PGA: 3 deila 1. sæti e. 3. dag á Memorial
Það eru kylfingarnir Matt Kuchar, Will McGirt og Gary Woodland sem eru efstir og jafnir eftir 3. dag The Memorial. Allir hafa þeir spilað á samtals 14 undir pari, 202 höggum, hver. Fjórir kylfingar deila síðan 4. sætinu aðeins 1 höggi á eftir, þ.á.m. DJ. Allt galopið fyrir kvöldið og stefnir í spennandi golf! Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Andri Þór með 2 högga forskot f. lokahringinn
Andri Þór Björnsson úr GR með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag. Andri Þór hefur leikið frábært golf og er hann á -10 eftir 36 holur. Hann setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 64 höggum eða -8 en í dag lék hann á 70 höggum eða -2. Magnús Lárusson úr GJÓ er á -8 samtals en hann lék á -2 í dag eða 70 höggum eftir að hafa verið á 66 höggum í gær. Theodór Emil Karlsson úr GM er þriðji á -6. Skor keppenda á Símamótinu er með eindæmum gott en Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Heiða efst e. 2. dag í kvennaflokki
Það er heimakonan Heiða Guðnadóttir, GM, sem er efst fyrir lokahringinn í kvennaflokki á Símamótinu á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar. Heiða átti frábæran hring í dag, en hún lék á 2 undir pari, 70 glæsihöggum. Á hringnum fékk Heiða 1 glæsiörn á par-5 2. holu Hlíðavallar, 4 fugla, 9 pör og 4 skolla – ansi skrautlegt skorkort! Guðrún Brá Björgvinsdóttir er aðeins 1 höggi á eftir en hún var í forystu 1. daginn og á titil að verja. Staðan í kvennaflokki á Símamótinu er eftirfarandi: 1 Heiða Guðnadóttir GM 5 F 37 33 70 -2 76 70 146 2 2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK -3 F 39 35 74 2 73 74 147 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 73 ára afmæli í dag og Sandra Post er 68 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA. Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Lesa meira
Poulter frá keppni í 4 mánuði vegna fótarmeiðsla
Ian Poulter mun ekki keppa næstu 4 mánuði vegna meiðsla í fæti. Þetta eru hræðilegar fréttir á Ryder Cup ári eins og í ár. Poulter hefir glímt við gigt í liðamótum hægri fótar í meira en 2 ár og það er komið að þeim punkti að það er orðið allt of sársaukafullt fyrir hann að ganga, hvað þá að vera á æfingum. Poulter komst ekki í gegnum niðurskurð í tveimur s.l. mótum á PGA Tour í Texas og er fallin niður í 85. sætið á heimslistanum, sem er lægsta staða hans þar frá árinu 2003. Auk þess hefir Poulter, 40 ára, ekki sigrað á móti frá því á HSBC Champions árið Lesa meira
Evróputúrinn: Fitzpatrick efstur í hálfleik á Bro Hof Slott
Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem er efstur í hálfleik á Nordea Masters mótinu, sem fram fer á Bro Hof Slot rétt utan við Stokkhólm og er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Ekki margir sem kannast við Matt Fitzpatrick , en sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Fitzpatrick er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65). Hann á 3 högg á næstu 5 keppinauta sína, sem saman deila 2. sætinu en það eru Nicolas Colsaerts, Skotinn Henry Scott, heimamaðurinn Alexander Björk, og Englendingarnir Ross Fisher og Andrew Johnston, en allir hafa þeir spilað á samtals 8 undir pari, Lesa meira
GV: Kristinn Sigurðsson sigraði á Opna Sjómannamóti Ísfélags Vestmannaeyja
Í gær, 3. júní fór fram Opna Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja. Þátttakendur voru 101 þar af 9 kvenkylfingar og af þeim stóð sig best heimakonan Hrönn Harðardóttir, en hún fékk 42 glæsipunkta! Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1 Kristinn Sigurðsson GV 23 F (20 25) 45 punktar 2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson GV 21 F 19 24 43 43 43 3 Hrönn Harðardóttir GV 27 F 20 22 42 42 42 4 Kristinn Erlingur Árnason GV 17 F 23 18 41 41 41 5 Bjarki Kristinsson GV 24 F 23 17 40 40 40 6 Viðar Hjálmarsson GV 19 F 19 20 39 39 39 7 Kjartan Sölvi Guðmundsson GV 16 F 19 Lesa meira
LPGA: 3 efstar e. 1. dag Shoprite
Það eru 3 sem eru efstar og jafnar eftir 1. dag Shoprite LPGA Classic, sem er mót vikunnar á LPGA. Leikið er í Galloway, New Jersey. Þetta eru þær Anna Nordqvist, sem á titil að verja, fyrrum nr. 1 á Rolex heimslista kvenna Ai Miyazato og Paula Reto frá Suður-Afríku. Allar léku þær 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shoprite að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Shoprite SMELLIÐ HÉR:
GHH: Gestur Halldórsson sigraði á Minningarmóti Gunnars Hersis
Í gær, 3. júní 2016 fór fram Minningarmót Gunnars Hersis á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og spilaðar voru 9 holur. 45 voru skráðir í mótið og luku 42 keppni þar af 9 kvenkylfingar! Af konunum stóð sig best heimakonan Anna Eyrún Halldórsdóttir, en hún var með 14 punkta. Annars voru úrslit eftirfarandi í Minningarmóti Gunnars Hersis: 1 Gestur Halldórsson GHH 17 F 0 20 20 20 20 – Hann hlaut í verðlaun Flug með flugfélaginu Ernir 2 Halldór Sævar Birgisson GHH 3 F 0 18 18 18 18 – Hann hlaut í verðlaun Gistingu á Grand Hótel m. morgunverði 3 Sævar Knútur Hannesson GHH 24 F 0 18 Lesa meira
PGA: Bubba ver Rickie f. áhorfenda
Bubba Watson var í fyrra valinn sá af kylfingum PGA sem fæstir á mótaröðinni myndu koma til hjálpar ef hann lenti í slagsmálum á bílastæði við golfklúbb. Kannski er það ekki vegna þess að þeim er illa við Bubba heldur vegna þess að Bubba virðist vel geta varið sig og er m.a. meðal hávöxnustu kylfinga á PGA Tour. En nú er ætlunin að rifja upp atvik sem átti sér stað á fimmtudaginn s.l. á The Memorial. Bubba var í ráshóp með vini sínum og hljómsveitarfélaga, hinn gríðarvinsæla Rickie Fowler. Rickie missti stutt pútt og einhver í áhorfendastúkunni var með óviðeigandi athugasemd um þessi mistök Rickie. Bubba var fljótur að koma Lesa meira










