Íslandsbankamótaröðin 2016 (1): Alma Rún Ragnarsdóttir sigraði í telpuflokki!!!
Það var Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, sem sigraði í telpuflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016, sem fram fór 27.-29. maí á Hólmsvelli í Leiru. Sigurskor Ölmu var 22 yfir pari, 166 högg (88 78). Tíu högga sveifla var hjá Ölmu milli hringja og því augljóst að mun meira er inni hjá henni. Annars athyglivert að flestir keppendur í telpuflokki bættu sig á seinni hring og kannski leirulogninu um að kenna. Úrslit í telpuflokki voru eftirfarandi: 1 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 15 F (88 78) 166 22 2 Zuzanna Korpak GS 11 F (87 84) 171 27 3 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 16 F (98 85) 183 39 4 Amanda Guðrún Lesa meira
LPGA: Ariya sigraði á Volvik mótinu
Það var thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn sem sigraði á LPGA Volvik Championship, sem fram fór í Ann Arbor, Michigan. Ariya lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (65 68 73 67) og átti 5 högg á þá sem varð í 2. sæti Christinu Kim, sem lék á samtals 10 undir pari. Þriðja sætinu deildu kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og Jessica Korda frá Bandaríkjunum á samtals, 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna í LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Spieth sigraði í Texas – með lokahring upp á 65!
Það var heimamaðurinn Jordan Spieth, sem stóð uppi sem sigurvegari á Dean&Deluca mótinu í Texas, en mótið var mót vikunnar á PGA Tour. Spieth, sem er frá Texas lék á samtals 17 undir pari, 263 höggum (67 66 65 65). Sigur Spieth var sannfærandi því hann átti 3 högg á næsta mann, landa sinn Harris English sem lék á samtals 14 undir pari. Þriðja sætinu deildu Ryan Palmer og Webb Simpson á samtals 13 undir pari, hvor og í 5. sæti varð Kyle Reifers, á samtals 12 undir pari en aðeins þeir sem voru í 5 efstu sætunum náðu að spila samtals undir 10 undir pari. Til þess að sjá Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016 (1): Ingvar Andri á 65!!!! Sigraði í drengjaflokk!
Það var Ingvar Andri Magnússon, GR, sem sigraði í drengjaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á þessu ári 2016, en mótið fór fram dagana 27.-29. maí og lauk því í gær. Ingvar Andri var á stórglæsilegu skori – samanlagt 4 undir pari (75 65) og var hann á langlægsta skori keppenda á Íslandsbankamótaröðinni og aðeins annar af tveimur sem lék undir pari; en alls voru þátttakendur 113. Hinn keppandinn sem lék undir pari var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG var á samtals 1 undir pari (72 71). Sérstaklega var seinni hringurinn hjá Ingvari Andri glæsilegur – ekki oft sem 65 sést í mótum hérlendis! Á hringnum fékk Ingvar Andri 9 fugla og Lesa meira
Viðtalið: Sigrún Þórarinsdóttir, GÞH
Fullt nafn: Sigrún Þórarinsdóttir Klúbbur: GÞH. Hvar og hvenær fæddistu? 29. maí 1963 á Akranesi. Hvar ertu alin upp? Í Grindavík. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er bóndi ásamt því að vera bókari. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er gift og á 2 börn og ekkert þeirra spilar golf nema ég. Hvenær byrjaðir þú í golfi? 5 ára. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Nágrannakona mín plataði mig í golfskóla. Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli – af því að þar er meira logn. Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Holukeppni – mér finnst hún skemmtilegri. Hver er Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður á 70 í St. Pölten
Íslandsmeistrainn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson lék 1. hring á 1 undir pari, 70 höggum á St Pölten Pro Golf Tour mótinu. Þórður Rafn er sem stendur í 33. sæti. Annar hringur mótsins fer fram í dag. Til þess að sjá stöðuna í St. Pölten SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Hend varð fyrir ónæði af áhorfendum á Wentworth
Scott Hend, sem er í forystu á BMW PGA Championship varð fyrir ónæði drukkinna áhorfenda og var að sögn nálægt því að berja 2 þeirra. „Danny (Willett) fékk allan stuðning áhorfenda og ég átti í engum vandræðum með það en það voru nokkrir náungar þarna sem fóru virkilega yfir strikið og það var ekki fallegt sem þeir sögðu,“ sagði hinn 43 ára Hend við fréttamenn. „Það var dónalegt og persónulegt og ef ég hefði fengið einhverju ráðið hefði þeim verið hent út. Þetta er ekki Danny að kenna en við erum allir að spila golf hérna og það er ekki sanngjarnt að þurfa að mæta þessum drukknu og að eiginn Lesa meira
PGA: Spieth efstur f. lokahring Dean&Deluca
Það er Jordan Spieth sem er efstur á Dean&Deluca mótinu fyrir lokahring mótsins. Spieth er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 198 höggum (67 66 65). Í 2. sæti eru Ryan Palmer og Webb Simpson. Til þess að sjá stöðuna á Dean&Deluca SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Dean&Deluca SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Hend efstur f. lokahringinn á BMW PGA Championship
Það er ástralski kylfingurinn Scott Hend sem er efstur eftir 3. dag flaggskipsmóts Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth. Hend er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (65 69 73). Í .2 sæti er Englendingurinn Tyrell Hatton, einu höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: Sjá má hápunkta 3. hrings á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ariya efst e. 3. dag á Volvik
Það er thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn sem er efst eftir 3 hringi á LPGA Volvik Championship. Jutanugarn er búin að spila á samtals 10 undir pari (65 68 73). Jafnar í 2. sæti eru Cristina Kim og Jessica Korda á samtals 9 undir pari, hvor. Jafnar í 4. sæti eru síðan Hyo Joo Kim frá S-Kóreu og norska frænka okkar Suzann Pettersen, á 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR:










