Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 12:30

Ecco Tour: Axel á glæsilegum 68 á 1. degi Österlen PGA Open

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, tekur þátt í Österlen PGA Open, í Österlen, Svíþjóð. Mótið er hluti af Ecco Tour. Axel lék í dag á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og er sem stendur í 3. sæti á mótinu, en þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Á hringnum fékk Axel 6 fugla og 1 skolla og 1 skramba. Sjá má stöðuna á Österlen PGA Open með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 12:00

Tiger ekki með í Opna bandaríska – gæti misst þátttökurétt sinn 2018

Tiger Woods hefir gefið út að hann muni ekki taka þátt í Opna bandaríska. Hann sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu á Twitter: Continuing to make solid progress but not ready to play US Open & Quicken Loans, will be hosting QLN for TWFound.  Til að sjá yfirlýsingu Tiger SMELLIÐ HÉR:  Tiger er nú nr. 559 á heimslistanum og verður að vera meðal 60 efstu ætli hann sér í mótið gegnum heimslistann, en í augnablikinu er ómöguleiki fyrir hann að nota þá leið m.a. vegna þess hversu mörg mót hann hefir misst af vegna þess að hann er að jafna sig eftir 2 bakuppskurði. Tiger fær sem þátttökurétt í Opna bandaríska á grundvelli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 10:00

GM: Opna Golfkúlur.is fer fram sunnud. 12. júní n.k.

Opna Golfkúlur.is mótið fer fram í Bakkakoti sunnudaginn 12. júní næstkomandi. Mótið er háforgjafarmót en keppendur með forgjöf hærri en 20 hafa þátttökurétt. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf þar sem kylfingar fá fulla forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni. Einnig verða veitt nándarverðlaun á 4./13., 6./15., 7./16. og 9./18. braut. VERÐLAUN Allir keppendur fá teiggjöf, 3 stk. golfkúlur 1.sæti – 35 þús. kr. gjafabréf í Zo-On factory Store 2.sæti – 25 þús. kr. gjafabréf í Zo-On factory Store 3.sæti – 15 þús. kr. gjafabréf í Zo-On factory Store 4.sæti – 15 þús. kr. gjafabréf í Zo-On factory Store 5.sæti – 10 þús. kr. gjafabréf hjá Golfkúlur.is Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 09:20

Poulter varafyrirliði Evrópu í Ryder Cup

Þær fréttir bárust í síðustu viku að Ian Poulter verði ekki í Ryder bikars liði Evrópu vegna fótarmeiðsla – Sjá m.a. frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Þetta eru mikil vonbrigði fyrir aðdáendur Ryder bikarsins – því árangur Poulter í Rydernum er framúrskarandi 12-4-2. En nú verður Poulter með þó með öðrum hætti sé. Poulter hefir verið valinn varafyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu og mun verða einn af 4 slíkum; hinir eru:  Pádraig Harrington, Thomas Bjorn og Paul Lawrie.  Björn og Poulter voru í 2014 Ryder Cup liðinu í Gleneagles. Lawrie var með í kraftaverkinu í Medinah 2012 og Harrington hefir spilað í 5 Ryderum þ.e. frá  1999 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 09:00

GR: Malbiksvinna við Grafarholtið

Í dag, fimmtudaginn 9. júní, frá kl. 09:00 og fram yfir hádegi verður unnið við malbikviðgerðir á vegum Reykjavíkurborgar við Vínlandsleið – nánar tiltekið hringtorg við Laxalón/Golfskálaveg. Fagverk ehf, sem sér um verkið, hefur sent frá sér tilkynningu um að búast megi við stórri lokun fyrir umferð neðan við Grafarholtið en munu þó gera sitt besta til að hleypa umferð að og frá Golfskálanum. Gott er að hafa í huga að vera tímanlega á ferðinni ef kylfingar eiga bókaðan rástíma í Grafarholtinu eða eða ef stefnt er á æfingasvæði Bása á þessum tímum.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 08:30

