Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Viktor Ingi Einarsson Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki
Það er Viktor Ingi Einarsson, GR, sem er Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki. Úrslit í flokki 15-16 ára drengja: 1. Viktor Ingi Einarsson, GR – Íslandsmeistari í holukeppni 2016. 2. Ingvar Andri Magnússon, GR 3. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV. Viktor Ingi vann félaga sinn úr GR Ingvar Andra 2&1 í úrslitaviðureigninni. Í keppni um 3. sætið vann Kristófer Tjörvi Einarsson, GV, Aron Emil Gunnarsson, GOS, Frábærir drengirnir okkar! Sjá má úrslitin á Íslandsmóti unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Fannar Ingi Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki
Það var Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í piltaflokki á Íslandsmóti unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni. Úrslit í piltaflokki urðu eftirfarandi: 1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016. 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 3. Hlynur Bergsson, GKG. Fannar Ingi, GHG, sigraði í úrslitaviðureigninni gegn Arnóri Snæ Guðmundssyni, GHD, 2&0. Hlynur Bergs sigraði í viðureigninni um 3. sætið gegn Patreki Nordquist Ragnarssyni, GR, 4&2. Til þess að sjá öll úrslit í Íslandsmóti unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni SMELLIÐ HÉR:
Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Elísabet Ágústsdóttir Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki
Það er Elísabet Ágústsdóttir, GKG, sem er nýkrýnd Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki. Íslandsmeistaramót unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn, dagana 10.-12. júní s.l. Úrslit í stúlknaflokki urðu sem hér segir: 17-18 ára stúlkur: 1. Elísabet Ágústsdóttir, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016. 2. Saga Traustadóttir, GR 3. Eva Karen Björnsdóttir, GR Íslandsmeistarinn Elísabet vann Sögu Traustadóttur, GR í geysispennandi úrslitaviðureigninni 1&0. Eva Karen Björnsdóttir, GR, vann síðan Ólöfu Maríu Einarsdóttur, GM í viðureigninni um 3. sætið í öðrum spennutryllinum á 20. holu. Flottar stúlkur sem við eigum í golfinu! Sjá má öll úrslit á Íslandsmóti unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni með því að SMELLA Lesa meira
GR: Sveinbjörn, Hreiðar Geir og Einar Long sigruðu á Opna Flugfélag Íslands mótinu
Opna Flugfélag Íslands mótið var haldið í dag sunnudaginn 12.júní á Korpu. Fullt var í mótið enda glæsilegt mót. Ræst var út á öllum teigum samtímis klukkan 9 og fengu allir keppendur flottan morgunmat ásamt teiggjöf þegar mætt var til leiks. Keppt var í tveimur flokkum, forgjöf 0-8,4 og 8,5 og hærra. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Úrslitin voru eftirfarandi: Flokkur 0-8,4 1.sæti – Sveinbjörn Guðmundsson GK 44 punktar 2.sæti – Gunnar Páll Þórisson GKG 40 punktar 3.sæti – Jón Andri Finnsson GR 38 punktar Flokkur 8,5-hærra 1.sæti – Hreiðar Geir Jörundsson GÁS 45 punktar Lesa meira
LPGA: Brooke Henderson sigraði á 1. risamóti sínu
Það var Brooke Henderson sem sigraði á KPMG Women´s PGA Championship, 2. risamóti ársins í kvennagolfinu. Þetta er jafnframt 1. sigur Henderson á risamóti. Henderson lék á samtals 6 undir pari og sigraði nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko síðan í bráðabana. Lydia Ko, sem átti tækifæri á að sigra í 3. risamóti sínu í röð, varð að láta sér lynda 2. sætið. Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Hulda Clara Íslandsmeistari stelpna í holukeppni
Það er Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem er Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki, en Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram nú um helgina, 10. – 12. júní 2016. Röð efstu stelpna á Íslandsmóti Íslandsbanka í holukeppni unglinga er eftirfarandi: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016. 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 3. Kinga Korpak, GS. Hulda Clara, GKG vann Andreu Ýr, GA, á 19. holu og viðureign þeirra æsispennandi. Kinga Korpak, GS, vann Evu Maríu Gestsdóttur, 2&1 í viðureigninni um 3. sætið. Glæsilegar stelpurnar okkar!!! Sjá má öll úrslit á Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR:
Viðtalið: Víðir Jóhannsson – GÞH
Viðtalið í dag er við kylfing, sem er mörgum að góðu kunnur, en það er eigandi Hellishóla í Fljótshlíðinni. Fullt nafn: Víðir Jóhannsson. Klúbbur: GÞH. Hvar og hvenær fæddistu? 31. júlí 1956 Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er málarameistari að mennt – en keypti Hellishóla f. 12 árum og er að byggja staðinn upp. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er í sambúð með Joanna Grudzinska og það spilar helmingurinn af fjölskyldunni golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Það eru 20 ár síðan, en ég spilaði þegar ég var 10-11 ára og sem unglingur. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Sigurður Arnar Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki
Það var Sigurður Arnar Garðarson, GKG, sem er Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki á Íslandsmóti Íslandsbankamótaraðarinnar í holukeppni. Í úrslitaviðureigninni bar Sigurður Arnar sigurorð af Sveini Andra Sigurpálssyni, GM, en kaddý Sveins var afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, golfkennarinn góðkunni Sigurpáll Geir Sveinsson og greinilegt að stífar æfingar eru að skila sig í strákaflokki. Í 3. sæti varð síðan Böðvar Bragi Pálsson, GR eftir viðureign sína við klúbbfélaga sinn Dagbjart Sigurbrandsson, GR. Sigurður Arnar vann úrslitaviðureignina við Svein Andra 9&7. Böðvar Bragi vann leikinn um 3. sætið g. Dagbjarti 2&0. Sjá má öll úrslit á Íslandsmóti Íslandsbankmótaraðarinnar í unglingaflokki með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir er fæddur 12. júní 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarfhjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni. Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sigurpáll Sveinsson (41 árs afmæli – Lesa meira
Evróputúrinn: Wu vann í Austurríki
Það var Ashun Wu frá Kína sem stóð uppi sem sigurvegari í Atzenbrugg í Austurríki á móti vikunnar á Evróputúrnum, Lyoness Open. Wu lék á 13 undir pari, 275 höggum (69 72 65 69). Aðeins 1 höggi á eftir var spænski kylfingurinn Adrian Otangui, á samtals 12 undir pari, 276 höggum. Í 3. sæti varð svo enski kylfingurinn Richard McEvoy á 11 undir pari og í 4. sæti James Morrisson einnig frá Englandi á 10 undir pari. Þessir 4 ofangreindu voru þeir einu sem voru á tveggja stafa heildarskori undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Lyoness Open Lesa meira










