Evróputúrinn: 3 efstir e. 2. dag BMW PGA Championship
Það eru 3 sem eru efstir og jafnir á BMW PGA Championship; Danny Willett, YE Yang og Scott Hend. Allir hafa þeir leikið á 10 undir pari, 134 höggum. Á hælum forystumannanna, þriðji, , einn í 4. sæti, er Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW PGA Chmpionship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Marina Alex efst snemma dags á 2 hring á Volvik
Það er hin bandaríska Marina Alex, sem er efst eftir 2. hringja spil á LPGA Volvik Championship í golfklúbbi Travis Pointe Country Club í Ann Arbor, Michigan. Margar eiga eftir að ljúka leik. Alex hefir leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Christina Kim er skammt á hæla hennar á 8 undir pari og á 5 holur eftir óspilaðar af 2. hring mótsins. Til þess að sjá stöðuna á LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2016
Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 25 ára í dag. Andri Már er marfaldur klúbbmeistari karla í GHR og hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með frábærum árangri; varð t.a.m. í 2. sæti á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar 2014 . Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason (62 ára); Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (57 ára); Jamie Spence, 26. maí 1963 (53 árs); Lesa meira
Evróputúrinn: Paul Scholes, Robbie Fowler og Peter Schmeichel meðal þeirra sem taka þátt í Pro-Am á Wentworth
Á morgun hefst á Wentworth flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar, þ.e. BMW PGA Championship. Áður en mótið sjálft hefst er venja að frægir áhugamenn í golfi spili í sérstöku móti við atvinnumennina, sem keppa síðan í sjálfu mótinu. Slík mót eru nefnd Pro-Am (stytting á Professional (atvinnumenn) – Amateur (áhugamenn) ). Íþróttastjörnur er meðal þeirra sem vinsælar eru í Pro-Am mótum, enda margar stjörnur annarra íþróttagreina, sem hafa áhuga á golfi. Meðal þeirra sem taka þátt í Pro-Am mótinu fyrir BMW PGA Championship og komnir eru á Virgina Water eru Robbie Fowler, Kevin Pietersen, Paul Scholes og Peter Schmeichel. Þeir munu m.a. vera í liðum með atvinnumönnum á borð við Masters sigurvegarann Danny Willett, fyrirliða Lesa meira
Áhugaverðar breytingar á aldursflokkaskiptingu karla
Eins og fram hefur komið var aldursskiptingu eldri kylfinga hjá EGA (Golfsambandi Evrópu) breytt um síðustu áramót. GSÍ hefur nú fylgt því fordæmi og munu nýju aldursmörkin verða notuð í Íslandsmóti eldri kylfinga á Akranesi í júlí og sveitakeppni eldri kylfinga í ágúst. Aldursmörkin miðast nú við að keppandi verði 50 ára eða eldri á almanaksárinu 2016. ESGA (Evrópusamband eldri kylfinga) hefur ekki tekið ákvörðun um breytingu í sínum mótum sem landslið eldri kylfinga hafa sótt í mörg ár. Ákvörðunar er að vænta á formannafundi sem haldinn verður samhliða móti sem fram fer í Noregi 1. – 4. ágúst 2016. Verulegar líkur eru taldar á að þar verði samskonar breyting Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Jing Yan (31/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 30 stúlkur verið kynntar og nú verður kynnt síðasta af þeim 3, sem deildu 19. sætinu en það eru: Benyapa Niphatsophon frá Thaílandi; Jing Yan, frá Kína og Christine Song frá Bandaríkjunum. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera Bello – 25. maí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 32 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012. Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar Lesa meira
Frægir kylfingar: Cheryl Ladd spilar eins og engill
Cheryl Ladd er einn af upprunalegum englum Charlies. Flestir af yngri lesendunum kannast kannski ekki við hana heldur aðeins nýrri útgáfuna af “Charlies Angels” með þeim Drew Barrymore, Cameron Diaz og Lucy Liu í aðalhlutverkum. Við sem eldri erum munum hins vegar eftir upprunalegum englum Charlies; Jaclyn Smith, Heather Locklear og Cheryl Ladd. En Cheryl Ladd hefir ekki aðeins leikið engil, hún spilar líka golf eins og engill. Cheryl hefir spilað golf í 33 ár, segist hafa byrjað í golfi árið 1983. Hún hefir verið dugleg að taka þátt í Pro-Am mótum stjarnanna og hefir m.a. spilað á Pro-Am mótinu á Pebble Beach. Eins er Cheryl dugleg að taka þátt Lesa meira
Þegar aldurinn færist yfir kylfinga
Öll eldumst við. Til margra ára jafnvel um aldir hefir því verið haldið fram að golf sé íþrótt ekki aðeins heldri heldur eldri manna. Golf er íþrótt sem ástunduð eftir að dagar þínir í handbolta, fótbolta, körfubolta o.s.frv. eru taldir. Ef flett er í gegnum golf magasín þá hellist yfir lesandann flóð af myndum af ungum líkömum, sem undnir eru aftur í þvílíkar baksveiflustöður að það fær tárin fram í augun á flestum. Auðvitað er allt “relatívt”. Himinn og höf skilja að það sem mannslíkaminn “gæti” afrekað og það sem flest okkar eru fær um að framkvæma í raun. Þegar aldurinn færist yfir kylfinga þá missir líkaminn liðleika sinn og Lesa meira
Valdís og Ólafía hófu leik í morgun á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hófu leik í morgun á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram á Buckinghamshire vellinum rétt utan við London og verða leiknar 36 holur í dag. Valdís Þóra skrifar á fésbókarsíðu sína að völlurinn sé í frábæru standi og flatirnar leifturhraðar. Þátttakendur í mótinu eru gríðarsterkir. Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: Heimild: GSÍ










