Viðtal LET Access við Valdísi Þóru Jónsdóttur
Leik hefur nú verið frestað til kl. 14:00 að staðartíma (þ.e. kl. 12:00 að íslenskum tíma) á Ribeira mótinu í Lugo, Spáni sem þær Valdís Þóra og Ólafía Þórunn taka þátt í. Og nú rétt í þessu var verið að tilkynna að ekkert yrði leikið í dag vegna þess að völlurinn er óleikhæfur. Mótið hefir jafnframt verið stytt í 36 holu mót og verður reynt að klára mótið á morgun. Í stað nýrrar stöðu er ætlunin hér að birta viðtal við Valdísi Þóru, frá því í febrúar s.l. nánar tiltekið 16. febrúar 2016, en þá birti LET Access mótaröðin kynningu á Valdísi Þóra á vefsíðu sinni. Hér má sjá viðtalið í Lesa meira
Kaddý Kaymer óheppinn í kreditkorta rúllettu!
Það var kaddý sigurvegara The Players og Opna bandaríska 2014, Martin Kaymer, sem tapaði stórt í Ruth´s Chris Steakhouse, á Ponte Vedra Beach í Flórída, í gær. Hefð er fyrir því að allir kaddýar atvinnukylfinga komi saman þar fyrir atburðinn mikla, sem hefst í dag, sjálft Players mótið og snæði og drekki saman. Eftir á er öllum kreditkortum viðstaddra komið fyrir í hatt nokkurn og síðan er eitt kortið dregið og sá borgar fyrir alla. Skemmtileg rúlletta það! Nema fyrir þann sem fær kortið sitt dregið og í ár var það kaddý Martin Kaymer – sem væntanlega á þó fyrir reikningnum, en í dag eru margir kaddýar betur launaðir en Lesa meira
Allt í góðu milli Elínar og Lindsey
Golf 1 birti slúðurfrétt þar um að fyrrum eiginkonu og kærustu fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, kæmi illa saman, þ.e. Elínu Nordegren og Lindsey Vonn. Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Það átti að hafa sést á því að starfsmönnum Kentucky Derby hafði verið fyrirskipað að fá þeim stöllum ekki sæti nálægt hvor annarri. Nú er Lindsey Vonn búin að svara fyrir sig á félagsmiðlunum. Og það sem meira er hún birtir einnig meðfylgjandi mynd af sér og Elínu og vinkonum sínum. Lindsey tvítaði þannig: „Great to see Elin and friends at the #kentuckyderby last weekend. She was stunning as always!“ (Lausleg þýðing: „Frábært að Lesa meira
Ko meðal kóngafólks
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, hin ný-sjálenska Lydia Ko, lét taka myndir af sér með kóngafólki, þ.e. bæði hefðbundnu og síðan einnig úr íþróttaheiminum. M.ö.o. Ko hitti Harry prins á Invictus leikunum, sem fram fara í Orlandó, Florida og einnig Ian Thorpe sundkóng. Invictus leikarnir eru alþjóðlegir, fjölíþrótta leikar sem fram fara til styrktar særðum og sjúkum hermönnum. Á heimasíðu sína skrifaði Ko m.a. um hversu stolt hún væri að tengjast leikunum sbr.: „Very proud and honored to be @invictusorlando ambassador. The games are an amazing way to thank and honor the brave men and women and their families who have served and sacrificed for our countries! So inspired and Lesa meira
Golfvellir á Spáni: La Manga
La Manga golfvöllurinn í Cartagena á Spáni, er mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunnur og ein þeirra, sem spilaði golf þar í vor ásamt fjölskyldu sinni er Inga Magnúsdóttir, margfaldur klúbbmeistari kvenna í GA og Íslandsmeistari í golfi, móðir Magga Birgis, golfkennara. Meðal fjölmargra annarra íslenskra kylfinga, sem spilað hafa La Manga mætti t.d. nefna Tinnu Jóhannsdóttur, GK, en hún tók þátt í Q-school þ.e. úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna á La Manga vellinum 8. janúar 2012. Á La Manga í Cartagena eru 3, 18-holu golfvellir, suður-norður og vesturvöllurinn, sem allir eru afar ólíkir og einn 18 holu pitch&pútt æfingavöllur sem Severiano Ballesteros hannaði. Öll æfingaaðstaða og æfingasvæði eru til mikillar fyrirmyndar Lesa meira
Stelpugolf mánud. 16. maí 2016
Margt áhugavert verður í boði á æfingasvæði GKG mánudaginn 16. maí n.k. en þann dag er Stelpugolf. Stelpugolf hefur fest sig í sessi sem eitt af vorverkefnum golfhreyfingarinnar en dagurinn er verkefni PGA á Íslandi og Golfsambands Íslands. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Að sjálfsögðu geta þó fjölskyldumeðlimir af báðum kynjum komið á Stelpugolf og tekið þátt í skemmtilegum þrautum og leikjum – pútt, vipp, pitch og teighögg. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem verða til staðar þaulæfðir PGA golfkennarar sem leiðbeina. Einnig verður æfingahringur og þrautir í SNAG golfi. Lesa meira
Ecco Tour: Axel á 70 e. 1. dag í Danmörku
Axel Bóasson, atvinnukylfingur í GK tekur þátt í Kellers Park Masters Pro/Am, Presented by Vejle Kommune, en mótið fer fram á keppnisgolfvelli Kellers Park GC í Vejle í Danmörku. Axel lék 1. hring á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla, 12 pör og 2 skolla. Axel er sem stendur T-45, þ.e. deilir 45. sætinu með 2 öðrum kylfingum, en alls eru 72 þátttakendur og 1 hefir dregið sig úr móti. Í efsta sæti e. 1. dag er Finninn Erik Myllymäki, en hann lék á 8 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann fékk örn, 10 fugla 3 pör og 4 skolla. Ansi skrautlegt skorkort af manni í 1. Lesa meira
LET Access: Valdís í 5. og Ólafía Þórunn í 12. sæti á Ribeira mótinu á Spáni e. 1. dag!!!
Það er aldeilis stórglæsilegur árangur hjá þeim Valdísi Þóru Jónsdóttur atvinnukylfingi úr GL og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR á 1. keppnisdegi á sterku LET Access móti, sem fram fer á Spáni. Þær taka báðar þátt í Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2016, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram á golfvelli Augas Santas Balneario & Golf Resort í Lugo, á Spáni. Valdís Þóra átti stórglæsilegan 1. hring, lék á flottum 2 undir pari, 66 höggum; fékk 4 fugla, 12 pör og 2 skolla. Valdís Þóra er T-5, þ.e. deilir 5. sætinu með besta kvenkylfingi Svisslendinga Caroline Rominger og Maríu Parra, Lesa meira
Feherty slær inn á 17. á TPC Sawgrass – Myndskeið
Flestir golfunnendur þekkja grínistann og háðfuglinn sem og kylfinginn og golffréttamanninn David Feherty. Í tilefni þess að á morgun hefst The Players Championship, sem oft er nefnt 5. risamótið, þá ákvað Feherty að reyna við einhverja sögufrægustu par-3 holu alls golfs, en það er 17. brautin á TPC Sawgrass, þar sem mótið fer fram. Jafnframt tók Feherty viðtal við Dean Beman, sem átti þátt í að hanna TPC Sawgrass og kom Players mótinu inn á dagskrá PGA Tour, en Beman var annar framkvæmdastjóri mótaraðarinnar (1974-1994). The Players er með eitt hæsta verðlaunaféð á PGA tour ($10,5 milljón, en þar af hlýtur vinningshafinn 18% eða $ 1,8 milljón). Sá sem á Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Aðalheiður Jörgensen og Guðbjörg Erna – 11. maí 2016
Það eru Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, GK og Aðalheiður Jörgensen GR sem eru afmæliskylfingar dagsins. Guðbjörg Erna er fædd 11. maí 1975 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Aðalheiður fæddist í dag árið 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast á Facebooksíðu afmæliskylfinganna til þess að óska Guðbjörgu Ernu og Aðalheiði til hamingju með daginn hér að neðan: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir (41 árs afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðalheiður Jörgensen (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið! ) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, 11. maí 1962 (54 ára); Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (54 ára); Lesa meira










