Hvað er að Rory? „Það eru ekki púttin heldur einbeitingin“ segir McGinley
Að spyrja að því hvað sé að Rory McIlroy er svolítið eins og gamli djókinn um George Best, ungfrú heim og rúm sem er allt út í 50 punda peningaseðlum. Þegar kylfingur er með sex topp-10 árangra í 9 mótum sem hann hefir tekið þátt í á keppnistímabili þá ætti í raun ekki að vera þörf á að einhverjar viðvörunarbjöllur fari af stað. En þegar þessi sami kylfingur er 4faldur risamótssigurvegari og fyrrum nr. 1 þ.e. Rory, þá verður það í auknum mæli augljóst að það er eitthvað sem er að stolti Holywood, Co Down. Ef hann snýr ekki við blaðinu frá því að komast ekki í gegnum niðurskurð 3 Lesa meira
Phil Mickelson styrktaraðili CareerBuilder Challenge í stað Bill Clinton
Phil Mickelson hefir gert nánast allt á þeim 24 keppnistímabilum, sem hann hefir spilað á PGA Tour, en í ár hverfur hann til glænýrra verkefna, þ.e. að vera gestgjafi móts. PGA Tour hefir gefið út þá fréttatilkynningu að Mickelson muni verða gestgjafi CareerBuilder Challenge mótsins, 2017, en það er staða sem mikill áhugamaður um golf og fyrrum forseti Bandaríkjanna Bill Clinton gegndi áður. Skv. fréttatilkynningu frá PGA Tour mun Mickelson „kynna mótið og taka þátt í allskyns starfsemi meðan á mótinu stendur.“ Mickelson mun stíga í býsna stór spor, þegar hann tekur við að fyrrum Bandaríkjaforseta Bill Clinton. „Mér hefir þótt vænt um tækifærið sl. 5 ár að taka þátt Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2016: Guðrúnu Brá spáð stigameistaratitli kvenna 2016
Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er spáð stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi kvenna 2016. Þetta kom fram í spá sérfræðinga sem golf.is fékk til þess að spá fyrir um hvaða fimm kylfingar myndu enda í fimm efstu sætunum í lok keppnistímabilsins. Guðrún Brá fékk 58 stig en Tinna Jóhannsdóttir úr GK varð önnur í þessari spá. Spáin var kynnt á fundi með fréttamönnum í dag á Urriðavelli þar sem að helstu breytingarnar á Eimskipsmótaröðin 2016 voru m.a. kynntar. Fimm efstu í spá sérfræðinga golf.is í kvennaflokki 2016. 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (58) 2. Tinna Jóhannsdóttir (47) 3. Ragnhildur Kristinsdóttir (39) 4. Signý Arnórsdóttir (28) 5. Valdís Þóra Jónsdóttir (20)
Eimskipsmótaröðin 2016: Kristjáni Þór spáð stigameistaratitli karla 2016
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er spáð stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi karla 2016. Þetta kom fram í spá sérfræðinga sem golf.is fékk til þess að spá fyrir um hvaða fimm kylfingar myndu enda í fimm efstu sætunum í lok keppnistímabilsins. Kristján Þór fékk 42 stig en Haraldur Franklín Magnús úr GR varð annar. Spáin var kynnt á fundi með fréttamönnum í dag á Urriðavelli þar sem að helstu breytingarnar á Eimskipsmótaröðin 2016 voru m.a. kynntar. Fimm efstu í spá sérfræðinga golf.is í karlaflokki 2016. Kristján Þór Einarsson (42) Haraldur Franklín Magnús (38) Axel Bóasson (36) Gísli Sveinbergsson (33) Sigurþór Jónsson (28) Eimskipsmótaröðin hefst á föstudaginn á Strandarvelli á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst bestur af Íslendingunum á NCAA Kohler
Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í NCAA Kohler Regionals mótinu þ.e. Kohler svæðamótinu en þetta eru þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB. Af Íslendingunum 3 er Guðmundur Ágúst að standa sig best en hann átti stórgóðan 2. hring; lék Blackwolf Run völlinn í Meadow Valley, Wisconsin, þar sem mótið fer fram á 1 undir pari, 71 höggi. Samtals er Guðmundur Ágúst búinn að spila á 1 yfir pari, 145 höggum (74 71) og á eftir að ljúka 3. hring og síðasta hring, en mótið stendur frá 16.-18. maí og lýkur í dag. Gísli Sveinbergs, GK spilaði á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (74 76 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því stórafmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa Dúa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu og átt sæti í liði NK í liðakeppni GSÍ. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með stórafmælið hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (65 Lesa meira
Golfvellir landsins koma vel undan vetri
Veturinn hefir verið býsna harður alls staðar annars staðar en á Suðurlandi nú í vor og það sem af er sumri, en sunnanlands hefir verið einmuna blíða og allt fyrr grænt en í fyrra. Það er mat fagmanna og sérfræðinga, sem sjá um umhirðu golfvalla landsins að vellirnir komi vel undan vetri. Ástandið er því eins og segir mun betra en fyrir ári síðan. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem GSÍ stóð fyrir á Urriðavelli í dag og munu Golf 1 verða með fréttir af því helsta sem þar bar á góma.
Afmæliskylfingur dagsins: Tinna Jóhannsdóttir – 17. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir. Tinna er fædd 17. maí 1986 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Tinnu með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Tinnu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Elsku Tinna Jóhannsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Ólöf Ásta Farestveit, GK, 17. maí 1969 GK (47 ára); Tim Sluiter 17. maí 1979 (37 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982, heimsmeistari í holukeppni 2012 (34 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
GL: Birgir Björn á besta skorinu á Opna ARC-TIC ICELAND
Í gær, 2. í Hvítasunnu fór fram Opna ARC-TIC ICELAND í boði G.B. Hannah og JS Watch co., á Garðavelli á Akranesi. Keppnisform var hefðbundið – veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppni. Þátttakendur í mótinu voru 112 og þar af luku 104 keppni, þar af 17 kvenkylfingar. Af konunum stóð Dagný Finnsdóttir, GFB sig best, en hún var á 36 punktum; en höggleikinn tók Berglind Björnsdóttir, GR en hún lék Garðavöll á 2 yfir pari, 74 höggum. Á besta skorinu í mótinu varð Birgir Björn Magnússon, GK, en hann lék Garðavöll á parinu, 72 höggum. Úrslit í punktakeppninni voru eftirfarandi: 1 Pétur Már Harðarson NK 21 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Bjarka, Gísla og Guðmundi Ágúst á NCAA Kohler Region hér!
Þeir Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sigurbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR keppa allir á NCAA Kohler Region. Keppendur eru 75 frá 13 háskólum. Á .1 degi léku Gísli og Guðmundur Ágúst á 2 yfir pari, 74 höggum og Bjarki á 4 yfir pari, 76 höggum. Lið Bjarka og Gísla, Kent State er í 5. sæti en ETSU háskólinn sem Guðmundur Ágúst er í, er í 9. sæti e. 1. dag. Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með gengi Íslendinganna þriggja með því að SMELLA HÉR:










