Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 10:00

LPGA: Ólafía hefur keppni í dag!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur keppni í kvöld á Volunteers of America LPGA Texas Classic.

Mótið fer fram á The Colony í Texas.

Í ráshóp Ólafíu Þórunnar eru Brianna Do (sjá má kynningu á Do með því að SMELLA HÉR:) og Lauren Coughlin (sjá má kynningu á Coughlin með því að SMELLA HÉR:)

Þetta er 9. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni á þessu keppnistímabili, en hún hefir aðeins komist í gegnum niðurskurð í 2 skipti, það sem af er.

Vonandi er að Ólafíu gangi sem allra best í kvöld og morgun og hún komist gegnum niðurskurðinn í þetta sinn!!!

Hún er dottin niður í 120. sætið á stigalista LPGA, en hún verður að vera meðal 100 efstu í árslok til þess að halda spilaréttind-um sínum á LPGA

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu SMELLIÐ HÉR: