GB: Grímur og Anna Ingileif sigruðu á Opna Hvítasunnumótinu
Laugardaginn 14. maí 2016 fór fram Opna Hvítasunnumótið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þátttakendur í mótinu voru 51 og 49 luku keppni, þar af 13 kvenkylfingar. Best af konunum stóð sig Anna Ingileif Erlendsdóttir, GFB, en hún var líka efst í öllu mótinu í punktakeppninni, fékk 42 glæsipunkta. Keppnisform var hefðbundið og verðlaun veitt fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppni. Á besta skorinu var Grímur Þórisson, GFB, en hann lék Hamarsvöll á 4 yfir pari, 75 höggum. Úrslit í punktakeppninni var eftirfarandi: 1 Anna Ingileif Erlendsdóttir GFB 32 F (21 21) 42 punktar. 2 Júlíana Jónsdóttir GB 21 F (17 22) 39 punktar. 3 Jón Hilmar Kristjánsson GM Lesa meira
LPGA: Er Ha Na Yang frá keppni vegna umdeilds atviks?
Ha Na Jang mun ekki spila á LPGA í a.m.k. 2 vikur í viðbót skv. frétt Yonhap News Agency. Jang er nr. 9 á Rolex-heimslista kvenna. Hún mun ekki verða með í Kingsmill Championship, sem fram fer í þessari viku, sem og Volvik Championship sem fram fer í Ann Arbor, Michigan. Jang hefir verið í meðferð vegna svefn- og blóðleysis og hún dró sig úr Swinging Skirts LPGA-mótinu 21. apríl Jang hefir sigrað tvívegis á LPGA á þessu keppnistímabili en hún hefir jafnframt þjáðst af sjóntruflunum, svima og uppköstum frá því um miðjan mars sl. Stress? Jang hefir verið „veik“ frá því faðir hennar henti harðri ferðatösku niður rúllustiga á flugvelli, sem meiddi In Lesa meira
Tiger slær 3 högg í röð í vatn – Myndskeið
Tiger Woods var í Congressional Country Club í kynningarstarfsemi fyrir mót sitt Quicken Loans National, þar sem hann mun e.t.v. spila, en það er ekki víst hvort hann muni verða í nógu góðu líkamlegu formi til að gera svo. Ef dæma á af höggunum sem hann tók í meðfylgjandi myndskeiði þá er ekki víst að hann taki þátt í ofangreindu móti, sem fer fram seint í júní. A.m.k. ekki án þess að „hita upp.“ Tiger sló þessi 3 högg á góðgerðarmóti, sem nefnist Shot for Heroes. Allir þrír boltarnir, af 102 yarda (94 metra) færi lentu í vatni. Úff, vandræðalegt að horfa a þetta en gjörið svo vel með því að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Leifur Hafþórsson – 16. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eini karlatvinnukylfingur Íslendinga, sem hefir náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð karla og stolt svo margra í golfíþróttinni hérlendis. Birgir Leifur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Birgir Leifur er fæddur 16. mars 1976 og á því stórafmæli í dag!!! Hann hélt upp á afmælið í París. Birgir Leifur lék á Evrópumótaröðinni 2007, en missti keppnisréttinn 2009 vegna meiðsla. Síðan þá hefir hann m.a. keppt á mótum Áskorendamótaraðar Evrópu. Birgir Leifur hefir sigrað nánast allt sem hægt er hérlendis og af mörgu verður hér látið sitja við að hann er sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik. En Birgir Leifur er ekki aðeins einn fremsti Lesa meira
PGA: Jason Day sigraði á The Players
Það var Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á The Players. Day lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (63 66 73 71). Day hafði nokkra yfirburði því í 2. sæti var Kevin Chappell á 11 undir pari. Fjórir bandarískir kylfingar deildu síðan með sér 3. sæti, allir á 10 undir pari, Matt Kuchar, Justin Thomas, Colt Knost og Ken Duke. Til þess að sjá lokastöðuna á The Players SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings The Players SMELLIÐ HÉR:
GO: Guðjón með ás!
Guðjón Steinarsson, félagi í Golfklúbbnum Oddi, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut Urriðavallar í dag. Guðjón var við leik í holukeppni GO þegar hann sló draumahöggið sem hans fyrsta á ferlinum. „Ég hef tvisvar áður farið holu í höggi á Ljúflingi en aldrei á stærri golfvelli,“ sagði Guðjón kátur eftir gott dagsverk. „Ég sló höggið með U-kylfunni minni – 94 metra. Boltinn lenti metra fyrir framan holuna og rúllaði í. Þetta var alveg frábær tilfinning.“ Guðjón var tveimur holum niður í holukeppni gegn andstæðingi sínum fyrir draumahöggið á 15. braut en náði að snúa leiknum sér í vil með að vinna næstu þrjár brautir Lesa meira
GBE: Guðrún Sigríður og Hermann sigruðu á Opna Vormótinu
Á Byggðarholtsvelli í Eskifirði fór laugardaginn 14. maí 2016 fram Opna Vormót Goflklúbbs Eskifjarðar. Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið – verðlaun veitt fyrir besta skor og 4 efstu sætin í punktakeppni í karla og kvennaflokki, sem er til fyrirmyndar, auk nándarverðlauna. Á besta skori í mótinu varð Úrslit í punktakeppni í karlaflokki var eftirfarandi: 1 Hermann Ísleifsson GBE 10 F 20 18 38 punktar. 2 Elvar Árni Sigurðsson GN 5 F 20 18 38 punktar. 3 Arnar Guðnason GBE 36 F 13 23 36 punktar. 4 Stefán Sigurðsson GFH 19 F 14 22 36 punktar. Úrslit í punktakeppni í kvennaflokki: 1 Guðrún Sigríður Steinsdóttir GA 29 F (22 17) 39 punktar. 2 Jóhanna Lesa meira
Viðtalið: Helgi Gunnarsson, GM
Viðtalið í kvöld er við kylfing, sem flaug til Amsterdam 2. maí, í hópi 15 félaga í GM, sem voru að fara í golf til Þýskalands, en eftir lendingu var ætlunin að keyra 2 1/2 tíma til Haren Ems í Niedersachsen í Þýskalandi …. og spila golf. Hér fer viðtalið við kylfinginn… Fullt nafn: Helgi Gunnarsson. Klúbbur: Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 4. maí 1948. Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er sölumaður hjá Vörukaup. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Konan mín var að ganga í klúbbinn núna áðan – þannig að við verðum í golfi saman. Hvenær byrjaðir þú Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu árið 1964. Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 85 ára, á árinu, en hann lést reyndar nánast upp á dag 2 árum síðan, þ. 17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður. Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 59 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á The Masters, eftir að Lesa meira
Evróputúrinn: Wang sigraði á Máritíus
Það var Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu, sem sigraði á AfrAsia Bank Mauritius Open. Hann lék á samtals 6 undir pari, 282 höggum (69 70 71 72) og hlaut sigurtékkann € 166.660. Siddikur Rahman frá Bangladesh varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir. Leikið var á golfvelli Four Seasons golfklúbbsins á Anahita. Til þess að sjá lokastöðuna á AfrAsia Bank Mauritius Open SMELLIÐ HÉR: Sjá má hápunkta AfrAsia Bank Mauritius Open með því að SMELLA HÉR:










