Frægir kylfingar: Fred Astaire
Fred Astaire (1899-1987) hinn fjölhæfi dansari, söngvari og leikari lærði að spila golf í sumarfríi sínu sem unglingur 1914 í Delaware Water Gap., Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. “Ég var svo forfallinn kylfingur að ég svaf vart á næturna” sagði hann seinna í uppkasti að sjálfsævisögu sinni. “Mig langaði afskaplega til þess að verða atvinnumaður í golfi.” Í kvikmynd sem Fred Astaire lék í árið 1938, ásamt golf- og dansfélaga sínum, Ginger Rogers – “Carefree” – slær Fred Astair golfbolta meðan hann steppdansar á 1. teig Bel-Air Country Club í Los Angeles. Í þeim golfklúbbi spilaði hann oft golf, var með 10 í forgjöf og náði m.a. að fara holu í höggi Lesa meira
Willett m/áhyggjur af Zika… en tekur líklega þátt í Ólympíuleikunum
Danny Willett hefir áhyggjur af Zika vírusnum og er að velta fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt. Willett varð nýlega faðir og jafnvel þó það sé freistandi að taka þátt þá verður að setja fjölskylduna í fyrsta sæti. „Við fylgjumst með þessu,“ sagði Willett nýlega á blaðamannafundi. „Við fengum tölvupóst frá WHO (alþjóða heilbrigðisstofnuninni) og fáum fréttir reglulega (af vírusnum)“ „Þetta er ekki frábært ástandið. Það eru 500.000 sem fylgjast með Ólympíuleikunum og þarna eru 11.000 íþróttamenn í hjarta alls.“ „Ef kemur í ljós að áhættan er of mikil gagnvart mér eða Nic (eiginkona hans Nicole) eða litla mannsins, þá fer ég líklega ekki. Fjölskyldan er í fyrsta Lesa meira
GO: Gróðurdagur GOF í dag
Hinn árlegi Gróðurdagur GOF fer fram í dag, miðvikudaginn 25. maí 2016. Félagar eru hvattir til að fjölmenna, en gróðursetning fer fram á milli kl. 17:00 – 19:00. Mæting er við Ljúfling kl. 17:00 og fer gróðursetning aðallega fram við Ljúfling. Félagar eru hvattir til að mæta með skóflur og fötur. Ljúflingur verður lokaður á meðan gróðursetningu stendur.
Evróputúrinn: Willett valinn kylfingur mánaðarins í 3. sinn á árinu!!!
Danny Willett, 28 ára, hefir verið valinn Hilton kylfingur apríl mánaðar á Evróputúrnum, m.a. vegna frábærs sigurs hans á The Masters. Þetta er í þriðja sinn sem Willett hlýtur þennan heiður nú á árinu, en hann var m.a. valinn kylfingur mánaðarins í janúar 2016 en hann var í sigurliði EurAsíu bikarsins og síðan var hann einnig kylfingur febrúar mánaðar fyrir sigur í Omega Dubai Desert Classic. Willett var fyrsti Englendingurinn í 20 ár og 7. Evrópubúinn til að sigra á The Masters þegar hann vann 2 högga sigur á Jordan Spieth og Lee Westwood. Willett sagði m.a.: „Ég er ánægður að sigra titilinn Hilton kylfingur apríl mánaðar á Lesa meira
GK: Eimskip nýr styrktaraðili Keilis
Nú á dögunum skrifaði Eimskip undir styrktarsamning við Keili. Eimskip hefur verið og er einn stærsti styrktaraðili að golfi á Íslandi. Samningurinn inniheldur meðal annars heitið á nýju par 3 holunni, verðandi 15 braut sem opnuð verður á næsta ári. Mun holan öðlast heitið “Yfir hafið og heim” sem er slagorð Eimskips. Eimskip opnaði á dögunum stóra frystigeymslu í Hafnarfjarðarhöfn, Fjarðarfrost og geta kylfingar séð þennan glæsilega vinnustað vel frá teignum á holunni. Eimskip bætist því í hóp góðra fyrirtækja, sem standa vörð um íþróttastarf Keilis.
Áhyggjur Rory af Zika valda því að hann sleppir líklega Ólympíuleikunum
Þau gerðu öllum kunna trúlofun sína í desember 2015. Það virðist líka sem allt gangi glansandi hjá sigurvegara Opna írska, Rory McIlroy og kærustu hans Ericu Stoll, en þau voru á gangi í miðbæ Dublin í gær, þriðjudaginn 23. maí. Hinn 27 ára Rory og ljóshærð heitmey hans voru að fara tilbaka á The Westbury Hotel eftir að hafa gengið um Grafton stræti í Dublinar sólskininu. Erica og Rory höfðu verið vinir um skeið – jafnvel meðan hann var enn með dönsku tennisdrottningunni Caroline Wozniacki en þau skildu fyrir meira en ári síðan, aðeins nokkrum dögum eftir að boðskortin í brúðkaup þeirra höfðu verið send út. En nú hefir nr. 1 Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga
Nýtt nafn er komið á það sem áður var sveitakeppni eldri kylfinga og nefnist nú Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga. Keppt er í deildum eftir árangri golfklúbbanna. Með breytingu á aldursskiptingu úr 55 árum í 50 ár hjá körlum stækkar sá hópur sem er gjaldgengur í lið golfklúbbanna. Keppni um sæti í sveitum eldri kylfinga mun eflaust markast af þessari breidd og keppni um sæti að harðna sem er hið besta mál. Stjórn LEK hvetur alla kylfinga 50 ára og eldri að kynna sér hvernig staðið er að vali í sveitir eldri kylfinga hjá sínum klúbbi og taka þátt í undirbúningi fyrir það val. Íslandsmót golfklúbbanna fer fram 12. ágúst og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 5 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn. Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn Lesa meira
Jack Nicklaus styður Trump
Já, golfgoðsögnin Jack Nicklaus er einn helsti stuðningsmaður repúblíkanans Donald Trump. Meðal perla sem hann hefir sagt til stuðnings forsetaframbjóðandanum er eftirfarandi: „Hann er óvitlaus; hann er ekki kominn þangað sem hann er fyrir ekki neitt.“ Sjá má athyglisverða grein Golf Digest um stuðning Nicklaus við Trump með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Birna Baldursdóttir – 23. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Birna Baldursdóttir, en hún er fædd 23. maí 1973. Hulda Birna er PGA golfkennaranemi og framkvæmdarstjóri Stelpugolfs undanfarin ár. Afmæliskylfingurinn er gift Einari Erni Jónssyni og á 4 börn: Baldur, Margréti, Gabríel og Mikael. Komast má á facebook síðu Huldu Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Birna Baldursdóttir (43 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (70 ára STÓRAFMÆLI); Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (68 ára); Óskar Herbert Þórmundsson, 23. maí 1950 (66 ára); Guðmundur Ingibergsson, 23. maí 1965 (51 árs); Árni Páll Árnason, 23. Lesa meira










