Henderson gefur systur sinni ás-bílinn
Fyrsti hringur Brooke Henderson, 18 ára, upp á 4 undir pari, 67 högg var nógu góður til þess að komast í forystu á 2. risamóti ársins í kvennagolfinu, KPMG Women’s PGA Championship. En eftir hringinn fékk hún flestar spurningar um 13. holu vallarins … holuna, þar sem hún fékk ás. Holan er 152 yarda þ.e. um 139 metra og fyrir ásinn fékk Brooke glænýjan KIA K900 bíl. Eftir að boltinn fór í holuna hélt hún upp á draumahöggið með systur sinn sem jafnframt er kaddýinn hennar, Brittany. en þær voru svo ánægðar að þær gerðu sér fyrst ekki grein fyrir að bíll væri í verðlaun. „Við bara gleymdum bílnum,“ sagði Brittany, „en þegar Lesa meira
Áskorendamótaröðin 2016 (2): Úrslit
Annað mót ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Setbergsvelli laugardaginn 11. júní. Tæplega 60 ungir og efnilegir kylfingar tóku þátt við flottar aðstæður. Mótaröðin er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Flestir eru sammála um að þessi mótaröð sé frábær viðbót við hina venjulegu unglingamótaröð. Í mótinu á laugardaginn voru annars vegar leiknar 9 holur og hins vegar 18 holur. Rúnar Gauti Gunnarsson, ungur kylfingur úr GV, lék best allra í mótinu en hann lék á 82 höggum og sigraði 14 ára og yngri flokkinn. Hér að neðan eru helstu úrslit úr mótinu frá GSÍ: 12 ára og Lesa meira
LPGA: Lydia Ko m/tækifæri á sigri í 3 risamótum
Lydia Ko, 19 ára, á tækifæri á að gera nokkuð sem aldrei hefir verið gert áður í sögu LPGA. Hún er með 1 höggs forystu á 2. risamóti ársins í kvennagolfinu, KPMG Women’s PGA Championship, sem fram fer í Sahalee Country Club í Washington. Hún er samtals búin að spila á 2 undir pari 211 höggum og á högg á Gerinu Piller og bandaríska kylfinginn Brittany Lincicome. Ef Ko tekst að landa sigrinum verður hún sú yngsta til þess að vinna 3 risamót í röð á LPGA. Ko heldur sér á jörðinni, en hún sagði m.a. eftir að ljóst var að hún var í forystu fyrir lokahringinn að hún hugsaði ekki mikið Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Hverjir mætast í undanúrslitunum?
Það er ljóst hvaða kylfingar mætast í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni. Leikið er á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar og hafa keppendir notið þess að leika við góðar aðstæður á góðum velli. Í gær fóru fram tvær umferðir í flestum flokkum. Leikið er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Keppt verður til úrslita í dag. Til þess að sjá hverjir mætast í undanúrslitunum SMELLIÐ HÉR:
Ecco Tour: Axel varð í 13. sæti á Österlen PGA
Axel Bóasson, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, endaði í 13. sæti á Österlen mótinu á Ecco Tour, sem lauk i gær í Svíþjóð. Axel lék lokahringinn á 2 yfir pari, 73 höggum. Samtals var Axel á 1 yfir pari, 214 höggum (68-73-73). Ecco Tour er í flokki atvinnumannadeilda, sem eru í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Pétur Freyr Péturson úr GR lék einnig á þessu móti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sænski kylfingurinn Ola Johansson sigraði á þessu móti á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Österlen PGA Open SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Holly Clyburn (34/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 32 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær sem deildu 15. sætinu. Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi og Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum hafa þegar verið kynntar og eftir er að kynna Bertine Strauss, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 24 ára afmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni, líkt og systir hans Signý Arnórsdóttir og þau urðu bæði stigameistarar GSI 2013! Rúnar spilar í bandaríska háskólagolfinu med golfliði University of Minnesota. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson (24 ára!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, Lesa meira
Frægir kylfingar: Mark Wahlberg lét byggja frábæra golfholu við heimili sitt
Hvað er svona gott við að vera frægur leikari? Fyrir utan það að fá viðurkenninguna fyrir starf sitt og lífsfyllingu í því sem maður er að gera þá er ekki síður gott að fá háar launagreiðslur til þess að geta fjármagnað áhugamál sín. Það á við í tilviki leikarans Mark Wahlberg, sem er forfallinn kylfingur. Hann lét nú á dögunum byggja frábæra golfholu við heimili sitt. Sjá má mynd af herlegheitunum með því að SMELLA HÉR: Wahlberg hefir engar afsakanir nú að vera ekki góður í stutta spilinu!!!
PGA: DJ lét gott færi úr greipum renna
Dustin Johnson eða DJ lét gott færi úr greipum sér renna í gær, föstudaginn á FedEx St. Jude Classic mótinu sem er mót vikunnar á PGA. Eftir 16 holur var DJ 4 undir pari og einn í 2. sæti á eftir Daniel Berger. Síðan sló hann í brautarglompu á innhöggi sínu á 17. holu sem endaði með skolla. Á lokaholunni á TPC Southwind, fann Johnson enn ekki flötina í aðhöggi sínu og þrípúttaði og lauk hringnum því á hræðilegum skramba 6 höggum! Það sem hefði getað verið 66 högg snerist í 1 undir 69 og DJ því T-3 á 5 undir pari ásamt þeim Brooks Koepka and Phil Mickelson. „Þetta er eins og Lesa meira
LPGA: Brooke Henderson og Mirim Lee leiða e. 2. dag KPMG Women´s PGA
Það eru hin unga, kanadíska Brooke Henderson og Mirim Lee frá Suður-Kóreu sem leiða í hálfleik á KPMG Women´s PGA Championship, sem er 2. risamótið í kvennagolfinu í ár. Báðar hafa spilað á 2 undir pari, 140 höggum; Henderson (67 73) og Lee (71 69). Þriðja sætinu deila 3: Gerina Piller, nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko og Brittany Lincicome sem allar hafa spila á samtals 1 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Women´s PGA risamótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Women´s PGA risamótinu SMELLIÐ HÉR:










