Afmæliskylfingur dagsins: Valdimar Sigurgeirsson – 8. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Valdimar Sigurgeirsson. Valdimar er fæddur 8. júní 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Valdimar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Valdimar Sigurgeirsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Illugastaðir Kaffihús, 8. júní 1913 (103 árs); John Restino, f. 8. júní 1963 (53 ára); Susan Smith, f. 8. júní 1963 (53 ára); Kathryn Christine Marshall, 8. júní 1967 (49 ára); Dagbjört Rós, 8. júní 1981 (35 ára); og Galvanic Spa , 8. júní 1988 (28 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
LEK: Hörð keppni um landliðssæti – Stigatöflur LEK fyrir EM 2017
Keppni er hörð um sæti í þeim fjórum landsliðum eldri kylfinga sem LEK ætlar að senda á Evrópumót árið 2017. Gefin eru stig þeim 30 sem eru efstir í sínum flokki í hverju móti. Árangur í 6 bestu mótum hvers kylfings ræður endanlegri röð. Í kvennaflokki er sent lið 6 leikmanna sem leikur án forgjafar. 9 efstu konurnar hafa allar tekið þátt í landsliðsverkefnum á undanförnum árum. Evrópusamband eldri kylfinga karla (ESGA) á eftir að samþykkja breytt aldursmörk en við reiknum með að sú breyting verði samþykkt í sumar og gefum því stig þeim sem ná tilskyldum aldri áður en mót næsta árs fara fram. Í flokki karla 50 ára Lesa meira
GG: Björgvin og Sigurður Óskar sigruðu á Sjóaranum síkáta
Sjóarinn Síkáti – Þorbjörn HF, hið vinsæla golfmót Golfklúbbs Grindavíkur var haldið s.l. laugardag (laugardaginn 4. júní 2016) í tengslum við bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarann síkáta, sem fram fór í ár 3.-5. júní 2016. Ræst var út af öllum teigum samtímis kl. 08:30. Eins og undanfarin ár var engu til sparað til að gera mótið sem veglegast. Uppistaða vinninga var sjófrystur fiskur og Grindvíkingar sannarlega höfðingjar heim að sækja. Keppnisfyrirkomulag var almennt og veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni og fyrir besta skor. Þátttakendur voru 76 og þar af luku 72 leik; þar af 6 kvenkylfingar og af þeim stóðu Hrefna Harðardóttir, GM sig best en hún var með Lesa meira
Mickelson um Oakmont: „Erfiðasti völlur sem ég hef spilað“
Phil Mickelson hefir varið s.l. tveimur dögum í Oakmont Country Club til þess að búa sig undir Opna bandaríska risamótið, sem hefst í næstu viku. Um völlinn hafði Phil eftirfarandi að segja: „Ég held virkilega að þetta sé erfiðasti golfvöllur, sem ég hef nokkru sinni spilað,“ sagði hann. Þetta mun eflaust heyrast mikið í næstu viku. Ef það er einhver golfvöllur sem veldur ugg með kylfingum þá er það Oakmont. Jim Furyk sem er frá Vestur Pennsylvaníu, grínaðist með að hann ætlaði kannski að slá nokkrum sinnum í hendi sér með hamri. „Því þannig er tilfinningin að spila þarna,“ sagði hann. „Ástæðan fyrir því að ég er bjartsýnn fyrir Oakmont er Lesa meira
Ragnhildur efst e. f. hl. úrtökumóts f. A-landliðs kvenna
A-landsliðshópur kvenna í golfi lék í gær 36 holur á úrtökumóti um eitt öruggt sæti í A-landsliðinu á þessu tímabili. Leikið var á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi þar sem Evrópumeistaramót kvenna fer fram 5.-9. júlí n.k. Alls léku 10 kylfingar í gær en síðari hluti úrtökumótsins fer fram um miðja næstu viku þar sem leiknar verða 36 holur á tveimur dögum, samtals 72 holur. Staðan eftir 36 holur í úrtökumótinu er þessi en par Urriðavallar er 71 högg. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (72-73) 145 högg (+3) Berglind Björnsdóttir, GR (76-75) 151 högg (+9) Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-76) 151 högg (+9) Anna Sólveig Snorradóttir, GK (76-76) 152 högg (+10) Helga Kristín Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Walterson – 7. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Walterson. Steingrímur fæddist 7. júní 1971 og er því 45 ára í dag. Steingrímur er félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Steingrímur er kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur og eiga þau tvö börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson (45 ára) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (70 ára); Stefanía M Jónsdóttir, GR, 7. júní 1958 (58 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (53 ára); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (37 ára); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
PGA: Will McGirt sigraði á Memorial – Hápunktar 4. dags
Það var Will McGirt, sem sigraði á fyrsta PGA Tour móti sínu á The Memorial. Hann var jafn Jon Curran báðir með samtals 15 undir pari, 273 höggum eftir 72 holu leik og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Par-4 18. hola Muirfield Village var því spiluð aftur og þurfti að spila hana tvívegis þar til McGirt stóð uppi sem sigurvegari, en hann vann á pari, meðan Curran fékk skolla. Í 3. sæti varð Dustin Johnson á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR:
Bók Arnie – jólabókin í ár?
Golfgoðsögnin Arnold Palmer (Arnie) hefir gefið út að hann hafi skrifað sjálfævisögu sína. Hún heitir: „A Life Well Played: My Stories,“ og verður eflaust undir jólatrénu hjá mörgum kylfingnum um næstu jól! Bókin er væntanleg í bókaverslanir í Bandaríkjnum 25. október n.k. Um bókina segir í fréttatilkynningu að hún sé „fjársjóður skemmtilegra sagna og tímalausrar visku sem koma mun lesendum hennar vel og þeim mun eflaust líka vel við.“ Konungur sagði um útgáfu þessarar nýjustu bókar sinnar: „Þó ég hafi skrifað fjölda bóka á síðastliðnum árum þá var þessi mér sérlega mikilvæg vegna þess að ég sökkti mér í ferlið, ég gerði mér grein fyrir hversu mikið ég vildi enn Lesa meira
LPGA: Anna Nordqvist sigraði á Shoprite
Það var sænska Solheim Cup stjarnan Anna Nordqvist sem sigraði á Shoprite Classic mótinu. Anna lék á samtals 17 undir pari, 196 höggum (64 68 64). Í verðlaun hlaut hún sigurtékka upp á $ 225.000,- (u.þ.b. 27 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð japanska golfdrottningin Haru Nomura og í 3. sæti hin franska Karine Icher á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jock Hutchison —- 6. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Jock Hutchison, f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977. Sjá má eldri Golf 1 kynningu á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: ; Ólafur Haukur Kárason, 6. júní 1958 (58 ára); Lárus Hrafn Lárusson, GR, 6. júní 1961 (55 ára) fgj. 18.3; Baldur Baldursson, 6. júní 1968 (48 ára); Veigar Margeirsson, 6. júní 1972 (44 ára); Sjomenn Á Spáni Costablanca, 6. júní 1985 (31 ára); Prentsmiðjan Rúnir, 6. júní 1986 (30 ára ) Brooke Pancake, 6. júní 1990 (26 ára); Hinrik Hinriksson, 6. júní 1990 (26 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira










