GR: Meistaramót barna og unglinga – Úrslit
Lokahóf Meistaramóts barna og unglinga fór fram í Grafarholtinu fyrr í gær 5. júlí 2016 og mættu krakkarnir öll hress til leiks eftir skemmtilega þrjá daga í mótinu. Úrslitin voru sem hér segir: 15-16 ára strákar 1.sæti: Brynjar Guðmundsson – 249 2.sæti: Bjarni Freyr Valgeirsson – 259 13-14 ára strákar 1.sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson – 211 2.sæti: Böðvar Bragi Pálsson – 213 3.sæti: Tómas Eiríksson – 225 13-14 ára stelpur 1.sæti: Ásdís Valtýsdóttir – 276 2.sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir – 277 3.sæti: Lovísa Ólafsdóttir – 304 12 ára og yngri hnokkar 1.sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson – 216 2.sæti: Elías Ágúst Andrason – 244 3.sæti: Ísleifur Arnórsson – 256 12 ára og Lesa meira
GK: Hluti landsliðsins í knattspyrnu lék á Hvaleyrinni!
Nú er kominn tími hjá strákunum okkar að slaka aðeins á eftir frábært Evrópumót í fótbolta. Í gær, 5. júlí 2016 kom hluti hópsins á Hvaleyrarvöll og lék golf í blíðviðrinu. Það var Magnús Gylfason félagi í Keili og nefndarmaður í landsliðsnefnd KSÍ sem bauð leikmönnunum Birki Bjarnassyni og Herði Björgvin Magnússyni uppá golfhring til að dreifa aðeins huganum eftir annasaman mánuð í Frakklandi. Einnig var Rúnar Pálmarsson sjúkraþjálfari liðsins með í för. Strákarnir okkar í knattspyrnunni ekki bara góðir í fótbolta …. heldur líka í golfi!
Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 18 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Íslandsbankamótaröðinni og hefir staðið sig vel þar á undanförnum árum. Árið 2012, sigraði Þóra Kristín t.a.m. á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og spilaði um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Þórhalla Arnardóttir, 6. júlí 1964 (52 ára); Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (47 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (39 ára) ….. og ….. Healing Energy Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Ísland í 2. sæti á EM karla í Luxembourg e. 1. dag!!!
Íslenska karlalandsliðið hóf keppni í dag í 2. deild Evrópumótsins í golfi en keppt er í Lúxemborg. Fyrsti keppnisdagurinn fór vel hjá íslenska liðinu sem er í öðru sæti. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknir eru tveir 18 holu hringir í höggleik þar sem fimm bestu skorin gilda hjá hverri þjóð. Fjórar efstu þjóðirnar í höggleiknum leika til undanúrslita og skiptir miklu máli að enda í einu af þremur efstu sætunum því þrjár þjóðir tryggja sér keppnisrétt á meðal þeirra bestu í Evrópu á næsta ári. Íslenska liðið lék eins og áður segir gríðarlega vel í dag og Lesa meira
Van Zyl keppir á Ólympíuleikunum … Donald keppir í hans stað á Opna breska
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald mun keppa á næst Opna breska eftir að suður-afríkaninn Jaco Van Zyl tilkynnti að hann ætlaði að draga sig úr Opna breska til þess að geta tekið þátt á Ólympíuleikunum. Það eru nú sífellt fleiri kylfingar að lýsa áhuga á að keppa á Ólympíuleikunum eftir að nokkrir þeir þekktustu drógu sig úr mótinu, þ.á.m. margnefndir Jason Day, Adam Scott sem er heldur betur skráveifa fyrir lið Ástrala á Ólympíuleikunum, sem og Louis Oosthuizen. Branden Grace og Charl Schwartzel (en síðastnefndu 3 eru blóðtaka fyrir Suður-Afríku) og síðast en ekki síst nr. 4, sem ekki keppir fyrir Írland. Nr. 65 á heimslistanum (Van Zyl) sagði Lesa meira
Sergio Garcia tekur þátt í Ólympíuleikunum
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefir gefi út að hann muni taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að margir félagar hans hafi hætt við vegna Zika vírusins. Garcia sagði: „Ég veit að það er einhver hætta en að vera fulltrúi Spánar og að reyna að fá golfíþróttina til að vaxa og verða Ólympíuleikmaður er of mikilvægt þannig að ég verð með á Ólympíuleinum.“ Garcia er nr. 12 á heimslistanum. Mörg stór nöfn hafa tilkynnt að þeir taki ekki þátt en þeirra á meðal er nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, og aðrir á borð við nr. 4 Rory McIlroy, Vijay Singh frá Fidji Charl Schwartzel frá Suður-Afríku. Ólympíuleikarnir fara fram 5.-21. ágúst n.k.
Keppni á EM kvennalandsliða hófst í morgun – Myndir frá Opnunarhátíð
Evrópumót kvennalandsliða í golfi hófst í morgun kl. 7.30 á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Opnunarhátíðin fór fram í gærkvöld í blíðskaparveðri. Hér má sjá nokkrar myndir GSÍ frá Opnunarhátíðinni – SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR Best af íslensku stúlkunum er Guðrún Brá Björgvinsdóttir búin að spila en hún lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er sem stendur T-14 þ.e. jöfn 10 öðrum í 14. sæti!
102 ára og notar enn dræverinn sem hann keypti 1938
Elsti golfklúbbsmeðlimur í heimi hefir verið að slá af teig frá árinu 1926 …. eða í 90 ár og hann hefir ekkert í hyggju að fara að hætta að gera svo. Willie Cuthbert notar enn handgerða, trédræverinn sem hann keypti árið 1938 fyrir eina gíneu (sem er 1,05 pund) þ.e. u.þ.b. 140 krónur. Willie, sem er 102 ára, hefir spilað í Kirkintilloch golfklúbbnum í Dunbartonshire frá 1920 og eitthvað. Hann sagði m.a. í nýlegu viðtali: „Ég slæ enn góð högg (með drævernum). Í þá daga var þetta mjög vinsæl kylfa.“ Þó hann sé ekki með sömu lágu forgjöfina eins og í gamladaga, 2, þá spilar Willie enn nokkra golfhringi á ári, sem í Lesa meira
Annika segir að hún myndi spila á Ólympíuleikunum
Golfgoðsögnin og golfleikjagreinandi NBC, Annika Sörenstam sagði í nýlegu viðtal að ef hún væri enn að spila á LPGA myndi hún svo sannarlega taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó, þrátt fyrir Zika vírusinn. Margir af bestu kylfingum heims taka ekki þátt í Ólympíuleikunum m.a. nr. 1 og nr. 4 á heimslistanum Jason Day og Rory McIlroy, sem og kylfingar á borð við Adam Scott (nr. 8 á heimslistanum; Shane Lowry (nr. 26 á heimslistnaum) Graeme McDowell (nr. 78 á heimslistanum) – þ.e. 5 afar þekktir stjörnukylfingar af topp100 bestu kylfingum heims. Zika vírusinn berst með Aedes moskító-flugunni. Fólk sem fær vírusinn fær einkenni s.s. vægan hita, útbrot, vöðva- og liðverki og höfuðverk. Einkennin vara Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örn Stefánsson – 4. júlí 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örn Stefánsson. Stefanía er fædd 4. júlí 1992 og á því 24 ára afmæli í dag! Stefanía er í Golfklúbbi Akureyrar og varð púttmeistari klúbbsins 2012 og er þar að auki margfaldur klúbbmeistari, m.a. klúbbmeistari GA 2014. Stefanía útskrifaðist frá MA, 17. júní 2012 og hefir spilað í bandaríska háskólagolfinu með kvennaliði Pfeiffer háskóla The Falcons með góðum árangri. Stefanía Kristín tók nú í ár þátt í því þekkta móti þeirra GA-inga Arctic Open sem fram fór 25.-27. júní 2015. Mótsgögn voru afhent á fyrsta degi 25. júní sl. og síðan voru keppnisdagar, skv. venju tveir; 26. og 27. júní að þessu sinni. Lesa meira










