GR: Ragnhildur og Arnór Ingi klúbbmeistarar 2016
Meistaramóti GR 2016 lauk í gær, 9. júlí 2016 og endaði með bráðabana á milli þriggja kylfinga, því er óhætt að segja að keppnin hafi verið spennandi. Þeir sem háðu bráðabanann voru Arnór Ingi Finnbjörnsson, Stefán Már Stefánsson og Einar Snær Ásbjörnsson en þeir voru allir jafnir á 295 höggum eftir fjóra hringi. Arnór Ingi sigraði svo bráðabana eftir að hafa leikið 18. brautina tvisvar. Sigurvegari í meistaraflokki var Ragnhildur Sigurðardóttir en hún er margfaldur klúbbmeistari kvenna. Þess má geta að þetta er 3. meistamótstitill Ragnhildar í röð en hún er klúbbmeistari kvenna í GR tvö undanfarin ár 2014 og 2015 fjölmargra annarra ára.
Phil Mickelson tjáir sig um uppsetningu valla á risamótum
Eins og alltaf þá mun veðrið – bæði gott og slæmt – spila stórt hlutverk við ákvörðun á sigurvegara Claret Jug, (sigurbikar Opna breska). Þetta er í 145. skipti sem Opna breska risamótið verður haldið.Phil Mickelson er einn af þeim hefir tjáð sig um Opna breska, en hann sigraði í því risamóti 2013: „Ég heyri þau rök að það sé sama hvernig völlurinn er settur upp þá verði hann sá sami fyrir alla.“ „Stundum er það ekki tilfellið. Skilyrðin eru e.t.v. slæm um morgunin fyrir leikmennina þá en ekki fyrir þá sem spila um eftirmiðdaginn. Það er bara heppni.“ Hvernig völlurinn er, er mikið skeggrætt fyrir hvert risamót sérstaklega Opna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Leifsson – 9. júlí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Aðalsteinn Leifsson. Aðalsteinn er fæddur 9. júlí 1998 og er því 18 ára í dag. Aðalsteinn er í Golfklúbbi Akureyrar og tók m.a. þátt í Áskorendamótaröð Íslandsbanka 6. júlí 2015 á Selfossi. Aðalsteinn Leifsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Scott Verplank, 9. júlí 1964 (52 ára); Heiðrún Jónsdóttir, 9. júlí 1969 (47 ára); Hafliði Kristjánsson, 9. júlí 1970 (46 ára); Kristinn Þór Guðmundsson, 9. júlí 1972 (44 ára); Richard Finch, 9. júlí 1977 (39 ára); Asinn Sportbar (39 ára); Dagbjört Rós Hermundsdóttir, 9. júlí 1979 (37 ára) …. og ….. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR, 9. Lesa meira
Íslenska golflandsliðið tryggði sér sigur í 2. deild EM karla Í Luxembourg
Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér sigur í 2. deild Evrópumóts karlandsliða hjá áhugamönnum en keppt var í Lúxemborg. Ísland sigraði Wales í úrslitaleiknum 4/3. Ísland og Wales voru fyrir úrslitaleikinn örugg með sæti í efstu deild Evrópumótsins á næsta ári en Tékkar fylgja með þeim í efstu deild eftir 5/2 sigur gegn Slóveníu. Sjá má stöðuna á EM karla í Luxembourg með því að SMELLA HÉR:
Rory kvænist Ericu Stoll næsta sumar
Rory hefir staðfest að hann muni kvænast bandarísku kærustu sinni, Ericu Stoll, næsta sumar. Í viðtali við The Telegraph sagði Rory að þau myndu giftast sumarið 2017. Þau hittust árið 2013 og Rory bað Ericu í París í nóvember s.l. Hann neitaði að staðfesta að brúðkaupið myndi fara fram í Ashford kastala í Mayo sýslu og sagði: „við ætlum að vera eins mikið út af fyrir okkur og við mögulegast getum.“ En hann bætti við að verðandi eiginkona hans væri mjög hrifin af Írlandi. Hann sagði: „Erica elskar Írland. Þetta er mjög líkt staðnum þar sem hún ólst upp, Rochester í New York, þar sem einnig er mikið grænt og laufskrúðugt.“ Hann bætti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og því 19 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mimmo Lobello, 8. júlí 1970 (46 ára); Juan Carlos Rodriguez, 8. júlí 1975 (41 árs); Julie Yang (spilar á LPGA), 8. júlí 1995 (21 árs) og Svava Grímsdóttir . Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Bertine Strauss (35/49)
Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 34 stúlkur verið kynntar og nú verður sú síðasta kynnt af þeim sem deildu 15. sætinu. Áður er búið að kynna þær Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi, Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum og Holly Lesa meira
Rory rifjar upp uppáhaldsminningar sínar frá Opna breska
Fyrir 145. Opna breska, sem hefst eftir aðeins 3 daga, rifjaði Rory McIlroy upp uppáhaldsminningar sínar af fyrri þátttöku í þessu elsta risamóti golfsins. Sjá má myndskeið um minningar Rory af fyrri þátttöku hans í Opna breska með því að SMELLA HÉR: Þegar nr. 4 tíar upp í Skotlandi í næstu viku mun hann auðvitað leitast við að endurtaka 2 högga sigur, sem hann hafði fyrir 2 árum á risamótinu þegar hann hafði betur gegn Rickie Fowler og Sergio Garcia in 2014. Í fyrra tók Rory ekki þátt vegna vitleysisfótboltaleiks sem hann tók þátt í og slasaði sig í. Rory viðurkenndi þó í viðtali, sem tekið var við hann eftir Opna franska, þar Lesa meira
Hall fyrsta konan til að sigra PGA Welsh National
Muirfield og Royal Troon, þar sem 145. Opna breska fer fram í ár eru að fara að láta kjósa um hvort leyfa eigi konum að gerast félagar í klúbbnum. Nokkur vansi þykir af því að þetta stórmót golfsins, sem bæði konur og karlar fylgjast svo gjarnan með sé haldið í klúbbi þar sem konur mega ekki gerast félagar. Nú á að bæta úr því. Á meðan er dóttir rugby hetju frá Wales, Lydia Hall, sem er í Hensol Golf Akademíunni að sigra PGA Welsh National á Tenby. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn sem sigrar í þessu virta móti og er dóttir rugby þ.e. ruðningsboltahetjunnar velsku Wayne Hall. Tenby er talin vagga golfíþróttarinnar Lesa meira
Signý með holu í höggi á EM kvenna í dag!
Signý Arnórsdóttir, GK fór holu í höggi á par-3 13. braut Urriðavallar í dag. Og hún valdi svo sannarlega tímann til þess að fá ás en hann fékk hún á EM kvenna! Og ásinn er þar að auki 1. ás hennar á ferlinum. Höggið var gullfallegt teighögg sem lenti á fullkomnum stað á flötinni, rúllaði að flötinni og í fullkominni línu beint í miðja holu. Golf 1 óskar Signýu innilega til hamingju með draumahöggið!!!