Egill Ragnar tryggði sér sæti í A-landsliði karlalandsliða með frábærum leik

„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði hinn tvítugi Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG eftir að hafa tryggt sér sæti í A-landsliði karla á úrtökumóti sem haldið var fyrir landsliðshóp Íslands. Egill lék 72 holur á 9 höggum undir pari vallar samtals en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Skor Egils er sannarlega glæsilegt en til samanburðar þá lék Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG á -10 samtals þegar Íslandsmótið í höggleik fór fram á Sjónum og Ánni á Korpunni árið 2013. Landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson völdu 15 kylfinga í úrtökumótið og 12 þeirra náðu að klára. Leiknar voru 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Lyoness Open hér!

Í dag hefst í Diamond CC í Atzebrugg, Austurríki mót vikunnar á Evróptúrnum; þ.e. Lyoness Open powered by Sporthlife Cashback Card. Mótið stendur 9.-12. júní 2016. Til þess að fylgjast með stöðunni á Lyoness Open powered by Sporthlife Cashback Card SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2016 | 20:00

Ronaldo veltir Tiger úr 1. sæti yfir hæst launuðu íþróttamenn heims

Real Madrid stjarnan Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, sem spilar fyrir Barcelona eru á toppi Forbes magazine á lista yfir ríkustu íþróttamenn heims, sem birtist í dag, þar sem boxarinn Floyd Mayweather hefir nú sest í helgann stein en Ronaldo veltir þar með Tiger Woods úr 1. sæti yfir ríkustu íþróttamenn heims. Á hinum árlega Forbes lista birtast laun hæstlaunuðu íþróttamanna og hefir Tiger verið í efsta sæti 12 sinnum og Mayweather 3 sinnum af 4 síðustu listum. Í ár er portúgalski knattspyrnumaðurinn Ronald sem er efst á listanum með $88 million (10,5 milljarða króna) en þar af eru $56 milljónir 6,7 milljarðar í laun og afgangurinn af styrktar- og auglýsingasamningum. Hinn 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2016 | 20:00

Champions Tour: Monty elskaður

Á yngri árum virtist svo sem Colin Montgomerie (Monty) væri segull fyrir allskyns leiðindaathugasemdir á golfvellinum frá áhangendum og áhorfendum móta sem komu að sjá hann spila á risamótum eða í  Ryder Cup í Bandaríkjunum og voru að reyna að hafa áhrif á frammistöðu hans. Svo nærri var gengið að honum t.d. í tvímenningi a Ryder Cup 1999 í The Country Club í Brookline, Massachusetts, að hinn mjög svo flotti og sanngjarni Payne Stewart, sem var andstæðingur hans í keppninni benti lögreglu á þá áhorfendur, sem voru að stuða Monty og þeim var hent út af vellinum. Golf Digest dreifði m.a. „Be Nice to Monty“ hnappa fyrir Opna bandaríska 2002 í von um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Green Eagle Winsen-Luhe (9/18)

Green Eagle golfstaðurinn er í Norður-Þýskalandi, rétt hjá Hamborg. Hann býður upp á tvo 18 holu glæsigolfvelli: Norður- og Suðurvöllinn, en þess mætti strax geta að Norðurvöllurinn er einn af 10 lengstu golfvöllum í heimi eða 7.101 m og afar krefjandi. Par-4 3. hola hins æðislega Norðurvallar Green Eagle er t.d. skýrð í höfuð á Ben Hogan, „The Ice Man.“ Í teighöggið þarfnast maður lágrar trékylfu eða langs járns. Til þess að forðast sandglompurnar þarf maður að geta staðsett boltann og því staðsetningargolf sem þarf að hluta að spila á Green Eagle eins og öðrum krefjandi og skemmtilegum golfvöllum. Á 3. braut er best að halda sig hægra megin en Lesa meira