Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 13:00

LET: Feng sigraði á Buick Championship í Kína

Það var kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, sem sigraði á Buick Championship í Kína. Feng lék á samtals 14 undir pari líkt og NY Choi og varð síðan að koma til bráðabana milli þeirra. Þar fékk Feng fugl setti niður glæsilegt 3 1/2 metra pútt meðan Choi fékk leiðindaskolla. Leikið var á Qizhong Shanghai Garden Golf. Til þess að sjá lokastöðuna á Buick Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 12:00

GK: Andri Þór að besta skorinu á Opna Icelandair

Í gær, 14. maí 2016, var haldið fyrsta opna mót sumarsins á Hvaleyrarvelli. 171 kylfingur mætti til að taka þátt í Opna Icelandair Golfersmótinu. Smá rignarúði tók á móti kylfingum í morgunsárið. En fljótlega kom fyrirmyndar veður og má þakka veðurguðunum kærlega fyrir það. Mikill áhugi var á mótinu strax og þurfti að bætta við rástímum og var byrjað kl 07:00 um morguninn. Verðlaun voru glæsileg að vanda og er Icelandair Golfers þakkað kærlega fyrir flott samstarf. Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum fyrir skemmtilegan og ánægjulegan dag. Verðlaunahafar munu fá senda tilkynningu um vinninga sína í tölvupósti fljótlega eftir helgi. Úrslit mótsins urðu eftirfarandi: Besta skor: Andri Þór Björnsson GR 66 högg Evrópumiði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 11:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Skráningarfrestur á Egils Gull mótið rennur út í kvöld – Skrá sig!

Skráning stendur yfir í fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni, Egils Gull mótið, hefst föstudaginn 20. maí á Strandarvelli á Hellu. Skráningarfrestur í Egils Gull mótið rennur út á miðnætti dagsins í dag, sunnudaginn 15. maí. Þannig að það er um að gera að fara inn á golf.is með því að SMELLA HÉR: …. og skrá sig!!! Nú þegar hafa fyrrum Íslandsmeistarar á borð við Ólaf Björn Loftsson (GKG), Kristján Þór Einarsson (GM), Sigmundur Einar Másson (GKG), og Þórdís Geirsdóttir (GK) skráð sig til leiks. Dagskrá Eimskipsmótaraðarinnar fyrir keppnistímabilið 2016: 20.– 22. maí: Egils Gull mótið. GHR, Strandarvöllur, Hellu. (1) 3.– 5. júní: Símamótið. GM, Hlíðavöllur, Mosfellsbæ. (2.) 18.– 21. júní: KPMG-bikarinn. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 09:43

Myndasería – Böddabitamótið hjá GV ———— 14. maí 2016

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 09:30

GV: Andri Steinn sigraði á Böddabita-mótinu

„Ég elska Vestmannaeyjavöll.“ Þetta mátti heyra þá segja, sem voru að spila í 1. sinn á vellinum í Böddabita-mótinu, sem fram fór í skínandi fögru veðri í Vestmannaeyjum 14. maí 2016.  Hinir sem voru að spila hann aftur hafa væntanlega líka gert það af sömu ástæðu. Völlurinn er hreint út sagt frábær og fallegur í alla staði;  það eru einfaldlega ekki til nógu stór lýsingarorð, sem ná honum. Þvílík forréttindi sem Vestmanneyingar njóta að spila á svona flottum golfvelli á hverjum einasta degi. Að svona völlur skuli vera til á Íslandi. Hann er dásamlegt djásn í ríkri golfvallarflóru Íslendinga, golfvalla fegurstur og skemmtilegastur að spila á!!! Við erum á Íslandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 18:00

Innilega til hamingju með merkisafmælið Þórveig!!!

Hún Þórveig Hulda Alfreðsdóttir á merkisafmæli í dag! Þórveig er fædd 14. maí 1966. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þórveig varði afmælisdeginum við uppáhaldsiðjuna, þ.e. golfleik á flottasta golfvelli Íslands, Vestmannaeyjavelli í Böddabita- mótinu og var afmælissöngurinn m.a. sunginn fyrir hana þar af þátttakendum í mótinu! Golf 1 óskar Þórveigu innilega til hamingju með stórafmælið … og margra skemmtilegra golfhringja!!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal ———- 14. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal. Blair O´Neal fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og er því 35 ára í dag . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar mögulegan: Hún var í U.S. Junior Ryder Cup Team Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 10:15

Evróputúrinn: Dodt enn efstur á Máritus e. 2. dag

Það er ástralski kylfingurinn Andrew Dodt sem er enn efstur í hálfleik á AfrAsia Bank Mauritius Open. Dodt er e.t.v. ekki sá þekktasti á Evróputúrnum og sjá má eldri kynningu Golf 1 á kylfingnum Andrew Dodt með því að SMELLA HÉR: Spilað er á golfvelli Four Seasons GC á Anahita. Dodt spilaði á samtals 8 undir pari, (66 70) Fylgjast má með stöðunni en verið er að spila 3. hring með því að SMELLA HÉR: Sjá má myndskeið frá hápunktum 2. dags með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 10:00

LPGA: Choi og Feng enn í forystu í Kína f. lokahringinn

„Heimakonan“ Shashan Feng og NY Choi frá Suður-Kóreu eru enn hnífjafnar fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun á Buick Championship. Mótið fer fram í Shanghai Qizhong Garden Golf í Kína. Choi og Feng eru báðar á samtals 14 undir pari, hvor; Choi (69 68 70) og Feng (71 66 70). Bandaríski kylfingurinn Beth Allen er í 3. sæti 2 höggum á eftir forystukonunum á 7 undir pari og í 4. sæti er enski kylfingurinn Florentyna Parker á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Buick Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 09:00

Fleiri „stór nöfn“ taka þátt í Opna skoska

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum, Darren Clarke, og kylfingarnir Luke Donald og Lee Westwood hafa varpað stjörnuglansi sínum á Aberdeen Asset Management Scottish Open eða Opna skoska, sem mun fara fram á Castle Stuart Golf Links, dagana 7.-10. júlí n.k. Aðrir sem taka þátt í mótinu og voru búnir að tilkynna þátttöku eru fimmfaldur risamótasigurvegarinn Phil Mickelson, sigurvegari Opna bandaríska 2010, Graeme McDowell, nr. 6 á heimslistanum Henrik Stenson og hetja Evrópu í Ryder bikarnum 2014,  Jamie Donaldson. Þetta er í 34. sinn sem Opna skoska fer fram og vinningsfé mótsins er í hærra kantinum eða £3.25 milljónir (u.þ.b. 591,5 milljónir íslenskra króna). Clarke, 47 ára, á enn eftir að sigra í mótinu en hann Lesa meira