæðinu í Bankok, Thaílandi. Mestu áhrifavalda sína í gofinu segir hún vera foreldra sína, sem eiga golfverslun í Thaílandi. Meðal áhugamála er tennis, að fylgjast með thaílenskum dramasjónvarpsþætti og ferðast. Hápunktar á áhugamannsferli Jutanugarn: Vann US Junior Amateur, US Amateur Public Links, AJGA Rolex Girls Junior, Canadian Women´s Amateur og Polo Golf Junior Classic. Hún var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 12:00

Ótrúleg pútt – Myndskeið

Hér á eftir fer samantekt 1 Step to Better Golf á einhverjum ótrúlegustu púttum, sem dottið hafa. Þeir, sem setja niður pútt eru Jodi Ewart, Sang Moon Bae, Jack Nicklaus, Robert Streb, Jordan Spieth og Ben Crane.  Mót sem þessi pútt duttu stórmót LPGA og PGA. Líkt og flestir vita telur eitt lítið pútt út á velli  jafnmikið og lengstu dræv, þannig að bestu kylfingarnir eru þeir, sem líka eru góðir í stutta spilinu. Til þess að sjá myndskeiðið sem er með alveg hreint ótrúlegum púttum  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 11:00

GKG: 14 ára stelpa sigraði á Opnunarmóti GKG

Það var Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, sem sigraði á Opnunamóti GKG sem fram fór s.l. laugardag, 7. maí 2016. Það voru 147 skráðir í mótið og luku 144 keppni, þar af 32 kvenkylfingar. Hulda Clara bar af bæði í höggleik og punktakeppni, af konunum lék Leirdalinn á 3 yfir pari, 74 höggum.  Jafnframt var Hulda Clara með flesta punkta yfir allt mótið. Hulda Clara er fædd 5. mars 2002 og því nýorðin 14 ára. Á besta skori opnunarmótsins var hins vegar Sigurður Arnar Garðarsson, GKG; lék Leirdalinn á 1 yfir pari, 72 höggum. Vegleg verðlaun voru fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni og urðu úrslit sem Lesa meira