Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2016 | 08:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Andri Þór sigraði á Egils Gull (1) mótinu

Andri Þór Björnsson úr GR sigraði nokkuð örugglega á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í gær á Strandarvelli á Hellu. Andri lék frábært golf þegar mest á reyndi og sigraði með sex högga mun. Andri lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari vallar samtals og lokahringinn lék hann á -2. Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Arnór Snær Guðmundsson úr Hamri á Dalvík enduð jafnir í 2.-3. sæti á +1 samtals. Andri gerði fá mistök á lokahringnum og fékk tvo skolla, en hann fékk alls fimm fugla og þar af þrjá á síðustu fimm holunum. Þetta er fjórði sigur Andra á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði á tveimur fyrstu mótunum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2016 | 07:30

PGA: Garcia sigraði á Byron Nelson

Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia, sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Byron Nelson. Garcia og bandaríski kylfingurinn Bruce Koepka voru báðir á samtals 15 undir pari, hvor að loknum hefðbundum 72 holu leik og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Því var par-4 18. holan á TPC Four Season spiluð aftur og þar sigraði Garcia á pari meðan Koepka fékk skramba. Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2016 | 06:00

LPGA: Ariya Jutanugarn sigraði á Kingsmill

Það var önnur af tveimur tælenskum snillings systrum í golfinu, Ariya Jutanugarn sem sigraði á Kingsmill Championship, sem að venju fór fram í Williamsburg, Virginíu. Mótið var haldið 19. – 22. maí 2016. Jutanugarn lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (69 69 65 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Jutanugarn varð ástralski kylfingurinn Su Oh, á samtals 13 undir pari, 271 höggi (69 70 67 65). Jafnar í 3. sæti urðu síðan hin bandaríska Gerina Piller og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu, báðar á samtals 12 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2016 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Þórdís Geirs sigraði í kvennaflokki á 1. mótinu!!!

Það var Þórdís Geirsdóttir, GK, sem sigraði á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu í dag; Egils Gull mótinu. Þórdís lék á samtals 18 yfir pari, 228 höggum (74 78 76). Í 2. sæti varð Karen Guðnadóttir GS á sama skori, en Þórdís sigraði í bráðabana. Úrslit í kvennaflokki á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar voru eftirfarandi: 1 Þórdís Geirsdóttir GK 3 F  (74 78 76) 228 18 2 Karen Guðnadóttir GS 3 F  (75 75 78) 228 18 3 Berglind Björnsdóttir GR 2 F  (72 80 78= 230 20 4 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 1 F (78 77 77) 232 22 5 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 6 F  (79 78 76) 233 23 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2016 | 16:30

Evróputúrinn: Rory sigraði á Opna írska

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna írska, móti þar sem hann var sjálfur gestgjafi. Rory lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (67 70 70 69). Nokkuð öruggt hjá Rory en hann átti 3 högg á Bradley Dredge frá Wales og hinn skoska Russell Knox, sem deildu 2. sætinu. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska, sem fram fór 19.-22. maí 2016 í The K Club á Írlandi SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gwladys Nocera – 22. maí 2016

Það er franski kylfingurinn Gwladys Nocera sem er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Gwladys er fædd 22. maí 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Hún er oftar en ekki ofarlega á LET mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963); Geir Gunnarsson, 22. maí 1952 (64 ára); Hildur Gylfadóttir, GK (49 ára); Sveinberg Gíslason, GK 22. maí 1970 (46 ára); Elías Björgvin Sigurðsson, 22. maí 1997 (19 ára) og Hafdís Huld Þrastardóttir og Sonja Þorsteinsdóttir og Jeff Fletcher. Golf 1 óskar kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2016 | 08:30

PGA: Koepka í forystu á Byron Nelson e. 3. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka sem er í forystu eftir 3. dag AT&T Byron Nelson mótsins. Hann hefir spilað á samtals 16 undir pari, 194 höggum (65 64 65). Í 2. sæti 2 höggum á eftir á samtasl 14 undir pari er „heimamaðurinn“ Jordan Spieth. 3 kylfingar deila 3. sætinu: Matt Kuchar, Bud Cauley og Sergio Garcia allir á 13 undir pari, hver. Til þess að viðtal við forystumanninn Koepka e. 3. dag  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2016 | 23:00

Trump sýnir fram á algert þekkingarleysi sitt í golfi

Maðurinn sem gæti innan skamms orðið einn valdamesti maður heimsins, þ.e. Donald Trump sýndi algert þekkingarleysi sitt á leiknum, sem hann segist elska …. golfi. Trump tók nokkrar mínútur af dýrmætum tíma sínum í prófkjöri Repúblíkanaflokksins um val á forsetaframbjóðanda í embætti forseta Bandaríkjanan,  til þess að kasta nokkrum yndisorðum á Colin Montgomerie (Monty). Sem stendur auðvitað fyllilega undir þeim. Verðandi fulltrúi Repúblíkana til embættis forseta Bandaríkjanna (Trump) fór á Twitter og þakkaði Skotanum Monty fyrir að láta sjá sig á eign sinni billjóna golfvellinum Trump Turnberry. En í sama tvíti kom hann upp um þekkingarleysi sitt þega hann hrósaði hinum 52 ára Monty sérstaklega fyrir „að láta það að sigra í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Snorrason – 21. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Sveinn Snorrason. Sveinn er í Golfklúbbnum Keili. Sveinn er fæddur 21. maí 1925 og á því 91 árs afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Andersen, 21. maí 1964 (52 ára); Manuel Lara, 21. maí 1977 (39 ára); Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (33 ára) ; Gary Woodland, 21. maí 1984 (32 ára); John Huh, 21. maí 1990 (26 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Anna Sólveig er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún byrjaði 9 ára að æfa golf, en var 8 ára þegar hún byrjaði fyrst að prófa. Þótt ung sé að árum á hún langan og farsælan feril í golfinu. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni stúlkna 2013. Í fyrra 2014 spilaði Anna Sólveig á Eimskipsmótaröðinni og var í sveit GK, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ. Í dag er Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Anna Sólveig var m.a. andlit Smáþjóðaleikanna, sem fram fór á Íslandi í fyrra, Lesa meira