Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 14:00

Aliss hneykslar enn og aftur

Peter Aliss fyrrum golffréttaskýrandi hjá BBC hefir tekist að hneyksla alla eina ferðina enn. Nú er málið hvort leyfa eigi konum að gerast félagar í Muirfield klúbbnum, sem hingað til hefir aðeins leyft körlum að gerast félagar. Aliss sagði að þeir kvenkylfingar sem vildi ganga í Muirfield „yrðu bara að giftast einhverjum félaganum í klúbbnum.“ Muirfield hélt atkvæðagreiðslu um hvort viðurkenna ætti félagsaðild kvenna, en það var ekki samþykkt, líkt og gert var í vöggu golfsins St. Andrews. Aliss hefir hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Og þetta kostar klúbbinn, því hann fær ekki að halda Opna breska risamótið fyrir.  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 13:00

PGA: Örn DJ á 1. degi Byron Nelson

Dustin Johnson (DJ) var með örn á 1. degi AT&T Byron Nelson mótsins. Sjá má þennan glæsiörn DJ með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 11:15

Niall Horan og Rory út á lífinu í Dublin

One Direction söngvarinn Niall Horan og nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, sáust út á lífinu nú um helgina í Dublin. Horan er alveg jafn forfallinn kylfingur og hann er tónlistarmaður. Hann dró m.a. fyrir Rory á Masters fyrir ári síðan og var hlegið að því þá að hann hefði tekið við hlutverki fyrrum kærustu Rory, Caroline Wozniacki, sem m.a. vakti athylgi á sér árinu þar áður fyrir að lita hárið á sér grænt. Sjá má frétt Daily Mail Online um strákana að skemmta sér í Dublin með því að SMELLA HÉR:  Kannski að þarna sé komin skýringin á því af hverju Rory hefir ekki tekist að sigra í móti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 10:00

LPGA: Mika efst e. 1. dag Kingsmill

Það er japanska stúlkan Mika Miyazato, sem er í efsta sæti á Kingsmill Championship. Mótið fer fram í Williamsburg, Virginíu. Mika lék 1. hring á 6 undir pari, 65 höggum. Sjá má hápunktana í leik Miku á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Kingsmill Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Willett efstur á Opna írska e. 1. dag

Það er Masters sigurvegarinn í ár Danny Willett sem leiðir eftir 1. dag á Opna írska þar sem nr. 3 á heimslistanum (Rory McIlroy) er gestgjafi. En Rory er ekki bara gestgjafi hann vermir líka 2. sætið … og er ekkert sérlega ánægður … að vera að spila á heimavelli og vera ekki efstur. Willett spilaði 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum og Rory er 2 höggum í 2. sæti á 67 höggum. Sjá má hápunkta 1. dags á Opna írska með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Opna írska eða Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation eins og það heitir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 08:00

Nordea Tour: Ólafía og Valdís með erfiða byrjun í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL áttu erfiða byrjun á PGA Halmstad Ladies Open í Haverdal, í Haversdal golfklúbbnum í Svíþjóð. Ólafía lék fyrsta hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-51 eftir 1. dag. Valdís lék á 8 yfir pari, 80 höggum og er T-114 eftir 1. dag. Alls eru 126 keppendur í mótinu en 1 hefir dregið sig úr mót.  Mótið er afar sterkt og skrítið að sjá marga sterka í neðstu sætun t.d. Emmu Westin frá Svíþjóð (124. sæti) og spænska kylfinginn Virginíu Espejo (123. sæti) svo ekki sé talað um hana Valdísi okkar Þóru. En svona er golfið. Best að festast ekkert Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 07:15

PGA: Garcia meðal efstu 3 á Byron Nelson e. 1. dag

Það eru þeir Sergio Garcia, Danny Lee og Johnson Wagner, sem leiða á AT&T Byron Nelson mótinu eftir 1. dag. Allir hafa þeir spila á 7 undir pari, 63 höggum. Í 4. sæti eru 4 kylfingar: DJ, Tom Hoge, Freddie Jacobson og Jordan Spieth, bara 1 höggi á eftir. Leikið er að venju á TPC Four Seasons í Texas. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:   Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn náði ekki niðurskurði í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Haugschlag NÖ Open, sem er mót á Pro Golf mótaröðinni þýsku. Þórður Rafn lék fyrstu tvo hringina á 5 yfir pari, 149 höggum (73 76) og náði ekki niðurskurði en hann var miðaður við samtals 2 undir pari og Þórður því þó nokkuð eða 8 höggum frá því að komast í gegn. Mótið fer fram 18.-20. maí í Haugschlag, Austurríki og lýkur í dag. Fyrir lokahringinn er Tékkinn Stanislav Matus (nr. 1780 á heimslistanum) í efsta sæti á samtals 17 undir pari (63 64). Sjá má stöðuna á Haugschlag NÖ Open með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2016 | 18:00

GO: Kvenkylfingar takið 27. maí frá!!!

Hið árlega Soroptimista mót fer fram föstudaginn 27. maí n.k. Vinningar að venju veglegir og má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: Keppt verður í tveimur forgjafarflokkum 0-20,4 og 20,5-36 Veitt verða glæsileg verðlaun í báðum flokkum auk Soroptimistaverðlauna. Þá verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg í báðum flokkum, nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og verðlaun fyrir að vera næst holu á braut 2. í öðru höggi Fjáröflun vegna golfmóts verður varið í námskeið að veita konum með langvinna geðsjúkdóma tækifæri til að nýta og þroska hæfileika sína. Námskeiðin eru unnin í samvinnu við Hlutverkasetur og geðsvið Landspítala. Verð er 7.900 kr.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ingjaldur Valdimarsson. Ingjaldur er fæddur 19. maí 1961 og því 55 ára í dag. Ingjaldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Ingjaldur Gjalli Valdimarsson (55 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vilborg Ingvaldsdottir, 19. maí 1952 (63 ára); Michael Dean Standly 19. maí 1964 (51 árs); KJ Choi 19. maí 1970 (46 ára); Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (46 ára); Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum, 19. maí 1993 (22 ára) Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, 19. maí 1994  (21 árs)  ….. og …….. Fatasíða Á Akureyri Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira