PGA: Daníel Berger leiðir í hálfleik á St. Jude
Það er Bandaríkjamaðurinn Daníel Berger sem leiðir í hálfleik á St. Jude Classic. Daníel Berger er ekki meðal þekktustu kylfinga og því e.t.v. vert að skoða eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Daníel Berger er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 131 höggi (67 64). Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge á 6 undir pari, 134 höggum. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Bourdy og Lombard efstir e. 2. dag Lyoness Open
Það eru Grégory Bourdy frá Frakklandi og Suður-Afríkumaðurinn Zander Lombard sem leiða á Lyoness Open eftir 2. dag, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Báðir hafa samtals leikið á 7 undir pari. Í 2. sæti eftir 2. dag var Frakkinn Gary Stal, sem leikið hefir á samtals 6 undir pari. Sjá má hápunkta 2. dags með því að SMELLA HÉR: Verið er að spila 3. hring og má sjá stöðuna á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (2): Úrslit e. 1. dag
Fyrsta keppnisdegi af alls þremur er lokið á Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni. Leikið er á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar og er völlurinn í góðu ástandi. Eftir höggleikskeppnina í dag er ljóst hvaða kylfingar mætast í 1. umferð holukeppninnar. Það má sjá með því að SMELLA HÉR:
Nafn Mickelson tengt við 2. refsimálið á skömmum tíma
Hinn frábæri bandaríski kylfingur Phil Mickelson var hvergi nærri dómhúsi í Kaliforníu á mánudaginn fyrr í vikunni þegar 57 ára maður hlaut 1 árs og 1 dags fangelsisdóm fyrir peningaþvætti. Nafn Mickelsons var hvergi nefnt. En hins vegar er þetta í 2. skipti á innan við mánuði sem veðmál Mickelsons tengist málaferlinum þar sem annar stór veðmálajálkur var ákærður í refsimáli. Gregory Silveira, sem einnig hlaut dóm upp á $18,000 sektargreiðslu, játaði á sig peningaþvott með því að hafa flutt $2.75 milljónir milli bankareikninga í mars 2010 fyrir ótilgreindan viðskiptavin til þess að liðka fyrir ólöglegri veðmálastarfsemi. Skv. heimildum var Mickelson einn þeirra sem veðjaði, skv. manni sem segist vera Lesa meira
Ecco Tour: Axel T-6 þegar eftir er að leika 3 holur á 2. degi Österlen PGA Open
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, tekur þátt í Österlen PGA Open, í Österlen, Svíþjóð. Mótið er hluti af Ecco Tour. Axel hefir í dag spilað á 2 yfir pari, en á eftir að klára 3 holur þegar þetta er skrifað. Í gær lék í dag á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og er því sem stendur á 1 undir pari og T-6. Fylgjast má með Axel á Österlen PGA Open á 2. degi með því að SMELLA HÉR:
PGA: 3 efstir e. 1. dag St. Jude Classic
Það eru Seung Yul Noh, Tom Hoge og Shawn Stefani sem eru efstir eftir 1. dag St. Jude Classic. Þeir léku allir 1. hring á 5 undir pari, 65 höggum. 6 kylfingar þ.á.m. DJ deila 4. sæti allir aðeins 1 höggi á eftir. Það eru að sjást mjög lág skor hjá mörgum og því margir sem koma til greina að standa uppi sem sigurvegarar á sunnudagskvöldið. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Brooke Henderson með ás á Women´s PGA risamótinu!!!
Litli kanadíski snillingurinn hún Brooke Anderson var að fara holu í höggi á 1. hring 2. risamóts kvennagolfsins þ.e. KPMG Women´s PGA Championship, sem hófst í dag. Hún er jafnframt efst snemma dags á 4 undir pari, 67 högg, en fjölmargar eiga eftir að ljúka leik og verður því stöðufrétt ekki skrifuð fyrr en í fyrramálið. Ás Brooke kom á par-3 13. braut í Sahalee CC í Sammamish í Washington. Brautin er 152 yarda (139 metra) og hallar að framan og aftur. Flötin er varin af tveimur glompum að framan og einni að aftan. Glæsilegt hjá Brooke Anderson!!!
Evróputúrinn: Otangui leiðir e. 1. dag Lyoness Open
Það er spænski kylfingurinn Adrian Otangui sem leiðir eftir 1. dag Lyoness Open. Otangui lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Á hringnum fékk Otangui 8 fugla og 10 pör. Glæsilegt!!! Sjá má stöðuna eftir 1. dag Lyoness Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags Lyoness Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 33 ára afmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (33 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (48 ára); Keith Horne, 9. júní 1971 (45 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
Viðtal við Lexi fyrir KPMG Women´s PGA Championship
Í dag hefst í Sammamish í Sahalee í Washington ríki 2. risamót ársins hjá konunum en það er KPMG Women´s PGA Championship. Sú sem á titil að verja er Inbee Park frá Suður-Kóreu, en hún freistar þess nú að sigra í mótinu 4. árið í röð!!! Sú sem gæti sett strik í reikninginn hjá Inbee er svo sannarlega bandaríska sleggjan Lexi Thompson, en það þykir sérlega gott að vera löng af teig í þessu 2. risamóti kvennagolfsins. Í aðdraganda Women´s PGA var tekið viðtal við Lexi Thompson. Lexi talar þar m.a. um leikplan sitt, völlinn og Ólympíuleikana í Ríó, sem hún mun taka þátt í. Til þess að sjá viðtalið við Lexi Lesa meira










