Horfið á Lovelady spila „50 dagar í Ríó“
Victoria Lovelady er ekki sérlega þekktur kylfingur frá Kólombíu. Hún hefir verið að spila á Ladies European Tour eða Evrópmótaröð kvenna. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Victoriu með því að SMELLA HÉR: Hún hefir nú tekið sig til og gefið út lag, þar sem hana virðist hlakka sérlega til, til Ólympíuleikanna í Ríó. Lagið heitir „50 dagar í Ríó“ og má sjá með því að SMELLA HÉR:
Upprifjun á 63 höggum Johnny Miller 1973
Johnny Miller skrifaði sig í golfsögubækurnar á Opna bandaríska risamótinu 1973, þegar hann var sá fyrsti sem náði hring upp á 63 högg í risamóti. Það tókst Miller á lokahring Opna bandaríska í Oakmont, en Opna bandaríska sem hefst í dag, fer einmitt fram þar. Svo virtist sem Miller væri búinn að spila sig úr sigurstöðu þegar hann var 6 höggum á eftir þeim sem leiddu mótið fyrir lokahringinn þ.e. þeim Arnold Palmer, Julius Boros, Jerry Heard og John Schlee. En Miller sleggjaði boltanum af teig og setti niður pútt eftir pútt og var með fugl á fyrstu 4 holunum og var aðeins 3 höggum á eftir Palmer og öllum Lesa meira
Sjáið Rory sökkva ótrúlegu pútti!
Rory McIlroy setti niður ótrúlegt pútt á Oakmont, á æfingahring fyrir Opna bandaríska risamótið, sem hefst í dag einmitt á þeim velli. Til þess að sjá þetta einstaka glæsipútt Rory SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Momoko Ueda – 15. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er hin japanska Momoko Ueda. Momoko fæddist 15. júní 1986 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Justin Leonard, 15. júní 1972 (44 ára); Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) 15. júní 1981 (35 ára); Richie Ramsay, 15. júní 1983 (33 ára) …. Rakel Þorbergsdóttir (45 ára) Hreyfing Heilsulind (30 ára) Súfistinn Kaffihús (22 ára) Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði (46 ára) Birgir Eiríksson Flottur Fatamarkaður (24 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira
Íslendingarnir 5 allir úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
Íslenskr kylfingarnir fimm sem tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer í Wales eru allir úr leik. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur og komust 64 efstu áfram í holukeppnina sem nú tekur við. Keppendur voru rétt rúmlega 280 og var leikið á Pyle & Kenfig og Royal Porthcawl í Wales. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Gísli Sveinbergsson (GK) var einu höggi frá því að komast í hóp 64 efstu en hann lék á +5 samtals (75-73). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék á 70 höggum á fyrsta keppnisdeginum á Pyle vellinum en par vallar er 71. Guðmundur lék illa á öðrum Lesa meira
Rory pirraður út í fagnaðarlæti Fowler og Mickelson
Rory McIlroy var ekkert sáttur við þegar Phil Mickelson og Rickie Fowler fögnuðu á PGA Championship 2014. Mickelson og Fowler er góðir vinir og Rory finnst það allt í lagi svo fremi sem það er utan vallar. En hann var pirraður þegar vinalætin heldu áfram í risamóti á þeir voru hvor að hrósa hvor öðrum og með allskyns fagnaðartákmál í mótinu – ja, Rory fannst það bara skrítið. „Ég var bara í stuði. Ég var að eltast við Phil og Rickie sem voru að spila fyrir framan okkur,“ sagði Rory í golfþætti Feherty. „Þeir voru báðir á einhverju vinatrippi. og ég sá þá báða á fyrri 9 þar sem þeir voru Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Erlingur Guðmundsson og Jón Halldórsson – 14. júní 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Erlendur Guðmundsson og Jón Halldórsson. Erlendur er fæddur 14. júní 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska Erlendi til hamingju með daginn hér að neðan: Erlendur G Guðmundsson (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Jón er fæddur 14. júní 1950 og á því 66 ára afmæli í dag. Jón er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu Jóns til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Jón Halldórsson (66 ára – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. Lesa meira
PGA: Daníel Berger sigraði á St. Jude Classic
Það var Daníel Berger sem sigraði á St. Jude Classic mótinu, sem var mót sl. viku á PGA Tour. Það eru eflaust margir sem ekki kannast við stráksa og má því sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Sigurskor Berger var 13 undir pari, 267 högg (67 64 69 67). Sigur Berger var nokkuð öruggur en hann átti 3 högg á þá Brooks Koepka, Steve Stricker og Phil Mickelson, sem allir voru með heildarskor upp á 10 undir pari, hver. Rifja má upp hápunkta 4. og lokahringsins á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic Lesa meira
Andri Þór, Gísli, Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Rúnar keppa á Amateur Championship
Fimm íslenskir kylfingar keppa á Amateur Championship m.ö.o. Opna breska áhugamannamótinu, sem hófst í gær í Wales. Þetta er þeir Andri Þór Björnsson, GR; Gísli Sveinbergsson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús GR og Rúnar Arnórsson, GK. Leikið er á tveimur völlum Pyle & Kenfig og Royal Porthcawl. Guðmundur Ágúst er efstur Íslendingann eftir 1. dag, lék á 1 undir pari, 70 höggum og er T-30. Franski kylfingurinn Antoine Rozner er efstur en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Zuzanna Korpak Íslandsmeistari í holukeppni í telpuflokki
Það er Zuzanna Korpak, GS, sem er Íslandsmeistari í holukeppni í telpuflokki 15-16 ára. Lokastaða efstu telpna í Íslandsmótinu í holukeppni var eftirfarandi: 1. Zuzanna Korpak, GS – Íslandsmeistari í holukeppni 2016. 2. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 3. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD Zuzanna vann Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur, GHD í úrslitaviðureigninni 1&0. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD vann síðan leikinn um 3. sætið í viðureign við Ölmu Rún Ragnarsdóttur, GKG 3&1. Glæsilegar telpurnar okkar!!! Sjá má öll úrslit á Íslandsmóti unglinga í holukeppni með því að SMELLA HÉR:










