Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Aron Skúli með ás!
Heimamaðurinn Aron Skúli Ingason í GM fór holu í höggi í gær á lokahring Símamótsins, sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og er 2. mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Aron Skúli lék samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (75 76 77). Hann hafnaði í 31. sæti í karlaflokki af þeim 56 sem léku lokahringinn. Ásinn, sem Aron Skúli sló á par-3 15. braut Hlíðavallar er fyrsti ás Arons Skúla og ekki amalegt að hann komi í móti og síðan ekki hvaða móti sem er heldur á mótaröð þeirra bestu! Golf 1 óskar Aron Skúla innilega til hamingju með draumahöggið!
Evróputúrinn: Fitzpatrick sigurvegari Nordea Masters
Það var hinn ungi, enski kylfingur Matthew Fitzpatrick sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters, móti s.l. viku á Evróputúrnum. Fitzpatrick er sá yngsti til að sigra á Nordea Masters frá upphafi, aðeins 21 árs. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR: Fitzpatrick lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 65 68 71). Sigur Fitzpatrick var býsna sannfærandi en hann átti 3 högg á næsta keppanda Danann Lasse Jensen, sem var á samtals 13 undir pari. Belgíska Solheim Cup stjarnan Nicolas Colsaerts varð síðan í 3. sæti á samtals 12 undir pari og Svíarnir Henrik Stenson og Björn Hellgren deildu 4. sæti, Lesa meira
Lengsta pútt í heimi
Þeir Mark Crossfield PGA golfkennari, Rory og Matthew hjá YourGolfTravel voru staddir í Vale, í Wales í fyrrasumar. Þar fóru þeir í smákeppni á risastórri flöt, sem ómögulegt virðist að tvípútta hvað þá einpútta á, nema fyrir einskæra heppni eða með því að gjörþekkja flötina. Að einpútta er næstum eins og að fara holu í höggi á þessari flöt! Flötin er u.þ.b. 70 m frá flatarkanti að pinna. Taka skal fram að þetta er ekki opinberlega lengsta flöt í heimi né lengstu púttin en þau eru býsna löng og lýsa vel þeim ólíku aðstæðum, sem kylfingar standa oft frammi fyrir …. og gera golfíþróttina svo óendanlega skemmtilega. Hér má sjá myndskeiðið Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Andri Þór sigraði á 2. mótinu á mótaröð þeirra bestu í ár!
Andri Þór Björnsson úr GR lék frábært golf á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Andri lék hringina þrjá á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á 12 höggum undir pari og hann setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 8 höggum undir pari eða -8. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári en hann hóf tímabilið í fyrra með sama hætti. Magnús Lárusson úr Goflklúbbnum Jökli frá Ólafsvík veitti Andra harða keppni en hann endaði tveimur höggum á eftir Andra. „Það voru frábærar aðstæður og gaman að leika á góðum velli eins og Hlíðavelli. Ég vil þakka GR, þjálfurunum mínum, Böðvari aðstoðarmanni mínum á þessu Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Guðrún Brá sigraði!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fagnaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún sigraði með þriggja högga mun og varði hún titilinn frá því í fyrra þegar hún sigraði á Símamótinu á sama velli. „Þetta er fyrsta mótið hjá mér á þessu tímabili hér á Íslandi og það var gott að fá svona frábært veður og góðan völl. Þetta gekk ágætlega á þessu móti og gaman að vinna. Markmið sumarsins eru mörg og mikið um að vera, EM og Íslandsmótið eru stærstu viðburðirnir og það er markmiðið að standa sig vel á þessum mótum,“ sagði Guðrún Brá. Lokastaða efstu kylfinga á Símamótinu í Lesa meira
Viðtalið: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Viðtalið í kvöld er við ungan GR-ing sem er svo sannarlega að gera góða hluti á Íslandsbankamótaröðinni og vænst er mikils af í framtíðinni, enda gríðarlegt efni þar á ferð. Fullt nafn: Dagbjartur Sigurbrandsson. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík 17. nóvember 2002. Hvar ertu alinn upp? Grafarvoginum. Í hvaða starfi/námi ertu? Er í Kelduskóla. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Litla systir mín spilar golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? 2011 – byrjaði í Klúbbnum 2012. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Einn vinur minn dró mig á litla völlinn í Grafarvoginum. Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Marínó Örn Ólafsson – 5. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marínó Örn fæddist í 5. júní 1996 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Marinó Örn Ólafsson – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Katrín Baldvinsdóttir, 5. júní 1959 (57 ára); John Scott, 5. júní 1965 (51 árs); Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (46 ára) Dylan Fritelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (26 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
LPGA: Nordqvist leiðir e. 2. dag Shoprite – Icher og Nomura í 2. sæti
Það eru félagarnir úr evrópska Solheim Cup liðinu, hin franska Carine Icher og Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem leiða á Shoprite Classic mótinu, eftir 3. dag ,auk Haru Nomura frá Japan Nordqvist er í 1. sæti og Icher og Nomura deila 2. sæti Nordqvist hefir spilað á samtals 13 undir pari (64 68), meðan Icher og Nomura eru á samtals 12 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR:
Daly segist hafa dalað eftir sigra í risamótum
Það má segja ýmislegt um John Daly en eitt er víst að hann er býsna hreinskilinn. Hann rifjaði nú nýlega upp hvað gerðist í lífi hans eftir 1995 þegar hann sigraði í 2. risamóti sínu þ.e. Opna breska á St. Andrews. „Eftir að allir þessir peningar fóru að streyma inn … varð ég bara latur,“ sagði hann. „Ég var með bestu samningana við Wilson og Reebok og allir þessu fjármunir streymdu inn. Ég æfði ekkert né einbeitt mér að peningunum. Í staðinn fyrir að vinna að hlutum sem ég þurfti að vinna í var ég bara latur.“ „Þetta er bara það sem ég gerði og ég get ekki breytt því Lesa meira
Golfmynd dagsins 4. júní 2016
Veðrið í gær, 4. júní 2016 var dásamlegt hér á Suðurlandi. Varla sá staður á landinu þar sem yndislegra var að vera í golfi né útsýnið fegurra. Af 1. teig sást beint yfir til Vestmannaeyja ….










