Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2018 | 17:00

LET: Ólafía Þórunn lauk keppni T-11 í Frakklandi

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á Lacoste Ladies Open de France.

Ólafía varð T-11, þ.e. deildi 11. sætinu í mótinu ásamt þeim Oliviu Cowan frá Þýskalandi, hinni skosku Carly Booth (sjá eldri kynningu Golf 1 á Booth með því að SMELLA HÉR:) og heimakonunni Celine Herbin (sjá eldri kynningu á Herbin með því að SMELLA HÉR:)

Samtals lék Ólafía  á 7 undir pari, 277 höggum (71 68 68 70).

Sigurvegari mótsins var Solheim Cup kylfingurinn sænski og Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, en hún lék á 12 undir pari, 272 höggum (69 71 70 62) og átti hún sigurinn að þakka einstaklega glæsilegum lokahring. Rifja má upp að Caroline Hedwall var valin nýliði ársins 2011 og jafnframt kylfingur ársins á LET (Evrópumótaröð kvenna) 2011 og má sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: