Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 06:30

PGA: Day enn í forystu á Players e. 2. dag

Ástralski kylfingurinn Jason Day heldur forystu sinni á The Players mótinu í hálfleik. Day er búinn að spila á samtals 14 undir pari og hefir 3 högga forystu á næstu menn, en á eftir að ljúka hring sínum, en hringnum var frestað til dagsins í dag vegna myrkurs. Day á eftir að spila 4 holur og getur því enn aukið forskot sitt …. ja, eða tapað því niður, en sem stendur er hann enn efstur!!! Sá sem er í 2. sæti á samtals 11 undir pari (65 68) er Írinn Shane Lowry og í 3. sæti á 10 undir pari Svíinn Jonas Blixt; Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale (65 69) og Þjóðverjinn Alex Cejka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ólafsson – 13. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ólafsson. Jóhannes er fæddur 13. maí 1951 og á því 65 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Jóhanness hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Jóhannes Ólafsson (65 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhannes Ólafsson, 13. maí 1951 (65 ára); Finnur Sturluson, 13. maí 1952 (64 ára); Iain McGregor (kylfusveinn Alastair Forsyth) f. 13. maí 1961 – d. 11. maí 2014; Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson, 13. maí 1965 (51 árs);  Arnar Loftsson, 13. maí 1967 (49 ára); Patrik Sjöland 13. maí 1971 (45 ára); Nathan Andrew Green, 13. maí 1975 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 15:00

LET Access: Valdís lauk keppni í 3. og Ólafía í 23. sæti!!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Ólafia hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 11:25

Ecco Tour: Axel á 70 á 2. hring í Danmörku

Axel Bóasson, atvinnukylfingur í GK tekur þátt í Kellers Park Masters Pro/Am, Presented by Vejle Kommune, en mótið fer fram á keppnisgolfvelli Kellers Park GC í Vejle í Danmörku. Keppendur eru alls 71 en 1 dró sig úr móti. Axel er samtals búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (70 70). Axel fékk örn, fugl og skolla á hringnum (þ.e. 5 + 2 – 1 = 6 punkta) skv. því leikfyrirkomulagi sem leikið er eftir en skv. því gefur albatross 8 punkta, örn 5 punkta, fugl 2 punkta, par gefur enga punkta, skolli er -1 punkta og skrambi -3 punkta Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 10:59

LET: Choi og Feng efstar á Buick mótinu í hálfleik

Það eru Shashan Feng frá Kína og  Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, sem eru efstar í hálfleik á Buick Championship, sem er mót vikunnar á LET. Leikið er í Qizhong Garden Golf í Shanghai, Kína. Choi og Feng eru búnar að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum, hvor; Choi (69 68) og Feng (71 66). Þriðja sætinu deila síðan Xu Yu Lin frá Kína og hin bandaríska Beth Allen, báðar aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum. Til þess að sjá stöðuna á Buick Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 10:45

PGA: Day efstur e. 1. dag The Players

Jason Day er efstur eftir 1. dag The Players mótsins, sem fram fer venju skv. á TPC Sawgrass, á Ponte Vedra Beach í Flórída. Day var sjóðheitur, jafnaði m.a.s. vallarmetið á 1. degi. Hann kom í hús á stórglæsilegu skori, 9 undir pari, 63 höggum; fékk 9 fugla og 9 pör. Svona á að gera þetta!!! Sjá má stöðuna að öðru leyti á the Players með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á The Players með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 09:00

Golfkennsla: Hvernig fæst bakspinn á golfbolta?

Sumir kunna að spyrja sig hvernig bakspinn fáist á golfbolta? Hér er eitt kennslumyndskeiðið þar sem golfkennarinn og fyrrum atvinnukylfingurinn Rickard Strongert fer í gegnum það hvernig farið er að því að fá bakspinn á golfbolta. Sjá má myndskeið Strongert með því að SMELLA HÉR:  Hér má sjá annað tveggja ára gamalt kennslumyndskeið Golf Masters 2014 SMELLIÐ HÉR:  Hér má sjá spinn kennt með myndum lið fyrir lið SMELLIÐ HÉR  Golf Channel hefir auðvitað ráð þegar kemur að bakspinni SMELLIÐ HÉR:  Hér má sjá enn eitt golfráðið þegar kemur að bakspinni á golfbolta SMELLIÐ HÉR:  Ráðin á vefnum eru mörg en nú er bara að fara út á völl og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 08:30

Evróputúrinn: Dodt efstur e. 1. dag á Máritíus

Það er ástralski kylfingurinn Andrew Dodt sem er efstur eftir 1. dag AfrAsia Bank Mauritius Open. Dodt er e.t.v. ekki sá þekktasti á Evróputúrnum og sjá má eldri kynningu Golf 1 á kylfingnum Andrew Dodt með því að SMELLA HÉR:  Spilað er á golfvelli Four Seasons GC á Anahita. Dodt spilaði 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Fylgjast má með stöðunni en verið er að spila 2. hring með því að SMELLA HÉR: Sjá má myndskeið frá hápunktum 1. dags með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 06:00

Golfdagar í Kringlunni 12.-14. maí 2016

Það verður mikið um að vera á golfdögum Kringlunnar og GSÍ sem fram fara dagana 12. -14. maí n.k. Golfdagar í Kringlunni hafa nú fest sig í sessi á vordögum enda gríðarlega vinsælir og hafa laðað að mikinn fjölda gesta. Á fjórða tug verslana verða með golftengd tilboð á þessum dögum og margar verslanir tengja útstillingar í verslunum sínum golfíþróttinni með skemmtilegum hætti. Golfdagar Kringlunnar og GSÍ ná hátindi laugardaginn 14. maí. Á þeim degi verða fulltrúar frá fjölda golfklúbba í göngugötu Kringlunnar og kynna þar starfsemi sína á sérstakri golfsýningu. Samhliða á þeim degi verður boðið upp á ýmsar golfþrautir, kynningar, fræðslu, leiki og keppnir. Þar verður m.a. keppt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 19 ára afmæli í dag. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Sumarið, 2012, spilaði Birgir Björn bæði á Unglingamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Hann byrjaði árið 2012 á því að fara í æfingaferð með landsliðshópnum, völdum af Úlfari Jónssyni, til Eagle Creek í Lesa meira